Bæjarráð

3182. fundur 11. júlí 2002

2890. fundur
11.07.2002 kl. 09:00 - 11:17
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir, áheyrnarfulltrúi
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
Aðal- og varafulltrúi L-lista boðuðu forföll.
1 Umhverfisráð - fundargerðir dags. 28. júní og 3. júlí 2002
Fundargerðin frá 28. júní er í 2 liðum og fundargerðin frá 3. júlí er í 93 liðum.
Fundargerðin frá 28. júní gefur ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 3. júlí var afgreidd á eftirfarandi hátt:
1. og 2. liður gefa ekki tilefni til ályktunar.
Bæjarráð samþykkir 3.- 93. lið fundargerðarinnar.2 Kjaranefnd STAK og Akureyrarbæjar - fundargerð dags. 2. júlí 2002
Fundargerðin er í 3 liðum.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.


3 Atvinnumálanefnd - fundargerð dags. 4. júlí 2002
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


4 Framkvæmdaráð - fundargerð dags. 5. júlí 2002
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


5 Strýta - þjónustuhús í Hlíðarfjalli
2000010068
Erindi dags. í júní 2002 frá byggingarnefnd Strýtu varðandi skuld á byggingarreikningi vegna þjónustuhúss í Hlíðarfjalli.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að ganga til samninga við Skíðaráð Akureyrar og Landsbanka Íslands um skuldaskil.


6 Brekkugata 27a - veitinga- og gistileyfi
2002070032
Erindi dags. 5. júlí 2002 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Fjólu Friðriksdóttur, kt. 280151-4089 um leyfi til að reka veitingastofu og gistiskála að Brekkugötu 27a, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs veitingastofu og gistiskála verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


7 Eignarhaldsfélagið Rangárvellir - tilnefning í stjórn
2002070037
Tilnefning eins fulltrúa og varafulltrúa í stjórn Eignarhaldsfélagsins Rangárvalla í samræmi við samþykktir félagsins.
Bæjarráð tilnefnir Pál Tómasson sem fulltrúa sinn í stjórn Eignarhaldsfélagsins Rangárvalla og Baldvin Valdemarsson sem varamann.


8 Starf í starfsmannadeild
2001080060
Ósk um fjárveitingu vegna aukins stöðuhlutfalls (25%) í starfsmannadeild. Sviðsstjóri þjónustusviðs lagði fram minnisblað um málið.
Bæjarráð samþykkir aukningu stöðuhlutfalls og vísar fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


9 Reglur um vanhæfi sveitarstjórnarmanna
2002070011
Samkvæmt beiðni frá bæjarráðsmönnum eru lagðar fram reglur sem gilda um vanhæfi sveitarstjórnarmanna.
Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að kynna sér vel framlögð gögn og leita ráða hjá bæjarlögmanni telji þeir vafa leika á um stöðu sína við umfjöllun einstakra mála.


10 Gatnagerðargjöld
2002040042
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 3. apríl 2002 frá Páli Alfreðssyni varðandi álagningu gatnagerðargjalda.
Bæjarráð hafnar erindinu með tilvísan til 61. liðar í fundargerð umhverfisráðs dags. 3. júlí sl., þar sem fram kemur að um eina óskipta lóð er að ræða.
Vegna erindis Páls Alfreðssonar vann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs greinargerð um álagningu gatnagerðargjalda, sem kynnt var bæjarráði á fundi 4. júlí sl.
Bæjarráð vísar greinargerðinni til umhverfisráðs vegna hugsanlegra breytinga á reglum um úthlutun lóða og/eða endurskoðun gjaldskrár um gatnagerðargjöld.
Samþykkt með 3 atkvæðum gegn mótatkvæði Oktavíu Jóhannesdóttur sem óskar eftirfarandi bókunar:
"Undirrituð telur skynsamlegt að koma að einhverju marki til móts við óskir Páls Alfreðssonar er varða aðkomu Akureyrarbæjar að gatnagerð innan lóðar viðkomandi við Furulund. Mögulegt er í því sambandi að skipta lóðinni upp þannig að um fleiri lóðir innan sama svæðis verði að ræða.
Í framhaldinu er nauðsynlegt að endurskoða reglur um lóðaúthlutun og gatnagerðargjöld."11 Starfsreglur fyrir úthlutun viðbótarlána
2001040015
Lagðar fram tillögur um breytingar á starfsreglum um viðbótarlán.
Bæjarráð samþykkir framkomnar tillögur að endurskoðuðum reglum um úthlutun viðbótarlána.


12 Viðbótarlán - 2002
2002070004
Umsóknir um veitingu viðbótarlána.
Bæjarráð synjar umsókn nr. 02-086 um undanþágu frá reglum um viðbótarlán, en samþykkir umsókn nr. 02-087.


13 Bæjarsjóður Akureyrar og stofnanir - yfirlit um rekstur 2002
2002070034
Lagt fram yfirlit um rekstur Bæjarsjóðs Akureyrar og stofnana janúar - maí 2002.


14 Önnur mál
Fyrirspurn frá Oktavíu Jóhannesdóttur um götugögn í göngugötu sem fyrirhugað var að kæmu upp í sumarbyrjun. Jafnframt álítur hún nauðsynlegt að vekja athygli á hámarkshraða ökutækja í vistgötunni og jafnframt á rétti gangandi vegfarenda.
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs upplýsti að dráttur hefði orðið á afhendingu götugagna, en von væri á uppsetningu innan tíðar.Fundi slitið.