Bæjarráð

3474. fundur 14. nóvember 2002

2903. fundur
14.11.2002 kl. 09:00 - 12:38
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Hálkueyðing í íbúðagötum
2002110034
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 11. nóvember 2002 varðandi hálkueyðingu í íbúðagötum.
Bæjarráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að svara erindinu.


2 Helgarvistun aldraðra
2002070029
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 11. nóvember 2002 varðandi helgarvistun fyrir aldraða, þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými og dagvistun á öldrunarstofnunum bæjarins.
Bæjarráð felur sviðsstjóra félagssviðs að svara erindinu.


3 Öldrunarmál - úrræði
2002100114
3. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 11. nóvember 2002 varðandi skort á varanlegum úrræðum í öldrunarþjónustu.
Bæjarráð felur sviðsstjóra félagssviðs að svara erindinu.


4 Gjaldskrárbreytingar Norðurorku 1. janúar 2003
2002110041
1. liður í fundargerð 23. fundar stjórnar Norðurorku dags. 2. nóvember 2002.
Bæjarráð vísar ákvörðun um gjaldskrárbreytingar Norðurorku til afgreiðslu bæjarstjórnar öðrum en ákvörðun um álagningarprósentu vatnsgjalds sem tekin verður samhliða ákvörðun um nýtingu álagningarprósentu annarra fasteignagjalda fyrir árið 2003.


5 Formbreyting á rekstri Norðurorku 1. janúar 2003
2002110044
1. liður í fundargerð 24. fundar stjórnar Norðurorku dags. 2. nóvember 2002.
Bæjarráð vísar liðnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.


6 Ós við Óseyri
2002100104
6. liður úr fundargerð umhverfisráðs dags. 9. október 2002 sem bæjarstjórn vísaði á fundi sínum 22. október sl. til bæjarráðs. Einnig lagt fram erindi dags. 30. október 2002 frá Húsafriðunarnefnd ríkisins varðandi sama málefni.
Bæjarráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs framkvæmd málsins í samræmi við umræður á fundinum.


7 Strandgata 37 - lóð utan húss
2002110013
Erindi dags. 29. október 2002 frá Snorra Kristjánssyni þar sem hann býður Akureyrarbæ til kaups "lóð utan húss" að Strandgötu 37 (03 0101).
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
Bæjarstjórn 19. nóvember.

8 Fluguborg 14 - ósk um styrk til framkvæmda vegna reiðskemmu fatlaðra
2002100063
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 16. október 2002 frá handhöfum lóðarinnar Fluguborgar 14 þeim Jónsteini Aðalsteinssyni og Áslaugu Kristjánsdóttur varðandi jarðvegsskipti á byggingarreitnum Fluguborg 14 sem ætlaður er undir reiðskemmu fatlaðra. Lagt fram minnisblað frá sviðsstjórum félagssviðs og tækni- og umhverfissviðs. Fram kemur í minnisblaðinu að ekki liggja fyrir nákvæmar áætlanir um stærð fyrirhugaðrar byggingar, en miðað við þær hugmyndir sem bréfritarar hafa gæti kostnaður sá sem óskað er eftir að Akureyrarbær greiði verði á bilinu 5,2 til 6,8 millj. kr.
Bæjarráð getur því ekki orðið við erindinu að sinni.
Bæjarstjórn 19. nóvember.

9 Snorraverkefnið - styrkbeiðni
2001010128
Erindi dags. 1. nóvember 2002 frá verkefnisstjóra Snorraverkefnisins þar sem óskað er stuðnings frá Akureyrarbæ til að starfrækja ungmennaskiptaverkefnið áfram árið 2003.
Skýrsla um Snorraverkefnið 2002 lögð fram til kynningar.
Bæjarráð felur sviðsstjóra þjónustusviðs að svara erindinu.


10 Landsmót hestamanna 2006 - Melgerðismelar
2002110022
Erindi dags. 31. október 2002 frá stjórnum hestamannafélaganna Léttis og Funa þar sem óskað er eftir stuðningi Akureyrarbæjar við áframhaldandi uppbyggingu Melgerðismela og væntanlegt landsmótshald þar árið 2006.
Erindið lagt fram til kynningar ásamt svarbréfi bæjarstjóra dags. 6. nóvember sl.


11 Gilfélagið - endurskoðun samninga
2002110023
Erindi dags. 5. nóvember 2002 frá stjórn Gilfélagsins þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjarráð um fjárhagsstöðu félagsins og styrk bæjarins við starfsemi þess.
Bæjarráð felur sviðsstjórum félagssviðs og þjónustusviðs að undirbúa fund Gilfélagsins með bæjarráði.


12 Nýsköpunarsjóður námsmanna 2002-2003
2002110025
Erindi dags. 30. október 2002 frá Nýsköpunarsjóði námsmanna varðandi starfsemi sjóðsins sumarið 2002 og umsókn um áframhaldandi styrk.
Ársskýrsla og endurskoðaðir reikningar sjóðsins fyrir árið 2001-2002 lögð fram til kynningar.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2003.


13 Íbúaþing - frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 15. mál
2002110029
Erindi dags. 6. nóvember 2002 frá félagsmálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 15. mál, íbúaþing.
Bæjarráð tekur undir þau megin sjónarmið sem sett eru fram í frumvarpinu. Bæjarráð álítur hins vegar æskilegt að breytingar á sveitarstjórnarlögum séu gerðar á grunni samráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisvaldsins fremur en á forsendum ríkisins sbr. síðustu málsgr. 1. gr.


14 Gatnagerðargjöld - stjórnsýslukæra
2001050145
Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 21. október 2002 vegna stjórnsýslukæru Hagsmunafélags húseigenda og íbúa við Melateig á Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki efnislega athugasemd við umsögn Skipulagsstofnunar, en bendir á að fullyrðingin um að fyrirkomulag eins og er við Melateig sé ekki þekkt í þéttbýli annarsstaðar en á Akureyri sé ekki rétt. T.d. er þetta fyrirkomulag samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg ekki óþekkt þar.
Oktavía Jóhannesdóttir óskar bókað að hún situr hjá við afgreiðslu.15 Gistiheimilið Salka - gisti- og veitingaleyfi
2002110007
Erindi dags. 30. október 2002 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ragnheiðar Kristjánsdóttur Ogata, kt. 100731-3479, um leyfi til að endurnýja rekstrarleyfi gistiheimilisins Sölku að Skipagötu 1, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs gistiheimilis að Skipagötu 1 verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.
Bæjarstjórn 19. nóvember.

16 Við pollinn - Strandgata 49 - veitingaleyfi
2002110031
Erindi dags. 6. nóvember 2002 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Hauks Tryggvasonar, kt. 030855-7799, fyrir hönd Birtu ehf., kt. 520698-2059, um endurnýjun leyfis til að reka veitingahús/skemmtistað/krá að Strandgötu 49, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til að reka veitingahús/skemmtistað/krá að Strandgötu 49 verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.
Bæjarstjórn 19. nóvember.

17 Ali sport ehf. - Ráðhústorgi 7 - veitingaleyfi
2002110030
Erindi dags. 6. nóvember 2002 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sveins Rafnssonar, kt. 150761-3449, fyrir hönd Ali sport ehf., kt. 631002-2770, um leyfi til að reka veitingastofu að Ráðhústorgi 7, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að leyfi til að reka veitingastofu að Ráðhústorgi 7 verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.
Bæjarstjórn 19. nóvember.

18 Kærunefnd jafnréttismála
2002110027
Erindi dags. 5. nóvember 2002 frá Kærunefnd jafnréttismála þar sem óskað er gagna og upplýsinga varðandi kæru Soffíu Gísladóttur vegna ráðningar deildarstjóra íþrótta- og tómstundadeildar Akureyrarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að annast málið af hálfu Akureyrarbæjar.

Þegar hér var komið sögu mætti Halla Margrét Tryggvadóttir verkefnisstjóri og sat fundinn undir 19.- 22. lið.

19 Starfsreglur fyrir úthlutun viðbótarlána
2001040015
Farið yfir gildandi starfsreglur fyrir úthlutun viðbótarlána.


20 Innleystar félagslegar íbúðir - 2002
2002060090
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 02-36 verði breytt í leiguíbúð.
Bæjarstjórn 19. nóvember.

21 Sala félagslegra íbúða - 2002
2002070003
Lagt fram kauptilboð í Hjallalund 20 - 02-01
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.
Bæjarstjórn 19. nóvember.

22 Viðbótarlán - 2002
2002070004
Lögð fram umsókn um veitingu viðbótarláns.
Bæjarráð samþykkir umsókn nr. 02-153.
Umsókn nr. 02-151 sem bæjarráð frestaði afgreiðslu á 31. október sl. hefur verið dregin til baka.

Bæjarstjórn 19. nóvember.

23 Fjárhagskerfi - endurnýjun
2002110016
Lögð fram tillaga frá fjármálasviði og þjónustusviði um endurnýjun fjárhagskerfa Akureyrarbæjar.
Bæjarráð vísar tillögunni til gerðar fjárhagsáætlunar.


24 Bæjarsjóður Akureyrar og stofnanir - yfirlit um rekstur 2002
2002070034
Lagt fram yfirlit um rekstur Bæjarsjóðs Akureyrar og stofnana janúar - september 2002.


25 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2003
2002050068
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2003.
Fundi slitið.