Bæjarráð

3196. fundur 18. júlí 2002

2891. fundur
18.07.2002 kl. 09:00 - 11:27
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Kristján Þór Júlíusson
Þórarinn B. Jónsson
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir, áheyrnarfulltrúi
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Framkvæmdaráð - fundargerð dags. 28. júní 2002
Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


2 Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - fundargerð dags. 28. júní 2002
Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


3 Íþrótta- og tómstundaráð - fundargerð dags. 9. júlí 2002
Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


4 Stjórn Norðurorku - fundargerð dags. 12. júlí 2002
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


5 Menningarmálanefnd - fundargerð dags. 12. júlí 2002
Fundargerðin er í 9 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


6 Námskeið fyrir nýkjörna sveitarstjórnarmenn
2002070042
Erindi dags. 9. júlí 2002 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi námskeið fyrir nýkjörna sveitarstjórnarmenn.
Lagt fram til kynningar.7 Kaffi Akureyri - opnunartími um Verslunarmannahelgina
2002070050
Erindi dags. 12. júlí 2002 frá Kristínu Hildi Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Kaffi Akureyri þar sem sótt er um lengingu á opnunartíma um Verslunarmannahelgina 2.- 4. ágúst 2002.
Ekki er unnt að verða við erindinu skv. gildandi reglum Akureyrarbæjar um leyfi til vínveitinga, en skv. þeim er veitingastöðum heimilt að hafa opið til kl. 04.00 þessa daga.


8 Menningarhús á Akureyri
1999110102
Sigurður J. Sigurðsson mætti á fund bæjarráðs og gerði grein fyrir stöðu mála.9 Tölvuvæðing bæjarfulltrúa
2002060077
Lagt fram minnisblað frá verkefnisstjóra tölvumála dags. 27. júní sl. varðandi tölvuvæðingu bæjarfulltrúa.
Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2003.


10 Skjaldarvík - beitarlönd
2002070052
Lögð fram tillaga frá sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs um að land í Skjaldarvík verði leigt Hestamannafélaginu Létti til beitar. Tillagan er fram komin vegna óska frá hestamönnum.
Í framhaldi umræðna felur bæjarráð sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs og framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar að taka saman greinargerð um málefni Skjaldarvíkur ásamt tillögum um ráðstöfun húseigna og lands.


11 Innleystar félagslegar íbúðir - 2002
2002060090
Tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.
Bæjarráð samþykkir að selja íbúð nr. 02-019 á frjálsum markaði.


12 Sala félagslegra íbúða - 2002
2002070003
Lögð fram kauptilboð í Melasíðu 3 - íbúðir 101 og 205 og Melasíðu 5b.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðin.


13 Viðbótarlán - 2002
2002070004
Umsóknir um veitingu viðbótarlána.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 02-088, 02-089 og 02-090, en synjar umsókn nr. 02-092 vegna hámarkskaupverðs og umsókn nr. 02-091 þar sem umsóknin uppfyllir ekki sett skilyrði um hámarkskaupverð og tíma sem líða þarf frá lánveitingu.Fundi slitið.