Bæjarráð

3080. fundur 16. maí 2002

Bæjarráð - Fundargerð
2884. fundur
16.05.2002 kl. 09:00 - 11:25
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Páll Tómasson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari1 Innritun í leikskóla vorið 2002
2002050005
1. liður í fundargerð skólanefndar dags. 13. maí 2002.
Bæjarráð samþykkir tillögu skólanefndar um að gengið verði til samninga við Loft Sigvaldason um stækkun leikskólans Sunnubóls.
Jafnframt verði unnið að fjölgun rýma á leikskólanum Pálmholti.
Bæjarráð vísar verkefninu til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar og áætluðum kostnaði
kr. 8.600.000 til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Bæjarstjórn 21. maí 20022 Reglur um rekstrarstyrki til einkarekinna leikskóla á Akureyri
1999070003
2. liður í fundargerð skólanefndar dags. 13. maí 2002.
Bæjarráð samþykkir tillögur skólanefndar um rekstrarstyrki til einkarekinna leikskóla.
Bæjarstjórn 21. maí 20023 Forkaupsréttur á íbúðum í félagslega kerfinu
2002030071
1. liður í fundargerð húsnæðisnefndar dags. 15. maí 2002.
Bæjarráð samþykkir tillögu húsnæðisnefndar um að forkaupsréttur á íbúðum í félagslega kerfinu verði styttur um 10 ár og verði 20 ár frá útgáfu afsals og að ekki verði fallið frá kaupskyldu.
Bæjarstjórn 21. maí 20024 Reynslusveitarfélagsverkefni
1999060017
7. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 13. maí 2002.
Sviðsstjóri félagssviðs lagði fram drög að þjónustusamningi um málefni fatlaðra dags. 8. maí 2002 milli Félagsmálaráðuneytis og Akureyrarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra á grundvelli framlagðra samningsdraga.
Bæjarstjórn 21. maí 2002


5 Reynslusveitarfélagsverkefni
1999060017
Kynnt var erindi dags. 6. maí 2002 frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu varðandi samningamál Akureyrarbæjar og ráðuneytisins um rekstur heilsugæslu og öldrunarþjónustu í Akureyrarumdæmi tímabilið 2002 - 2006, sem er svar við bréfi bæjarstjóra dags. 24. apríl sl. varðandi stöðu samningamála.6 Bráðatæknar - Paramedics - á Akureyri
2002050017
Erindi dags. 30. apríl 2002 frá framkvæmdastjóra lækninga við FSA varðandi þörf fyrir menntaða bráðatækna (paramedics) á Akureyri. Einnig lagt fram erindi dags. 6. maí 2002 frá sjúkraflutningamönnum hjá Slökkviliði Akureyrar varðandi framhaldsmenntun sjúkraflutningamanna (paramedics).
Bæjarráð samþykkir að vinna að því að styrkja starfsemi miðstöðvar sjúkraflugs og sjúkraflutninga á Akureyri og vísar erindinu til afgreiðslu framkvæmdaráðs.


7 Veiðimálastofnun - rannsóknir og þróun
2002050038
Erindi dags. 8. maí 2002 frá Veiðimálastofnun varðandi áform stofnunarinnar um opnun deildar á Akureyri sem sinna mun rannsóknum í ám og vötnum og í fiskeldi á Norðaustur- og Austurlandi.
Bæjarráð fagnar framkomnum hugmyndum Veiðimálastofnunar um rannsóknir á veiðiám í Eyjafirði og áformum um opnun deildar á Akureyri sem sinna mun rannsóknum í ám og vötnum og í fiskeldi á Norðaustur- og Austurlandi og felur bæjarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.


8 Lífafl ehf. - skýrsla stjórnar fyrir árið 2001
2002040098
Fram lagt til kynningar ódags. erindi frá Lífafli ehf. - skýrsla stjórnar fyrir árið 2001. Einnig lögð fram fundargerð aðalfundar Lífafls ehf. dags. 8. maí 2002.
9 Reglur um símenntun bæjarstarfsmanna
2001110002
Tekinn fyrir að nýju 2. liður í fundargerð fræðslunefndar dags. 30. apríl 2002 sem frestað var á fundi bæjarráðs 2. maí sl.
Bæjarráð samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum.
Bæjarstjórn 21. maí 200210 Bæjarstjórnarkosningar 25. maí 2002 - kjörskrá
2001060016
Gerð hefir verið kjörskrá fyrir Akureyri vegna bæjarstjórnarkosninganna 25. maí nk. Á kjörskrárstofni frá Hagstofu eru 11245 manns, 5462 karlar og 5783 konur.
Bæjarráð leggur til að kjörskráin verði staðfest af bæjarstjórn og bæjarstjóra falið að undirrita hana.
Jafnframt er lagt til að bæjarráði verði veitt heimild til að afgreiða athugasemdir við kjörskrá sem berast kunna og leiðrétta kjörskrá.

Bæjarstjórn 21. maí 200211 NOVU 2002 - Vinabæjamót í Randers
2001120057
Lögð fram dagskrá vinabæjamóts sem haldið verður í Randers í júní nk.
Bæjarráð samþykkir að senda tvo bæjarfulltrúa á vinabæjamótið.
Bæjarstjórn 21. maí 200212 Fræðslusjóður STAK - ársreikningur árið 2001
2002050048
Erindi dags. 10. maí 2002 frá STAK þar sem sendur er til kynningar ársreikningur Fræðslusjóðs STAK og reglur um sjóðinn.
Bæjarstjórn 21. maí 2002


13 Vísindasjóður STAK - ársreikningar árin 2000 og 2001
2002050050
Erindi dags. 10. maí 2002 frá STAK þar sem sendir eru til kynningar ársreikningar Vísindasjóðs STAK fyrir árin 2000 og 2001 og reglur um sjóðinn.
Bæjarstjórn 21. maí 2002
Fundi slitið.