Bæjarráð

3168. fundur 04. júlí 2002

2889. fundur
04.07.2002 kl. 09:00 - 11:52
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir

Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir

Valgerður H. Bjarnadóttir, áheyrnarfulltrúi
Heiða Karlsdóttir, fundarritari

1 Félagsmálaráð - fundargerðir dags. 25. júní og 1. júlí 2002
Fundargerðin frá 25. júní er í 15 liðum.
Fundargerðin frá 1. júlí er í 7 liðum.
Fundargerðin frá 25. júní var afgreidd á eftirfarandi hátt:
6. liður: Málefni fatlaðra í Dalvíkurbyggð, Ólafsfirði og Hrísey. Lagður fram samningur sem bæjarráð frestaði afgreiðslu á 15. nóvember 2001.
Bæjarráð staðfestir samninginn.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 1. júlí gefur ekki tilefni til ályktunar.2 Skólanefnd - fundargerð dags. 24. júní 2002
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


3 Kjarasamninganefnd - fundargerð dags. 21. júní 2002
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


4 Kjaranefnd Einingar-Iðju og Akureyrarbæjar - fundargerð dags. 21. júní 2002
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


5 Stjórn Norðurorku - fundargerð dags. 28. júní 2002
Fundargerðin er í 7 liðum.
4. liður: Gjaldskrárhækkun.
Bæjarráð staðfestir samþykkt stjórnar Norðurorku.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.


Þegar hér var komið mætti bæjarstjóri til fundarins kl. 09.50.


6 Bráðatæknar - Paramedics - á Akureyri
2002050017
2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 21. júní 2002, sem bæjarráð frestaði afgreiðslu á
27. júní sl. Lagt fram minnisblað dags. 1. júlí 2002 frá formanni bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir bókun framkvæmdaráðs og vísar þeim hluta fjármögnunar sem til fellur á þessu ári til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2002. Áhersla er lögð á að einungis er tekin ákvörðun um menntun eins varðstjóra eins og bókun framkvæmdaráðs fjallar um.
Ákvarðanir um menntun fleiri varðstjóra á næstu árum, eins og hugmyndir slökkviliðsstjóra gera ráð fyrir, verða teknar í ljósi reynslunnar svo og þróunar á menntunarmöguleikum sjúkraflutningamanna í landinu.7 Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 25.- 27. september 2002
2002060106
Erindi dags. 19. júní 2002 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til XVII landsþings sambandsins á Akureyri dagana 25.- 27. september 2002.
Bæjarráð vísar kosningu fimm aðalfulltrúa og fimm varafulltrúa til afgreiðslu bæjarstjórnar.


8 Endurskoðun á reglugerð um stæðiskort fyrir hreyfihamlaða
2001060011
Erindi dags. 27. júní 2002 frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti þar sem óskað er umsagnar Akureyrarbæjar um endurskoðun á reglugerð um stæðiskort fyrir hreyfihamlaða nr. 369/2000.
Bæjarráð ítrekar fyrri afstöðu sína, þar sem fram kemur að það lýsir sig samþykkt reglugerðarbreytingunni.


9 Grand ehf. - Sjallinn - veitingaleyfi
2002070008
Erindi dags. 1. júlí 2002 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Þórhalls Arnórssonar, kt. 291155-5379 fyrir hönd Grand ehf. um leyfi til að reka veitingahús og skemmtistað að Geislagötu 14, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs veitingahúss og skemmtistaðar verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


10 Glerá II - gisti- og veitingaleyfi
2002070009
Erindi dags. 28. júní 2002 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Jónínu Dúadóttur, kt. 031057-3459 um leyfi til að reka veitingastofu og gistiskála að Glerá II, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs veitingastofu og gistiskála verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


11 Glerá 3
2002060088
Erindi dags. 21. júní 2002 frá fjármálaráðuneytinu varðandi lóð við Glerá 3 og hvort áhugi sé á því hjá Akureyrarbæ að kaupa lóðina.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


12 Brávellir
2002070010
Umsókn dags. 28. júní 2002 frá Hilmari Lútherssyni, kr. 190555-3099, þar sem óskað er eftir samþykki bæjarstjórnar Akureyrar fyrir fyrirhuguðum byggingaframkvæmdum að Brávöllum, Hörgárbyggð.
Bæjarráð heimilar fyrirhugaðar framkvæmdir fyrir sitt leyti og ítrekar ákvæði 2. tl. samnings aðila dags. 29. maí 2001 um kvaðir sem hvíla á lóðinni.


13 Greinargerð um gatnagerðargjöld
2002040042
Lögð fram kynningar greinargerð sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs um gatnagerðargjöld í samræmi við bókun bæjarráðs frá 11. apríl sl.14 Innleystar félagslegar íbúðir - 2002
2002060090
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystra félagslegra íbúða.
Bæjarráð samþykkir að selja íbúðir 02-027 og 02-028 á frjálsum markaði.


15 Sala félagslegra íbúða - 2002
2002070003
Lagt fram kauptilboð í Drekagili 28, íbúð 103, Akureyri.
Bæjarráð samþykkir tilboðið.


16 Viðbótarlán - 2002
2002070004
Lagðar fram umsóknir um veitingu viðbótarlána.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 02-081, 02-082 og 02-083.

Þegar hér var komið vék Þórarinn B. Jónsson af fundi kl. 11.10 og varamaður hans Kristján þór Júlíusson tók við.


17 Reglur um leyfi til vínveitinga
2002070012
Lögð fram núverandi lög og reglur Akureyrarbæjar um leyfi til vínveitinga ásamt yfirliti um stöðu áfengisveitingaleyfa.
Lagt fram til kynningar.


18 Globodent
2000050067
Fyrir var tekin að nýju beiðni Globodent B.V. um kaup Framkvæmdasjóðs Akureyrar á hlutafé í félaginu fyrir 20 millj. kr. Bæjarráð hefur áður fjallað um málið og bókað um það í trúnaðarbók. Fulltrúar fyrirtækisins mættu á fund ráðsins þann 20. júní sl. og kynntu stöðu mála. Fram höfðu verið lögð ýmis gögn og upplýsingar svo sem viðskiptaáætlanir, áreiðanleikakönnun, fjárfestingarsamningur og hluthafasamkomulag.
Bæjarstjóri hefur unnið að málinu og í því sambandi leitað ráðgjafar m.a. hjá verðbréfafyrirtækjum og fjárfestingarsjóðum.
Bæjarráð, sem fer með stjórn Framkvæmdasjóðs Akureyrar, samþykkir að sjóðurinn kaupi hlutafé í Globodent B.V. fyrir 20 milljónir ISK og felur bæjarstjóra að undirrita fjárfestingarsamning og hluthafasamkomulag vegna kaupanna.
Samþykkt þessi er þó bundin því skilyrði að í hluthafasamkomulaginu skuldbindi aðrir hluthafar eða Globodent B.V. sig til að kaupa ofangreindan 20 millj. kr. hlut Framkvæmdasjóðs Akureyrar að viðbættum verðbótum (neysluverðsvísitölu) og 6% ársvöxtum frá innborgunardegi til kaupdags, ef í ljós kemur að 18 mánuðum liðnum frá innborgun hlutafjárins, að uppbygging á starfsemi fyrirtækisins hafi ekki hafist á Akureyri eins og gert er ráð fyrir í fjárfestingarsamningnum, að óljóst sé um framtíð hennar í bænum eða fyrir liggi að hún verði byggð upp annarsstaðar.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu.
Fundir slitið.