Bæjarráð

3575. fundur 12. desember 2002

2908. fundur
12.12.2002 kl. 09:00 - 12:34
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Jón Erlendsson, varaáheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Uppkaup eigna í Lækjargili og uppkaup erfðafestulanda
2001050147
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 9. desember 2002 varðandi uppkaup eigna í Lækjargili og uppkaup erfðafestulanda.
Bæjarstjóri og bæjarlögmaður gerðu grein fyrir því sem eigendum gripahúsanna hefur verið boðið og reglum um innlausn erfðafestulanda.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni og sviðsstjóra tækni- og umhverfisráðs áframhaldandi vinnu í málinu.


2 Eyrarlandsvegur - hraðahindrun við FSA
2002120045
3. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 9. desember 2002. Athugasemd varðandi gerð hraðahindrunar sem verið er að setja upp á Eyrarlandsvegi við FSA.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisráðs.


3 Akureyrarbær og Landsvirkjun
2002120047
3. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 9. desember 2002 varðandi eignaraðild Akureyrarbæjar í Landsvirkjun og aukna skuldaábyrgð eigenda vegna framkvæmda Landsvirkjunar við Kárahjúka.
Bæjarráð telur fyrirhugaðar framkvæmdir Landsvirkjunar við Kárahnjúkavirkjun ekki gefa tilefni til endurskoðunar á aðild Akureyrarbæjar að fyrirtækinu. Þá minnir bæjarráð á að starfandi er nefnd, skipuð fulltrúum eignaraðila Landsvirkjunar, sem fyrir þeirra hönd fylgist með vinnu fyrirtækisins við mat á hagkvæmni fyrirhugaðra framkvæmda.


4 Bygging bjálkahúss
2002120046
4. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 9. desember 2002 varðandi leyfi til að reisa bjálkahús.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisráðs til afgreiðslu.


5 Stofnsamningur Norðurorku hf.
2002110044
1. liður í fundargerð stjórnar Norðurorku dags. 9. desember 2002.
Drög að stofnsamningi Norðurorku hf. lögð fram.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framlögð drög verði samþykkt sem stofnsamningur Norðurorku hf.


6 Sorpförgun - gjaldskrá
2002120011
1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 6. desember 2002.
Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmdaráðs að gjaldskrá vegna förgunar úrgangs frá fyrirtækjum og að gjaldtaka hefjist 1. apríl 2003.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu.7 Sorpurðun á Glerárdal
2002110092
Lögð fram ýmis gögn frá Sorpeyðingu Eyjafjarðar, m.a. fundargerðir 48.- 53. fundar stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs.
Gögn ásamt fundargerðum eru lögð fram til kynningar.


8 Leigutilboð vegna húsnæðis fyrir Tónlistarskólann á Akureyri
2001120033
2. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 6. desember 2002.
Á fund bæjarráðs undir þessum lið mættu Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar og Helgi Þ. Svavarsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmdaráðs.


9 Stjórnsýslunefnd
2002120010
Bæjarstjóri lagði fram drög að erindisbréfi fyrir stjórnsýslunefnd.
Bæjarráð vísar erindisbréfinu ásamt tilnefningu í nefndina til bæjarstjórnar.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað:
"Ég sé ekki hvað stjórnsýslunefnd á að leysa og í stað hvers hún kemur. Ég áskil mér því allan rétt til að taka afstöðu til málsins á síðari stigum."

Samþykkt í bæjarstjórn 17. desember 2002


10 Íþróttahöllin - veitingaleyfi
2002120023
Erindi dags. 3. desember 2002 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Bautans ehf., kt. 540171-0319 um endurnýjun rekstrarleyfis veitingahúss í Íþróttahöllinni v/ Skólastíg, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að rekstrarleyfi verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


11 Umsókn um áramótabrennu 2002
2002120040
Erindi dags 10. desember 2002 frá Björgunarsveitinni Súlum þar sem sótt er um að halda áramótabrennu sunnan við Réttarhvamm.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna enda uppfylli umsækjandi skilyrði í reglum sem gilda um bálkesti og brennur.


12 Samkomulag/samstarfssáttmáli ríkis og sveitarfélaga
2002120048
Erindi dags. 5. desember 2002 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, nýtt samkomulag um breytingar á fjármálalegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga og samstarfssáttmáli ríkis og sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.


13 Innleystar félagslegar íbúðir - 2002
2002060090
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 02-038 verði seld á frjálsum markaði.


14 Sala félagslegra íbúða - 2002
2002070003
Lagt fram kauptilboð í Snægil 4 - 101.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.


15 Leiguíbúðir Akureyrarbæjar
2002060090
Lagðar fram sundurliðaðar upplýsingar um biðlista eftir leiguhúsnæði hjá Akureyrarbæ.
Lagt fram til kynningar.


16 Lánveitingar til leiguíbúða 2003
2002090054
Erindi dags. 28. nóvember 2002 frá Íbúðalánasjóði varðandi staðfestingu á framlengingu lánsvilyrðis og erindi dags. 4. desember 2002 varðandi afgreiðslu lánsumsóknar.
Lagt fram til kynningar.


17 Álagning gjalda árið 2003 - fasteignagjöld
2002110098
Lögð var fram tillaga um að á árinu 2003 verði eftirtalin gjöld lögð á fasteignir á Akureyri:
a) Fasteignaskattur samkvæmt a-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum, verði 0,35% af álagningarstofni.
b) Fasteignaskattur samkvæmt b-lið 3. greinar sömu laga verði 1,55% af álagningarstofni.
c) Lóðarleiga samkvæmt lóðarleigusamningum á íbúðahúsalóðum verði 0,5% af álagningarstofni og lóðarleiga af öðrum lóðum verði 2,8% af álagningarstofni.
d) Vatnsgjald 0,17% af álagningarstofni.
e) Holræsagjald 0,21% af álagningarstofni, sbr. gjaldskrá um holræsagjald á Akureyri.
f) Sorphirðugjald af íbúðarhúsnæði kr. 5.500 á hverja íbúð.
g) Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega:
Tillögur varðandi afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignagjöldum verða lagðar fram og ákveðnar af bæjarstjórn í janúar 2003.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.


18 Gjalddagar fasteignagjalda 2003
2002110098
Lögð fram tillaga um að gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2003 verði átta, 1. dagur hvers mánaðar frá febrúar til september.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.


19 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2003
2002050068
Rætt var um fjárhagsáætlun ársins 2003, sem var til fyrri umræðu í bæjarstjórn 3. desember sl.
Lagt var fram nýtt frumvarp með þeim breytingum sem gerðar hafa verið milli umræðna.
Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:
Samstæðureikningur Akureyrarbæjar
Rekstraryfirlit samstæðureiknings
Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar
A-hluta stofnanir:
Samstæðureikningur A-hluta
Aðalsjóður
Fasteignir Akureyrarbæjar
Framkvæmdamiðstöð
Eignasjóður gatna o.fl.
Húsverndarsjóður
Menningarsjóður
B-hluta stofnanir:
Samstæðureikningur B-hluta
Félagslegar íbúðir
Fráveita Akureyrar
Strætisvagnar Akureyrar
Dvalarheimili aldraðra
Framkvæmdasjóður Akureyrar
Norðurorka
Eignarhaldsfélagið Rangárvellir
Bifreiðastæðasjóður Akureyrar
Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar
Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur
Hafnasamlag Norðurlands

Tillögur að bókunum:

a) Starfsáætlanir
Bæjarráð felur nefndum og ráðum að yfirfara starfsáætlanir í samráði við stjórnendur og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar eru með tilliti til fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar. Stefnt skal að því að ljúka yfirferðinni fyrir lok janúar 2003. Bæjarráð og bæjarstjórn munu þá taka áætlanirnar til umræðu og samþykktar.

b) Gjaldskrár
Til þess að mæta áhrifum verðlagshækkana á launum og þjónustu í rekstri Akureyrarbæjar á árinu 2001 og 2002 hefðu þjónustugjöld þurft að hækka um 30 mkr. á yfirstandandi ári. Reyndin varð sú að hækkanir þjónustugjalda urðu hins vegar ekki nema 7 mkr.
Til að mæta hækkunum á vöru og þjónustu í rekstri bæjarfélagins eru tillögur nefnda um gjaldskrárbreytingar í fyrirliggjandi frumvarpi að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2003.
Fjármáladeild hefur tekið saman yfirlit um þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á gjaldskrám og var það lagt fram undir þessum lið.

c) Kaup á vörum og þjónustu
Nýta skal kosti almennra útboða við framkvæmdir og vöru- og þjónustukaup þar sem því verður við komið til að nýta skatttekjur sveitarfélagins eins vel og kostur er.
Gerðir skulu þjónustusamningar við félög, fyrirtæki og stofnanir á þeim sviðum sem hagkvæmni slíkra samninga getur notið sín.

d) Starfsmannamál - ráðningar
Bæjarráð felur framkvæmdastjórn að leita leiða til að draga úr launakostnaði aðalsjóðsins með eftirfarandi hætti:
Ekki verður ráðið í nýtt starf án þess að viðkomandi sviðsstjóri skili kostnaðarmati og greinargerð um starfið til framkvæmdastjórnar um þörf fyrir ráðningu í það og skal starfið ekki auglýst fyrr en heimild er veitt af framkvæmdastjórn.
Áður en ráðið verður í eldra starf sem losnar eða það auglýst laust til umsóknar skal sviðsstjóri í samráði við viðkomandi deildarstjóra ef tilefni er til, framkvæma mat á þörf fyrir ráðningu í starfið og leggja skriflegt mat fyrir framkvæmdastjórn ef þörf krefur. Við framkvæmd þessa mats skal kanna hvort þörf er á breytingu á starfslýsingu eða kröfu til umsækjenda. Einnig skal kanna möguleika þess að leggja starfið niður eða sameina það öðru.
Þessi samþykkt tekur gildi frá og með 1. janúar 2003 og gildir út það ár þrátt fyrir ákvæði samþykkta í ,,Reglum um ábyrgðarmörk stjórnenda og pólitískra fulltrúa hjá Akureyrarbæ" og ,,Leikreglum í fjárhagsáætlanaferli".

Bæjarráð vísar frumvarpinu ásamt framangreindum tillögum til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu.
Bæjarráð lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar, sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.


Þórarinn B. Jónsson vék af fundi kl. 11.40.

20 Þriggja ára áætlun 2004 - 2006
2002120049
Lagt fram frumvarp að þriggja ára áætlun um rekstur og framkvæmdir á árunum 2004-2006.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið.