1 Umhverfisráð - fundargerð dags. 31. júlí 2002
Fundargerðin er í 63. liðum.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
Bæjarfulltrúi Oktavía Jóhannesdóttir óskar bókað að hún tekur undir bókanir Jóns Inga Cæsarssonar við 5., 8. og 15. lið.
2 Umsókn um lán af endurlánsfé
2002010050
Lagt fram tilboð frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 26. júlí 2002 vegna lántöku.
Fyrir lá mat fjármálastjóra á hagkvæmni lántökunnar. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lánasjóðsins um 75 milljóna króna lán. Lántaka þessi er hluti áætlaðrar heildarlántöku bæjarsjóðs Akureyrar á árinu 2002 og verður lánsfjárhæðin nýtt til fjármögnunar framkvæmda í samræmi við skilmála sjóðsins.
3 Nýbyggingar við Gróðrarstöðina í Kjarna - byggingar- og gatnagerðargjöld
2002080003
Erindi dags. 26. júlí 2002 þar sem Skógræktarfélag Eyjafjarðar fer þess á leit, með vísan til 8. gr. 3. liðar reglugerðar um gatnagerðargjöld á Akureyri, að byggingar- og gatnagerðargjöld af nýbyggingum við Gróðrarstöðina í Kjarna, verði sambærileg og hjá samkeppnisaðilum þeirra í öðrum sveitarfélögum.
Bæjarráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að ræða við fulltrúa Skógræktarfélags Eyjafjarðar um byggingar- og gatnagerðargjöld.
4 Stöð 1 - útsendingar á Akureyri
2002070073
Erindi dags. 29. júlí 2002 frá Stöð 1 hf. þar sem farið er þess á leit að Akureyrarbær komi að fjármögnun vegna loftneta og sendiaðstöðu á Akureyri.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
5 Áheyrnarfulltrúi í bæjarráði
2002070030
Formaður bæjarráðs lagði fram tillögu varðandi laun/þóknun áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Akureyrar.
Bæjarráð samþykkir að á yfirstandandi kjörtímabili verði laun áheyrnarfulltrúa í bæjarráði þau sömu og kjörinna fulltrúa í ráðið.
6 Innleystar félagslegar íbúðir - 2002
2002060090
Tillaga að ráðstöfun innleystra félagslegra íbúða nr. 02-021, 02-022, 02-023 og 02-024.
Bæjarráð samþykkir að selja íbúðir nr. 02-021, 02-023 og 02-024 á frjálsum markaði og að breyta íbúð nr. 02-022 í leiguíbúð.
7 Viðbótarlán - 2002
2002070004
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 02-103 og 02-104, en synjar umsóknum nr. 02-099 og 02-107 vegna tekna.
8 Staða viðbótarlána
2002070004
Staða viðbótarlána kynnt.
Fram var lagt yfirlit frá fjármálastjóra um veitingu viðbótarlána til húsnæðiskaupa á árinu 2002. Samþykkt hefur verið 81 ný lánsumsókn vegna viðbótarlána fyrstu sjö mánuði ársins að upphæð 143.000.000 sem nemur um 62% af heimildum ársins. Auk þess hafa verið samþykktar 23 yfirtökur á eldri lánum.
9 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2003
2002050068
Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu að fjárhagsramma fyrir rekstur bæjarsjóðs og fyrirtækja hans á árinu 2003. Fjárhagsrammarnir taka mið af gildandi þriggja ára áætlun bæjarsjóðs, umsömdum launahækkunum og 3,2% verðlagsbreytingum:
 |
Málaflokkur |
Upph. í þús.kr.
|
Hækkun milli ára
|
00 |
Skatttekjur |
-3.750.582
|
5,217%
|
02 |
Félagsþjónusta |
382.072
|
13,510%
|
03 |
Heilbrigðismál |
22.443
|
121,789%
|
04 |
Fræðslu- og uppeldismál |
2.055.473
|
8,741%
|
05 |
Menningarmál |
211.879
|
5,089%
|
06 |
Íþr.- og tómstundamál |
463.756
|
15,153%
|
07 |
Brunamál og almannav. |
74.370
|
2,873%
|
08 |
Hreinlætismál |
70.494
|
4,663%
|
09 |
Skipulags- og byggingamál |
78.590
|
5,801%
|
10 |
Götur, umferðar- og samg.m. |
101.310
|
5,703%
|
11 |
Umhverfismál |
81.400
|
3,155%
|
13 |
Atvinnumál |
34,468
|
24,780%
|
20 |
Framlög til fyrirtækja |
133.961
|
3,200%
|
21 |
Sameiginlegur kostnaður |
247.628
|
6,143%
|
28 |
Fjárm.tekjur og fjárm.gjöld |
-263.184
|
3,200%
|
 |
Samtals bæjarsjóður |
3.694.659
|
9,774%
|
 |
Fyrirtæki bæjarsjóðs |
Upph. í þús.kr.
|
Hækkun milli ára
|
31 |
Fasteignir Akureyrar |
37.887
|
2,977%
|
33 |
Framkvæmdasj. Akureyrar |
-4.545
|
10,362%
|
35 |
Eignasjóður gatna ofl. |
1.078
|
-68,696%
|
51 |
Bifreiðastæðasjóður |
-8,296
|
3,280%
|
57 |
Félagslegar íbúðir |
30.385
|
3,183%
|
73 |
Fráveita Akureyrarbæjar |
-15.127
|
3,200%
|
77 |
Dvalarheimili aldraðra |
2.261
|
3.732,719%
|
79 |
Strætisvagnar Akureyrar |
2.173
|
-0,129%
|
 |
Samtals rekstur fyrirtækja |
45.818
|
1,566%
|
Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur nefndum, stjórnum og ráðum að hefja vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003 á grundvelli hennar. Bæjarfulltrúi Oktavía Jóhannesdóttir sat hjá við afgreiðsluna.
10 Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2002
2002070034
Lagt fram yfirlit um rekstur Bæjarsjóðs Akureyrar janúar - júní 2002.
|