Bæjarráð

3261. fundur 08. ágúst 2002

 

2893. fundur
08.08.2002 kl. 09:00 - 10:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Þóra Ákadóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Jón Erlendsson, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Sigrún Birna Sigtryggsdóttir, fundarritari
1 Umhverfisráð - fundargerð dags. 31. júlí 2002
Fundargerðin er í 63. liðum.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
Bæjarfulltrúi Oktavía Jóhannesdóttir óskar bókað að hún tekur undir bókanir Jóns Inga Cæsarssonar við 5., 8. og 15. lið.2 Umsókn um lán af endurlánsfé
2002010050
Lagt fram tilboð frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 26. júlí 2002 vegna lántöku.
Fyrir lá mat fjármálastjóra á hagkvæmni lántökunnar. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lánasjóðsins um 75 milljóna króna lán. Lántaka þessi er hluti áætlaðrar heildarlántöku bæjarsjóðs Akureyrar á árinu 2002 og verður lánsfjárhæðin nýtt til fjármögnunar framkvæmda í samræmi við skilmála sjóðsins.


3 Nýbyggingar við Gróðrarstöðina í Kjarna - byggingar- og gatnagerðargjöld
2002080003
Erindi dags. 26. júlí 2002 þar sem Skógræktarfélag Eyjafjarðar fer þess á leit, með vísan til 8. gr. 3. liðar reglugerðar um gatnagerðargjöld á Akureyri, að byggingar- og gatnagerðargjöld af nýbyggingum við Gróðrarstöðina í Kjarna, verði sambærileg og hjá samkeppnisaðilum þeirra í öðrum sveitarfélögum.
Bæjarráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að ræða við fulltrúa Skógræktarfélags Eyjafjarðar um byggingar- og gatnagerðargjöld.


4 Stöð 1 - útsendingar á Akureyri
2002070073
Erindi dags. 29. júlí 2002 frá Stöð 1 hf. þar sem farið er þess á leit að Akureyrarbær komi að fjármögnun vegna loftneta og sendiaðstöðu á Akureyri.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


5 Áheyrnarfulltrúi í bæjarráði
2002070030
Formaður bæjarráðs lagði fram tillögu varðandi laun/þóknun áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Akureyrar.
Bæjarráð samþykkir að á yfirstandandi kjörtímabili verði laun áheyrnarfulltrúa í bæjarráði þau sömu og kjörinna fulltrúa í ráðið.


6 Innleystar félagslegar íbúðir - 2002
2002060090
Tillaga að ráðstöfun innleystra félagslegra íbúða nr. 02-021, 02-022, 02-023 og 02-024.
Bæjarráð samþykkir að selja íbúðir nr. 02-021, 02-023 og 02-024 á frjálsum markaði og að breyta íbúð nr. 02-022 í leiguíbúð.


7 Viðbótarlán - 2002
2002070004
Lagðar fram umsóknir um viðbótarlán.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 02-103 og 02-104, en synjar umsóknum nr. 02-099 og 02-107 vegna tekna.


8 Staða viðbótarlána
2002070004
Staða viðbótarlána kynnt.
Fram var lagt yfirlit frá fjármálastjóra um veitingu viðbótarlána til húsnæðiskaupa á árinu 2002. Samþykkt hefur verið 81 ný lánsumsókn vegna viðbótarlána fyrstu sjö mánuði ársins að upphæð 143.000.000 sem nemur um 62% af heimildum ársins. Auk þess hafa verið samþykktar 23 yfirtökur á eldri lánum.


9 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2003
2002050068
Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu að fjárhagsramma fyrir rekstur bæjarsjóðs og fyrirtækja hans á árinu 2003. Fjárhagsrammarnir taka mið af gildandi þriggja ára áætlun bæjarsjóðs, umsömdum launahækkunum og 3,2% verðlagsbreytingum:


 

Málaflokkur

Upph. í þús.kr.

Hækkun milli ára

00 Skatttekjur

-3.750.582

5,217%

02 Félagsþjónusta

382.072

13,510%

03 Heilbrigðismál

22.443

121,789%

04 Fræðslu- og uppeldismál

2.055.473

8,741%

05 Menningarmál

211.879

5,089%

06 Íþr.- og tómstundamál

463.756

15,153%

07 Brunamál og almannav.

74.370

2,873%

08 Hreinlætismál

70.494

4,663%

09 Skipulags- og byggingamál

78.590

5,801%

10 Götur, umferðar- og samg.m.

101.310

5,703%

11 Umhverfismál

81.400

3,155%

13 Atvinnumál

34,468

24,780%

20 Framlög til fyrirtækja

133.961

3,200%

21 Sameiginlegur kostnaður

247.628

6,143%

28 Fjárm.tekjur og fjárm.gjöld

-263.184

3,200%

Samtals bæjarsjóður

3.694.659

9,774%


Fyrirtæki bæjarsjóðs

Upph. í þús.kr.

Hækkun milli ára

31 Fasteignir Akureyrar

37.887

2,977%

33 Framkvæmdasj. Akureyrar

-4.545

10,362%

35 Eignasjóður gatna ofl.

1.078

-68,696%

51 Bifreiðastæðasjóður

-8,296

3,280%

57 Félagslegar íbúðir

30.385

3,183%

73 Fráveita Akureyrarbæjar

-15.127

3,200%

77 Dvalarheimili aldraðra

2.261

3.732,719%

79 Strætisvagnar Akureyrar

2.173

-0,129%

Samtals rekstur fyrirtækja

45.818

1,566%


Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur nefndum, stjórnum og ráðum að hefja vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003 á grundvelli hennar. Bæjarfulltrúi Oktavía Jóhannesdóttir sat hjá við afgreiðsluna.10 Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2002
2002070034
Lagt fram yfirlit um rekstur Bæjarsjóðs Akureyrar janúar - júní 2002.

Fundi slitið.