Bæjarráð

3107. fundur 13. júní 2002

 

2886. fundur
13.06.2002 kl. 09:00 - 11:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/AkureyriNefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson formaður
Þórarinn B. Jónsson
Þóra Ákadóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Ármann Jóhannesson
Brynja Björk Pálsdóttir, fundarritariBæjarstjórn hefir á fundi sínum 11. júní sl. kosið aðal- og varamenn í bæjarráð til eins árs:

Aðalmenn: Varamenn:
Jakob Björnsson, formaður Gerður Jónsdóttir
Þórarinn B. Jónsson, varaformaður Þóra Ákadóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir Kristján Þór Júlíusson
Oddur Helgi Halldórsson Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir Hermann Tómasson

Áheyrnarfulltrúi í bæjarráði frá U-lista er Valgerður H. Bjarnadóttir og varaáheyrnarfulltrúi er Jón Erlendsson.

Í upphafi fundar bauð formaður nýtt bæjarráð velkomið til starfa.
Fundartími bæjarráðs var ákveðinn á fimmtudögum kl. 09:00.

1 Tímaúthlutun til sérkennslu 2002-2003
2002040024
6. liður í fundargerð skólanefndar dags. 6. maí 2002.
Bæjarráð samþykkir beiðni skólanefndar um aukafjárveitingu að upphæð kr. 3.125.000 á þessu ári og vísar fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar ársins.


2 Fræðslunefnd - fundargerð
Fundargerð fræðslunefndar dags. 22. maí 2002. Fundargerðin er í 5 liðum og er lögð fram til kynningar.


3 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 22. maí 2002
2002020093
Fundargerðin er í 11 liðum og er ásamt fylgigögnum lögð fram til kynningar.


4 Héraðsnefnd Eyjafjarðar - fundarboð
2002060008
Erindi dags. 4. júní 2002 þar sem boðað er til fundar í Héraðsnefnd Eyjafjarðar 3. júlí 2002.


5 Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - fundargerðir
2002020022
Fundargerðir Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar bs. Fundargerð dags. 13. febrúar er í 7 liðum, fundargerð dags. 13. mars er í 6 liðum og fundargerð dags. 16. maí er í 6 liðum. Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.


6 Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - aðalfundur 2002
2002050080
Erindi dags. 22. maí 2002 frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar bs. þar sem boðað er til aðalfundar félagsins þann 19. júní nk. kl. 16:00 á Hótel KEA á Akureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


7 Skipulag við Krókeyri
2001050114
Erindi dags. 27. maí 2002 frá starfshópi um framtíð og skipulag Gróðrarstöðvarinnar og Krókeyrarsvæðisins varðandi skipulag við Krókeyri.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfisráðs.


8 Café Amour - Ráðhústorgi 9
2002050111
Erindi dags. 29. maí 2002 frá Sýslumanninnum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Inga Hafliða Guðjónssonar, kt. 190364-3649 fyrir hönd Rowena ehf., kt. 640502-3630 til að reka kaffihús og krá að Ráðhústorgi 9, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs kaffihúss og krár verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


9 Áfengisveitingaleyfi - Cafe Amour
2002050101
Erindi dags. 29. maí 2002 frá Æsu Hrólfsdóttur, kt. 190861-3339 þar sem hún sækir um áfengisveitingaleyfi fyrir veitinga- og skemmtistaðinn Cafe Amour, Ráðhústorgi 9, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til áfengisveitinga verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


10 Strandgata 11 - APOTEK GRILL BAR
2002060040
Erindi dags. 10. júní 2002 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Guðvarðar Gíslasonar, kt. 081153-3619 fyrir hönd G og G veitinga ehf., kt. 700493-2109, um leyfi til að reka veitingahús að Strandgötu 11, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs veitingahúss verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


11 Áfengisveitingaleyfi - APOTEK BAR GRILL
2002060023
Með bréfi dags. 4. júní 2002 sækir Guðvarður Gíslason, kt. 081153-3619 um áfengisveitingaleyfi fyrir veitingahúsið APOTEK BAR GRILL, Strandgötu 11, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til áfengisveitinga verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


12 Lotta ehf. - veitingahús Strandgötu 13, Akureyri
2002060027
Erindi dags. 7. júní 2002 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Davíðs Hjálmars Haraldssonar, kt. 110744-2269 fyrir hönd Lottu ehf., kt. 510202-3330 um leyfi til að reka veitingahús/veisluþjónustu/veitingaverslun að Strandgötu 13, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til rekstus veitingahúss/veisluþjónustu/veitinga-
verslunar verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.13 Hótelveitingar ehf. - Hótel að Geislagötu 7
2002060028
Erindi dags. 7. júní 2002 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Páls Lárusar Sigurjónssonar, kt. 141061-5779 fyrir hönd Hótelveitinga ehf., kt. 601299-7049 um leyfi til að reka hótel að Geislagötu 7, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs hótels verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


14 Lengdur opnunartími - einkadans
2002060014
Erindi dags. 28. maí 2002 frá Einari Gunnlaugssyni, kt. 260165-2919 varðandi einkadans og lengdan opnunartíma næturklúbbsins Venusar.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að svara bréfritara með vísan til samþykkta Akureyrarbæjar um þessi mál. Jafnframt er bæjarlögmanni falið að kanna opnunartíma næturklúbba í þeim sveitarfélögum, sem samþykkt hafa sambærilegar takmarkanir á starfsemi þeirra og bæjarstjórn Akureyrar.


15 Dómar í máli leikskólastjórnenda
2001030060
Dómar í máli er varðaði greiðslur launa í launuðu námsleyfi tveggja aðstoðarleikskólastjórnenda hjá Akureyrarbæ.
Bæjarlögmaður gerði grein fyrir niðurstöðu dómanna. Bæjarráð samþykkir að una niðurstöðunum.


16 Norrænt samstarf á tímamótum
2002060022
Erindi dags. 30. maí 2002 frá Norræna félaginu varðandi 50 ára afmæli Norðurlandaráðs, 80 ára afmæli Norræna félagsins og ráðstefnu sem haldin verður af þessu tilefni í Finnlandi 9.- 12. ágúst nk. um almennt gildi vinabæjasamstarfs.
Bæjarráð sendir bréfritara hamingjuóskir í tilefni hinna merku tímamóta en getur ekki orðið við erindinu.


17 Apótekarinn Hafnarstræti - breyttur opnunartími
2002060025
Erindi dags. 6. júní 2002 frá Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar um erindi Jónínu Freydísar Jóhannesdóttur varðandi breyttan opnunartíma í apótekinu Apótekarinn, Hafnarstræti 95, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðan afgreiðslutíma.


18 Urðargil - þátttaka í kostnaði vegna jarðvegsskipta
2002060026
Erindi dags. 10. júní 2002 frá Sigurði Jónasi Baldurssyni varðandi þátttöku Akureyrarbæjar í kostnaði vegna jarðvegsskipta á einbýlishúsalóðum.
Samkvæmt upplýsingum tæknideildar þá eru frávik frá viðmiðunartölum um jarðvegsdýpi á mæliblöðum umræddra lóða innan eðlilegra fráviksmarka. Bæjarráð hafnar því erindinu.


19 Viðbótarlán
Fyrir liggja 5 umsóknir um veitingu viðbótarlána nr. 02-065, 02-067, 02-069, 02-070 og 02-072.
Bæjarráð samþykkir tillögu starfsmanns húsnæðisdeildar.


20 Beiðni um nafnaskipti
Beiðni dags. 15. maí 2002 um nafnaskipti á félagslegri íbúð.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki Íbúðalánasjóðs.


21 Innleyst félagsleg íbúð
Tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar nr. 02-014.
Samþykkt að selja íbúð nr. 02-014 á frjálsum markaði.


22 Bæjarmálasamþykkt - breytingar á 57. grein
2002060032
Breytingar á 57. grein bæjarmálasamþykktar Akureyrarbæjar sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs á fundi sínum 11. júní sl.
Bæjarráð vísar breytingunum til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu.


23 Önnur mál
Tillaga frá Marsibil Fjólu Snæbjarnardóttur að kannaður verði kostnaður vegna tölvuvæðingar bæjarfulltrúa.

Fundi slitið.