Bæjarráð

3053. fundur 11. apríl 2002
2881. fundur
11.04.2002 kl. 09:00 - 11:05
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon, formaður
Þóra Ákadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari


1 EYÞING - fundargerð dags. 20. mars 2002
2002020024
Fundargerðin er í 10 liðum og er lögð fram til kynningar.


2 Aðalfundur Málræktarsjóðs 2002
2002040029
Erindi dags. 4. apríl 2002 frá framkvæmdastjóra Málræktarsjóðs. Aðalfundur Málræktarsjóðs verður haldinn 7. júní nk. og á Akureyrarbær rétt á að tilnefna mann í fulltrúaráð.
Bæjarráð tilnefnir Erling Sigurðarson í fulltrúaráðið.


3 Aðalfundur Fóðurverksmiðjunnar Laxár hf. 2002
2002040030
Erindi frá Fóðurverksmiðjunni Laxá hf. þar sem boðað er til aðalfundar að Hótel KEA mánudaginn 15. apríl 2002 kl. 17:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


4 Lífeyrissjóður Norðurlands - ársfundur 2002
2002040031
Erindi dags. 4. apríl 2002 frá Lífeyrissjóði Norðurlands þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins fimmtudaginn 18. apríl nk. að Fosshótel Húsavík kl. 17:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


5 Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar - ársfundur 2002
2002040018
Erindi dags 2. apríl 2002 þar sem boðað er til ársfundar Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar árið 2002 sem haldinn verður miðvikudaginn 17. apríl 2002 kl. 15:00 á Fiðlaranum, Skipagötu 14. Fundarboðinu fylgir ársreikningur 2001.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.
Bæjarráð tilnefnir í stjórn Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar þau Önnu Þóru Baldursdóttur sem aðalmann og Val Knútsson til vara.
6 Tækifæri hf. - hlutafjáraukning
2001100037
Erindi dags. 27. mars 2002 frá Tækifæri hf. varðandi þátttöku Akureyrarbæjar í hlutafjáraukningu Tækifæris hf. árið 2001.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum sínum við sjóðsstjóra Tækifæris hf.
Akureyrarbær hefur keypt hlutabréf í Tækifæri hf. fyrir kr. 35.000.000 og greitt fyrir með hlutabréfum að upphæð kr. 12.516.259 í Fiskeldi Eyjafjarðar. Meðfylgjandi er yfirlýsing sjóðsstjóra Tækifæris hf. um heimild til handa Akureyrarbæ að skipta á hlutabréfum í Fiskeldi Eyjafjarðar og Globodent fyrir allt að 17,5 mkr. að fengnu samþykki stjórnar.
Bæjarstjórn 23. apríl 20027 Kiwanis - styrkbeiðni v/reiðhjólahjálma
2002040035
Erindi dags. 5. apríl 2002 frá Kiwanisklúbbunum Emblu og Kaldbaki. Klúbbarnir munu gefa öllum
7 ára börnum reiðhjólahjálma og leita af því tilefni til Akureyrarbæjar eftir styrk.
Bæjarráð samþykkir að styrkja klúbbana um kr. 150.000 vegna þessa verkefnis.
Bæjarstjórn 23. apríl 20028 Styrkbeiðni - Norræna félagið Akureyri
2002030017
Erindi dags. 7. apríl 2002 frá Norræna félaginu Akureyri þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 250.000 til starfsemi félagsins á árinu 2002.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
Bæjarstjórn 23. apríl 2002


9 Sumarbúðirnar við Ástjörn
2002040043
Lagt fram erindi dags. 7. apríl 2002 frá Boga Péturssyni þar sem hann þakkar stuðning Akureyrarbæjar við Sumarbúðirnar að Ástjörn á liðnum árum.


10 Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar bs. - kynning
2002040003
Erindi dags. 12. mars 2002 frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar þar sem óskað er eftir kynningarfundi.
Fulltrúar frá Atvinnuþróunarfélaginu þeir Hólmar Svansson og Benedikt Guðmundsson mættu á fund bæjarráðs og kynntu starfsemi félagsins.
Einnig sat fundinn undir þessum lið Ragnar Hólm Ragnarsson verkefnisstjóri.


11 Nökkvi - uppbygging við Höepfnersbryggju
2001020115
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjórum félagssviðs og tækni- og umhverfissviðs.
Bæjarráð felur sviðsstjórum félagssviðs og tækni- og umhverfissviðs að vinna áfram að málinu á grundvelli þeirra tillagna sem fram eru settar í minnisblaðinu og gera tillögu um framhald málsins.


12 Raðhúsahverfi við Furulund - gatnagerðargjöld
2002040042
Erindi dags. 3. apríl 2002 frá P. Alfreðssyni ehf. varðandi álagningu gatnagerðargjalda.
Með vísan til framkomins erindis felur bæjarráð sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að fara yfir erindið og skila skýrslu þar um til bæjarráðs. Bera skal saman álagningu gatnagerðargjalda af mismunandi gerðum fasteigna og gera athugun á því hvort um óeðlilegt misræmi sé að ræða á milli gjaldflokka gatnagerðargjalds. Jafnframt verði skoðað hver gatnagerðargjöld eru við sambærilegar aðstæður í viðmiðunarsveitarfélögum og hvað felist í þeim.

Fundi slitið.