Bæjarráð

3351. fundur 19. september 2002

2898. fundur
19.09.2002 kl. 09:00 - 10:05
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 9. september 2002
2002020093
Fundargerðin er í 10 liðum og er lögð fram til kynningar.


2 Hafnasamlag Norðurlands - fundargerð dags. 11. september 2002
2002020034
Fundargerðin er í 7 liðum og er lögð fram til kynningar.


3 Globodent BV - hluthafafundur
2000050067
Erindi dags. 12. september 2002 frá Globodent BV þar sem boðað er til hluthafafundar föstudaginn 27. september nk.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


4 Félag eldri borgara - ósk um stuðning við félagið
2002040044
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra félagssviðs varðandi stuðning sveitarfélaga við félög eldri borgara víða um land.
Bæjarráð felur sviðsstjóra félagssviðs og formanni bæjarráðs að halda áfram viðræðum við forsvarsmenn félagsins á grundvelli minnisblaðsins.


5 Hótelveitingar ehf. - Hótel að Hafnarstræti 83-89
2002090049
Erindi dags. 12. ágúst (móttekið 16. september) 2002 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Páls Lárusar Sigurjónssonar kt: 141061-5779 fyrir hönd Hótelveitinga ehf., kt: 601299-7049 um leyfi til að reka hótel að Hafnarstræti 83-89, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til að reka hótel að Hafnarstræti 83-89 verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


6 Lóðaleiga FSA
2002080053
Bæjarlögmaður lagði fram minnisblað og gerði grein fyrir málinu.
Bæjarlögmanni falin áframhaldandi vinna í málinu.


7 Viðbótarlán - 2002
2002070004
Lagðar fram umsóknir um veitingu viðbótarlána.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 02-128 og nr. 02-130.
Samþykkt í bæjarstjórn 8.10.2002

8 Innleystar félagslegar íbúðir - 2002
2002060090
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar nr. 02-030.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 02-030 verði seld á frjálsum markaði.
Samþykkt í bæjarstjórn 8.10.2002

 

Fundi slitið.