Bæjarráð

3391. fundur 10. október 2002

2899. fundur
10.10.2002 kl. 09:00 - 11:35
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Könnun á launum æðstu stjórnenda hjá Akureyrarbæ
2002060078
Tekin fyrir tillaga Valgerðar H. Bjarnadóttur ásamt 3. undirlið 6. liðar fundargerðar bæjarráðs dags. 12. september 2002 sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs á fundi sínum 17. september sl.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum gegn 1 að ekki sé að svo stöddu tilefni til að ráðast í allsherjarkönnun á launum allra starfsmanna Akureyrarbæjar heldur verði unnið samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar frá 17. september sl.
Ákvörðun um könnun til að meta áhrif m.a. af nýju starfsmati verði tekin síðar.

Samþykkt í bæjarstjórn 22. október 2002

2 Vetraríþróttamiðstöð Íslands - fundargerð dags. 26. ágúst 2002
2002020065
Fundargerðin er í 5 liðum og er lögð fram til kynningar.3 Kárahnjúkavirkjun - fjárhagslegur undirbúningur
2002090035
Erindi dags. 10. september 2002 frá Landsvirkjun, ósk um að eigendur skipi fulltrúa til að kynna sér fjárhagslegan undirbúning Kárahnjúkavirkjunar.
Bæjarráð fer þess á leit við Arnar Árnason, löggiltan endurskoðanda að hann taki verkefnið að sér fyrir hönd Akureyrarbæjar.
Samþykkt í bæjarstjórn 22. október 2002

4 Naust III - geymsluhús - gatnagerðargjald
2002090080
Erindi dags. 26. september 2002 frá Minjasafninu á Akureyri varðandi niðurfellingu á gatnagerðargjaldi vegna geymsluhúss á Naustum III.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
Samþykkt í bæjarstjórn 22. október 2002

5 Nýja bíó - aðgengi fatlaðra
2002100003
Erindi dags. 30. september 2002 frá Bergi Þorra Benjamínssyni varðandi aðgengismál við Nýja bíó (Sambíóin) á Akureyri.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisráðs til afgreiðslu.


6 Helgamagrastræti 10 - grenndarkynning vegna viðbyggingar
2002100016
Erindi dags. 3. október 2002 frá skipulags- og byggingafulltrúa varðandi grenndarkynningu vegna þegar byggðrar viðbyggingar við Helgamagrastræti 10, Akureyri.
Erindið gefur ekki tilefni til athugasemda af hálfu Akureyrarbæjar.


7 Golfskálinn Jaðri - veitingaleyfi
2002090077
Erindi dags 25. september 2002 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kolbeins Sigurbjörnssonar, kt. 241246-2569 fyrir hönd Golfklúbbs Akureyrar,
kt. 580169-7169 um leyfi til að reka félagsheimili og veitingastofu að Jaðri, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til að reka félagsheimili og veitingastofu að Jaðri, Akureyri verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.
Samþykkt í bæjarstjórn 22. október 2002

8 Café Rós ehf., Hafnarstæti 26 - veitingaleyfi
2002100008
Erindi dags 30. september 2002 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Erlu Völu Elísdóttur, kt. 260471-3929 fyrir hönd Café Rós ehf., kt. 640902-2560 um leyfi til að reka veitingastofu að Hafnarstræti 26, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til að reka veitingastofu að Hafnarstræti 26, Akureyri verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.
Samþykkt í bæjarstjórn 22. október 2002

9 Veitingaverslun/veisluþjónusta, Glerárgötu 36 - veitingaleyfi
2002100009
Erindi dags 30. september 2002 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Guðmundar J. Baldurssonar, kt. 180358-5609 um leyfi til að reka veitingaverslun/veisluþjónustu að Glerárgötu 36, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til að reka veitingaverslun/veisluþjónustu að Glerárgötu 36, Akureyri verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.
Samþykkt í bæjarstjórn 22. október 2002

10 Kjuðinn ehf., Strandgötu 49 - veitingaleyfi
2002100024
Erindi dags. 7. október 2002 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Trausta Snæs Friðrikssonar, kt. 010176-4849 fyrir hönd Kjuðans ehf., kt. 421002-3040 um leyfi til að reka veitingastofu að Strandgötu 49, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að leyfi til að reka veitingastofu að Strandgötu 49, Akureyri verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.
Samþykkt í bæjarstjórn 22. október 2002

11 Lækjargata 11 - húseign boðin til kaups
2002090069
Erindi dags. 20. september 2002 frá eigendum húseignarinnar Lækjargötu 11 þar sem þeir bjóða Akureyrarbæ húseignina og hluta lóðar til kaups.
Götustæði Lækjargötu afmarkast af gildandi skipulagi á svæðinu og er endurbygging götunnar unnin í samræmi við það. Ekki er því ástæða til kaupa á eigninni af skipulagsástæðum og getur bæjarráð því ekki orðið við erindinu.


12 Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar
2002100026
6. liður í fundargerð stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar dags. 23. september sl.
Lagt fram til kynningar.


13 Áminningar til handhafa vínveitingaleyfa
2002090071
Lagt fram minnisblað frá bæjarlögmanni.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að veita handhöfum vínveitingaleyfis skriflega áminningu ef hann eða þeir sem hann fær til að stjórna rekstrinum verða uppvísir að vanrækslu á skyldum sem á þeim hvíla eða ef þeir uppfylla ekki skilyrði sem um reksturinn gilda.
Samþykkt í bæjarstjórn 22. október 2002


Þegar hér var komið vék Þórarinn B. Jónsson af fundi.

14 Skipulagsskrá Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands
2002080023
Erindi dags. 3. október 2002 frá Þórarni Stefánssyni varðandi nýja skipulagsskrá Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Jafnframt lögð fram greinargerð frá hljómsveitarráði Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands varðandi nýja skipulagsskrá dags. 8. október 2002.
Lagt fram til kynningar.


15 Bifreiðastæðasjóður - framkvæmdir 2002
2002100028
Lögð fram tillaga frá sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs varðandi framkvæmdir á vegum Bifreiðastæðasjóðs árið 2002. Um er að ræða þrjú svæði: við Hafnarstræti 88b, norðan Strandgötu 7 og við spennistöð við Urðargil. Áætlaður heildarkostnaður við gerð bifreiðastæðanna er kr. 5.000.000.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
Samþykkt í bæjarstjórn 22. október 2002


Þegar hér var komið mætti Halla Margrét Tryggvadóttir til fundar undir liðum 16.- 21.

16 Heimild til ráðstöfunar viðbótarlána 2003
2002090055
Lagt fram minnisblað vegna umsóknar um heimild til veitingar viðbótarlána 2003.
Bæjarráð staðfestir umsókn um heimild til veitingar viðbótarlána á árinu 2003 að heildarupphæð 220 millj. kr.
Samþykkt í bæjarstjórn 22. október 2002

17 Lánveitingar til leiguíbúða 2003
2002090054
Lagt fram minnisblað vegna umsóknar um lánveitingar til leiguíbúða 2003.
Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi tillögu.
Samþykkt í bæjarstjórn 22. október 2002

18 Langamýri 13 - 15
2002100005
Lögð fram tillaga að sölu tveggja leiguíbúða í eigu Akureyrarbæjar.
Bæjarráð samþykkir að íbúðirnar verði seldar á frjálsum markaði.
Samþykkt í bæjarstjórn 22. október 2002

19 Sala félagslegra íbúða - 2002
2002070003
Lagt fram kauptilboð í Snægil 15 - 201, Akureyri.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.
Samþykkt í bæjarstjórn 22. október 2002

20 Innleystar félagslegar íbúðir - 2002
2002060090
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystra félagslegra íbúða.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 02-031 verði breytt í leiguíbúð með yfirtöku áhvílandi lána á 2,4% vöxtum og íbúð nr. 02-032 verði seld á frjálsum markaði.
Samþykkt í bæjarstjórn 22. október 2002


Þegar hér var komið mætti Þórarinn B. Jónsson aftur til fundarins.

21 Viðbótarlán - 2002
2002070004
Umsóknir um veitingu viðbótarlána, lagðar fram á fundinum.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 02-131, 02-132, 02-133 og 02-138, en hafnar umsóknum nr. 02-134, 02-140 og frestar afgreiðslu á umsókn nr. 02-144 og óskar eftir frekari rökstuðningi.
Samþykkt í bæjarstjórn 22. október 2002

22 Akureyri - Vágur í Færeyjum
2001110049
Sagt var frá heimsókn fulltrúa Akureyrarbæjar til Vágs.
Lögð fram yfirlýsing um fyrirhuguð vinabæjarsamskipti Akureyrar og Vágs í Færeyjum sem undirrituð var í Vági 3. október sl.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með samkomulagið.


23 Önnur mál
Breyting á fundartíma bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir að næsti fundur bæjarstjórnar, sem vera átti 15. október nk., verði færður til þriðjudagsins 22. október nk. kl. 16.00.


Fundi slitið.