Bæjarráð

3554. fundur 05. desember 2002

2907. fundur
05.12.2002 kl. 09:00 - 11:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 11. nóvember 2002
2002020093
Fundargerðin er í 8 liðum og er lögð fram til kynningar.


2 Flóttamenn - móttaka
2002120001
Erindi dags. 29. nóvember 2002 frá félagsmálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir viðræðum við Akureyrarbæ varðandi móttöku 25 flóttamanna sem ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka á móti á árinu 2003.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja undirbúningsviðræður við Flóttamannaráð Íslands um verkefnið og leggja fyrir bæjarráð tillögur um hvernig undirbúningi á móttöku flóttamannanna verði háttað.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann situr hjá.

Samþykkt í bæjarstjórn 17. desember 2002

3 Rafrænt samfélag - þróunarverkefni
2002120003
Erindi dags. 27. nóvember 2002 frá Byggðastofnun þar sem kynnt er þróunarverkefnið "rafrænt samfélag".
Bæjarráð samþykkir að Akureyrarbær sæki um að verða þátttakandi í verkefninu og felur bæjarstjóra að leita samstarfs við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar um málið.


4 Menntaskólinn á Akureyri - norræn skólasamskipti
2002120004
Erindi dags. 29. nóvember 2002 frá Menntaskólanum á Akureyri þar sem óskað er eftir styrk vegna norrænna skólasamskipta.
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið með 200.000 kr. framlagi á næsta ári.


5 Hverfisnefndir
2001110052
Staðardagskrá 21 - fimmtudaginn 5. desember 2002 kl. 20:00 verður haldinn stofnfundur hverfisnefndar í Giljahverfi. Fundurinn verður haldinn í Giljaskóla.
Lagt fram til kynningar.


6 Sorpurðun á Glerárdal
2002110092
Lögð fram drög að samningi milli Akureyrarbæjar og Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs. um sorpurðun á Glerárdal.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við Sorpeyðingu Eyjafjarðar bs. á grundvelli draganna.


7 Búseti - greinargerð
2002090065
Erindi dags. 20. nóvember 2002 frá Búseta, greinargerð um starfsemi félagsins. Áður sent fulltrúum í umhverfisráði.
Lagt fram til kynningar.


8 Fiðlarinn ehf. Skipagötu 14 - veitingaleyfi
2002120005
Erindi dags. 29. nóvember 2002 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Fiðlarans ehf., kt. 680689-2029, um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir veitingahús að Skipagötu 14, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að rekstrarleyfi fyrir veitingahús að Skipagötu 14 verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.

Halla Margrét Tryggvadóttir mætti og sat fundinn undir 9.- 11. lið dagskrár.

9 Viðbótarlán - 2002
2002070004
Umsóknir um veitingu viðbótarlána lagðar fram á fundinum.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 02-166, 02-169, 02-171 og 02-172.


10 Sala félagslegra íbúða - 2002
2002070003
Lögð fram kauptilboð í Melasíðu 8e og Helgamagrastræti 53, íbúð 404.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðin.


11 Innleystar félagslegar íbúðir - leiguíbúðir
2002060090
Lagt fram minnisblað varðandi leiguíbúðir Akureyrarbæjar og biðlista eftir leiguíbúðum í framhaldi af umræðum í bæjarráði 28. nóvember sl.


12 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2003
2002050068
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.


13 Ós við Óseyri
2002100104
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs gerði grein fyrir viðræðum við eiganda húseignarinnar Ós við Óseyri um kaup á eigninni.
Bæjarráð hafnar kaupum á eigninni.

Fundi slitið.