Bæjarráð

3087. fundur 23. maí 2002
Bæjarráð - Fundargerð
2885. fundur
23.05.2002 kl. 09:00 - 10:40
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon, formaður
Þóra Ákadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari1 Endurskipulagning fólksflutninga á vegum Akureyrarbæjar
2002020122
1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 17. maí 2002.
Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmdaráðs.


2 Hafnasamlag Norðurlands - fundargerðir dags. 13. og 15. maí 2002
2002020034
Fundargerðin frá 13. maí er í 3 liðum og fundargerðin frá 15. maí í 6 liðum.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.


3 Tækifæri hf. - aðalfundur 2002
2002050062
Erindi dags. 15. maí 2002 þar sem boðað er til aðalfundar Tækifæris hf. miðvikudaginn 5. júní nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


4 Ólympíuleikarnir í eðlisfræði 2002 - styrkbeiðni
2002050056
Erindi dags. 15. maí 2002 frá Gunnari Þorgilssyni, Kristjáni Friðriki Alexanderssyni og Davíð Erni Benediktssyni þar sem þeir sækja um styrk vegna þátttöku á Ólympíuleikunum í eðlisfræði sem haldnir eru á Balí í Indónesíu.
Bæjarráð felur sviðsstjóra þjónustusviðs afgreiðslu málsins.


5 Styrkbeiðni - DjangoJazz 2002
2002030020
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 9. apríl 2002 frá starfshópi um DjangóJazz hátíð og námskeið þar sem óskað er eftir endurskoðun á afgreiðslu menningarmálanefndar varðandi styrkumsókn, sem bæjarráð frestaði afgreiðslu á 18. apríl sl.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 200.000. Fjárveiting verði flutt af gjaldlið 21 á gjaldlið 05.


6 Sumarbúðirnar að Hólavatni og Ástjörn - ósk um endurskoðun ákvörðunar
2002020014
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 9. apríl 2002 frá sumarbúðastjórum að Hólavatni og Ástjörn þar sem óskað er endurskoðunar á ákvörðun íþrótta- og tómstundaráðs varðandi styrkveitingar til sumarbúðanna, sem bæjarráð frestaði afgreiðslu á 18. apríl sl.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000 til hvors aðila. Fjárveiting færist af gjaldlið 21 yfir á gjaldlið 06.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að styrkja sumarstarf þjóðkirkjunnar að Vestmannsvatni um
kr. 150.000 sem færist af gjaldlið 21 á gjaldlið 02.7 Upplýsingamiðstöð ferðamanna
2002050069
Erindi dags. 21. maí 2002 frá Knúti Karlssyni, Upplýsingamiðstöð ferðamanna, varðandi fjárhagsstöðu miðstöðvarinnar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna og afla frekari upplýsinga um stöðu mála.


8 Sumarstörf hjá Akureyrarbæ 2002
2002050063
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra þjónustusviðs varðandi sumarstörf hjá Akureyrarbæ 2002.
Bæjarráð felur sviðsstjóra þjónustusviðs að láta gera könnun í byrjun júní á því hversu margir eru þá enn án atvinnu og hefja undirbúning að því að tryggja 17 ára og eldri með lögheimili á Akureyri
6 vikna vinnu í sumar. Niðurstaða könnunarinnar verði lögð fyrir bæjarráð og í framhaldi tekin ákvörðun um átaksverkefni í sumar.9 Lögreglusamþykkt fyrir Akureyri - endurskoðun
2001080005
Lögð fram drög að breytingum á Lögreglusamþykkt fyrir Akureyri varðandi einkadans og sýningar á nektarstöðum.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerð verði eftirfarandi breyting á lögreglusamþykkt fyrir Akureyri, við 29. gr. bætist ný mgr. sem yrði 5. mgr. 29. gr. svohljóðandi:
Á veitingastað með reglubundna skemmtistarfsemi þar sem heimilt er að sýna nektardans (næturklúbbar), er lagt bann við hverskonar einkasýningum og einkadansi. Dansatriði skulu einungis fara fram á einu afmörkuðu svæði í veitingasal þar sem tryggt er að fjarlægð milli dansara og áhorfenda sé a.m.k. 4 metrar. Dönsurum er óheimilt að fara um á meðal áhorfenda.10 Lánsumsóknir 2002 - Lánasjóður sveitarfélaga
2002010050
Erindi dags. 17. maí sl. frá Lánasjóði sveitarfélaga varðandi úthlutun lána árið 2002.
Bæjarráð samþykkir að taka umrætt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga.


11 Fjárhagsáætlunarferli á árinu 2002
2002050068
Sviðsstjóri fjármálasviðs lagði fram tillögu að tímaáætlun fyrir fjárhagsáætlunarferli á árinu 2002.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.12 Viðmiðunarreglur fyrir skólavistun
2002050010
12. liður úr fundargerð skólanefndar dags. 6. maí 2002 sem bæjarstjórn vísaði á fundi sínum 21. maí sl. til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir viðmiðunarreglurnar.


13 Leiðrétting á kjörskrá
2001060016
Erindi dags. 16. maí 2002 frá Rut Valgarðsdóttur, íslenskum námsmanni í Noregi þar sem hún óskar leiðréttingar, þ.e. að vera tekin inn á kjörskrá.
Bæjarráð samþykkir umbeðna leiðréttingu á kjörskrá.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að fela bæjarlögmanni afgreiðslu sambærilegra mála og gera leiðréttingu á kjörskrá.14 Skipun fulltrúa í viðræðunefnd
2000010041
Rætt um skipan fulltrúa Akureyrarbæjar í viðræðum við fulltrúa iðnaðar- og fjármálaráðuneyta um eignahlutföll í sameinuðu orkufyrirtæki aðila. Bæjarstjóri gerði tillögu um að Ásgeir Magnússon og Arnar Árnason endurskoðandi yrðu fulltrúar Akureyrarbæjar í þessum vinnuhópi.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Fundi slitið.