Bæjarráð

3063. fundur 18. apríl 2002
Bæjarráð - Fundargerð
2882. fundur
18.04.2002 kl. 09:00 - 11:33
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Þóra Ákadóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson - mætti kl. 09.50 (1. lið)
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari


1 Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2001
2002030103
Tekinn fyrir Ársreikningur Akureyrarbæjar 2001 sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs og síðari umræðu á fundi sínum 9. apríl sl.
Á fund bæjarráðs mætti Þorsteinn Þorsteinsson endurskoðandi og fór yfir og skýrði reikninginn.
Einnig sátu fundinn undir þessum lið Jón Bragi Gunnarsson verkefnisstjóri, Sigurgeir B. Þórðarson aðalbókari og bæjarfulltrúarnir Oktavía Jóhannesdóttir og Guðmundur Ómar Guðmundsson.
Að loknum umræðum vísaði bæjarráð ársreikningnum til síðari umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.


2 Hreinsistörf - stórvirk laufsuga
2002040057
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 15. apríl 2002. Einnig lagt fram erindi dags.
15. apríl 2002 frá Helga S. Ingólfssyni og Jóhönnu G. Þorsteinsdóttur varðandi sama mál.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu framkvæmdadeildar.


3 Húsnæði og fjármál Iðnaðarsafnsins
2001050080
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 15. apríl 2002.
Lagt fram minnisblað frá menningarfulltrúa dags. 18. apríl 2002.
Bæjarráð vísar erindinu ásamt minnisblaðinu til menningarmálanefndar með ósk um að hún beiti sér fyrir því að vinnu við úttekt á safnastarfi í Eyjafirði verði hraðað.


4 Fjárhagsstaða Leikhússkórsins
2002040058
3. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 15. apríl 2002.
Lagt fram til kynningar.


5 Uppsögn leigu hesthúsalóða í Búðargili
2001050147
4. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 15. apríl 2002.
Málið er í vinnslu á tækni- og umhverfissviði.


6 Súlur - húsnæðismál björgunarsveitarinnar
2001100032
5. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 15. apríl 2002.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ljúka samningum við björgunarsveitina Súlur í samræmi við fyrri ákvarðanir bæjarstjórnar.


7 Brekkusíða - frágangur lóða
2000040032
6. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 15. apríl 2002. Einnig lagt fram erindi dags.
15. apríl 2002 frá íbúum við Brekkusíðu 2, 4 og 12 varðandi gatnaframkvæmdir við sameign lóðanna við Brekkusíðu 2, 4, 6, 8, 10 og 12.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu framkvæmdaráðs.


8 Breytingar á akstri SVA
2002020122
7. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 15. apríl 2002.
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdaráðs.


9 Íbúakort - Brekkugata
2002040059
8. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 15. apríl 2002.
Bæjarráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að svara erindinu.10 Lindasíða - deiliskipulag
2002040055
3. liður og 4. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 27. mars 2002 sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs á fundi sínum 9. apríl sl.
Bæjarráð samþykkir tillögur umhverfisráðs í 4. lið fundargerðarinnar, en frestar afgreiðslu 3. liðar og felur umhverfisráði að kanna til hlítar hvort ekki megi ná samkomulagi við lóðarhafa á reit B samkvæmt tillögu að deiliskipulagi um breytingar á lóðamörkum til að mæta sjónarmiðum forsvarsmanna Glerárkirkju. Á móti fái lóðarhafi úthlutað lóð norðan Glerárkirkju og vestan núverandi reitar B. Náist samkomulag milli aðila um framangreindar breytingar verði gengið frá skilmálum svæðisins þannig að hönnun á grundvelli nýs skipulags geti hafist sem fyrst.
Bæjarstjórn 23. apríl 2002


11 Northern Periphery
2002040056
Ósk um samstarf frá Sortland kommune í Noregi tengt Northern Periphery. Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunnarfélags Eyjafjarðar Hólmar Svansson mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra þjónustusviðs og kynning á verkefninu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra framhald málsins.


12 Efnistökusvæði/námur - frágangur Vegagerðarinnar
2002040049
Erindi dags 9. apríl 2002 frá Vegagerðinni og Náttúruvernd ríkisins varðandi markvissan frágang eldri efnistökusvæða.
Bæjarráð vísar erindinu til tækni- og umhverfissviðs.


13 Samvinnunefnd um svæðisskipulag Eyjafjarðar - tillögur að bókunum fyrir fund nefndarinnar 29. apríl 2002
2002040051
Erindi dags. 11. apríl 2002 frá Héraðsnefnd Eyjafjaðar þar sem kynntar eru tillögur að bókunum fyrir 9. fund samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar sem haldinn verður mánudaginn 29. apríl 2002.
Lagt fram til kynningar.14 Markaðs- og kynningarátak
2001060108
Tekin fyrir að nýju beiðni stýrihóps um frekari fjármögnun markaðs- og kynningarátaks.
Bæjarráð samþykkir að ekki verði ráðist í þá kynningu sem fyrirhuguð var á vormánuðum.
Bæjarráð felur atvinnumálanefnd að vinna að frekari útfærslu á markaðs- og kynningarátaki Akureyrarbæjar á fyrirtækjamarkaði.

Bæjarstjórn 23. apríl 2002


15 Félag eldri borgara - ósk um stuðning við félagið
2002040044
Erindi dags. 9. apríl 2002 frá Félagi eldri borgara á Akureyri þar sem óskað er eftir viðræðum við fulltrúa Akureyrarbæjar um stuðning við félagið. Einnig lagt fram bréf frá Kór eldri borgara dags.
16. apríl 2002.
Til undirbúnings viðræðna við Félag eldri borgara felur bæjarráð sviðsstjóra félagssviðs að sjá um að tekin verði saman greinargerð um samanburð á stuðningi Akureyrarbæjar og sambærilegra sveitarfélaga við eldri borgara.


16 Styrkbeiðni - DjangoJazz 2002
2002030020
Erindi dags. 9. apríl 2002 frá starfshópi um DjangóJazz hátíð og námskeið þar sem óskað er eftir endurskoðun á afgreiðslu menningarmálanefndar varðandi styrkumsókn. Meðfylgjandi er ársreikningur DjangoJazz.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


17 Sumarbúðirnar að Hólavatni og Ástjörn - ósk um endurskoðun ákvörðunar
2002020014
Erindi dags. 9. apríl 2002 frá sumarbúðastjórum að Hólavatni og Ástjörn þar sem óskað er endurskoðunar á ákvörðun íþrótta- og tómstundaráðs varðandi styrkveitngar til sumarbúðanna.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


18 Lokun gæsluvallar
2002030001
Bæjarstjóri lagði fram erindi dags. 16. apríl 2002 undirritað af Berglindi Rafnsdóttur ásamt undirskriftalistum með mótmælum um 1500 manns vegna væntanlegrar lokunar gæsluvallar.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skólanefnd.

Fundi slitið.