Bæjarráð

3110. fundur 20. júní 2002

2887. fundur
20.06.2002 kl. 09:00 - 11:52
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir, áheyrnarfulltrúi
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 10. júní 2002
2002020093
Fundargerðin er í 4 liðum og er lögð fram til kynningar.2 Eyþing - fundargerð dags. 5. júní 2002
2002020024
Fundargerðin er í 12 liðum og er lögð fram til kynningar.3 Aðalfundur Eyþings 2002
2002060056
Erindi dags. 13. júní 2002 frá Eyþingi þar sem boðað er til aðalfundar Eyþings dagana 30.
og 31. ágúst nk. í Mývatnssveit.4 Aðalfundur Hafnasamlags Norðurlands fyrir árið 2001 - fundargerð dags. 30. maí 2002
2002040064
Fundargerðin er í 6 liðum og er lögð fram til kynningar.5 Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf.
2002060051
Erindi dags. 12. júní 2002 frá Landskerfi bókasafna hf. þar sem boðað er til aðalfundar föstudaginn 28. júní nk. á Grand Hótel í Reykjavík kl. 14:00. Einnig lagður fram ársreikningur 2001.
Bæjarráð felur Karli Guðmundssyni sviðsstjóra félagssviðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


6 Veiðifélag Eyjafjarðarár - aðalfundur 2002
2002060070
Aðalfundur Veiðifélags Eyjafjarðarár verður haldinn í Sólgarði fimmtudagskvöldið 20. júní 2002
kl. 21:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


7 Akureyrarkirkja - fasteignagjöld
2002060041
Erindi dags. 11. júní 2002 frá Einari S. Bjarnasyni formanni sóknarnefndar Akureyrarkirkju varðandi fasteignagjöld á kirkju og safnaðarheimili.
Bæjarráð samþykkir að veita Akureyrarkirkju og Glerárkirkju árið 2002 styrk að fjárhæð kr. 600 þúsund hvorri kirkju. Kostnaður færist af málaflokki 21 á málaflokk 05. Vegna styrkveitinga ársins 2003 og síðar er sóknarnefndum bent á að sækja um styrk til starfsemi sinnar úr bæjarsjóði á sömu forsendum og aðrir aðilar.


8 Áfengisveitingaleyfi - Golfskálinn
2002060043
Með bréfi dags. 12. júní 2002 sækir Sigurður Pétur Hjaltason, kt. 150677-4919 um leyfi til áfengisveitinga í Golfskálanum að Jaðri, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til áfengisveitinga verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


9 Fundargerðir - verklagsreglur
2000100087
Lögð fram drög að verklagsreglum um fundarritun.
Bæjarráð staðfestir verklagsreglurnar.


10 Sumarstörf hjá Akureyrarbæ 2002
2002050063
Lagðar fram upplýsingar um fjölda umsækjenda um átaksverkefni.
Samtals bárust 92 umsóknir, auk 4 viðbótarstarfa sem samþykkt hafa verið.
Bæjarráð samþykkir að öllum umsækjendum, með lögheimili á Akureyri, verði boðið 6 vikna starf og vísar viðbótarkostnaði til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


11 Globodent
2000050067
Fulltrúar frá Globodent Egill Jónsson, Geir Guðmundsson, Sigurður Harðarson og Gísli Jónsson mættu á fund bæjarráðs og skýrðu stöðu mála.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu á grundvelli samþykktar bæjarráðs frá
7. febrúar 2002.12 Viðbótarlán
Fram var lögð umsókn nr. 02-074 um veitingu viðbótarláns.
Bæjarráð samþykkir lánveitinguna.


13 Ráðningarsamningur við bæjarstjóra
Formaður bæjarráðs kynnti ráðningarsamning við bæjarstjóra dags. 18. júní 2002.


14 Önnur mál
Oktavía Jóhannesdóttir spurðist fyrir um aðgerðir til fækkunar fugla við Akureyrarflugvöll.
Bæjarráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að kanna málið.

Fundi slitið.