Bæjarráð

3495. fundur 21. nóvember 2002

2904. fundur
21.11.2002 kl. 09:00 - 12:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Kjuðinn ehf. - áfengisveitingaleyfi
2002100014
1. liður í fundargerð áfengis- og vímuvarnanefndar dags. 13. nóvember 2002.
Bæjarráð frestar afgreiðslu þar til veitingaleyfi hefur verið gefið út.


2 Ali Sportbar - áfengisveitingaleyfi
2002110043
2. liður í fundargerð áfengis- og vímuvarnanefndar dags. 13. nóvember 2002.
Bæjarráð frestar afgreiðslu þar til veitingaleyfi hefur verið gefið út.


3 Fræðslunefnd - fundargerð dags. 30. október 2002
Fundargerðin er í 5 liðum og er lögð fram til kynningar.


4 Vetraríþróttamiðstöð Íslands - fundargerð dags. 12. nóvember 2002
2002020065
Fundargerðin er í 4 liðum og er lögð fram til kynningar.


5 Eyþing - fundargerðir dags. 12. og 30. ágúst, 11. september og 14. október 2002
2002020024
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.


6 Hjartaómskoðunartæki fyrir FSA - styrkbeiðni
2002110054
Erindi dags. 13. nóvember 2002 frá Félagi hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæðinu (FHE) þar sem óskað er stuðnings Akureyrarbæjar við fjársöfnunarátak til kaupa á nýju hjartaómskoðunartæki fyrir FSA.
Bæjarráð samþykkir að styrkja söfnunarátakið með 250 þúsund kr. framlagi. Vakin er athygli á að sú lagaskylda hvílir á bæjarfélaginu að greiða 15% kostnaðar á móti framlagi ríkisins vegna tækjakaupa til FSA og kemur ofangreint framlag því til viðbótar lögbundnu framlagi.


7 Kærunefnd jafnréttismála
2002110027
Lögð fram til kynningar umsögn bæjarlögmanns Akureyrarbæjar dags. 20. nóvember 2002 til Kærunefndar jafnréttismála í máli Soffíu Gísladóttur.


8 Athugasemdir vegna Kárahnjúkavirkjunar
2001060057
Erindi dags. 14., 28. og 29. október, 6. og 16. nóvember 2002 frá Tómasi Gunnarssyni, afrit bréfa varðandi Kárahnjúkavirkjun.
Erindin eru lögð fram til kynningar.


9 Gilfélagið - endurskoðun samninga
2002110023
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 5. nóvember 2002 frá stjórn Gilfélagsins þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjarráð um fjárhagsstöðu félagsins og styrk bæjarins við starfsemi þess.
Fulltrúar Gilfélagsins þeir Guðmundur Árnason og Þórarinn Blöndal mættu til viðræðu við bæjarráð.
Bæjarráð vísar erindi Gilfélagsins til menningarmálanefndar og gerðar fjárhagsáætlunar 2003.


10 Formbreyting á rekstri Norðurorku 1. janúar 2003
2002110044
Lögð fram drög að samþykktum fyrir hlutafélagið Norðurorku og drög að frumvarpi til laga um formbreytingu Norðurorku.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.


11 Sala félagslegra íbúða - 2002
2002070003
Lögð fram kauptilboð í Snægil 34 - 102, Vestursíðu 20 - 101 og Múlasíðu 7h.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðin.


12 Viðbótarlán - 2002
2002070004
Lagðar fram umsóknir um veitingu viðbótarlána.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 02-159, 02-161 og 02-163.


13 Skorkort og starfsáætlanir þjónustusviðs og fjármálasviðs
2002050068
Farið yfir skorkort og starfsáætlanir þjónustusviðs og fjármálasviðs.
Frá þjónustusviði mættu á fundinn auk sviðsstjóra þau Karl Jörundsson
starfsmannastjóri og verkefnastjórarnir Elín Sigrún Antonsdóttir, Gunnar Frímannsson og Ragnar Hólm Ragnarsson.
Frá fjármálasviði mættu á fundinn auk sviðsstjóra Jón Bragi Gunnarsson verkefnastjóri og deildarstjórarnir Halla Margrét Tryggvadóttir, Dagný Harðardóttir og Sigurgeir B. Þórðarson.


14 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2003
2002050068
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Stefnt er að aukafundi í bæjarráði um fjárhagsáætlun þriðjudaginn 26. nóvember nk. kl. 17.00.


15 Starfsmannahald á sambýlum
2002110074
Fyrirspurn frá Oktavíu Jóhannesdóttir:
Hvaða áhrif hafa uppsagnir starfsmanna á sambýlum fatlaðra á þjónustu við það fólk sem þar býr? Í hverju, nákvæmlega, eru breytingarnar fólgnar?
Bæjarráð vísar fyrirspurninni til félagsmálaráðs.

Fundi slitið.