Bæjarráð

3042. fundur 04. apríl 2002
 
2880. fundur
04.04.2002 kl. 09:00 - 12:13
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Páll Tómasson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari


1 Þórunnarstræti 97
2002030140
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 25. mars 2002.
Lagt fram til kynningar.2 Hamrar - bygging salernishúsa
2002030109
7. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 21. mars 2002.
Bæjarráð heimilar að ráðist verði í byggingu salernishúsa að Hömrum og heimilar að kr. 10.000.000 verði fluttar af liðnum gatnagerð/endurbygging gatna til þessa verkefnis. Endanleg kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir en verður lögð fram til afgreiðslu hjá stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar. Samhliða verði gengið frá samningum um rekstur og uppbyggingu á svæðinu.3 Æfingasvæði fyrir Bílaklúbb Akureyrar
2002020030
26. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 19. mars 2002.
Lagt fram til kynningar.4 Ársreikningur Norðurorku fyrir árið 2001
2002040006
1. liður í fundargerð stjórnar Norðurorku dags. 2. apríl 2002.
Lagt fram til kynningar.5 Arnarneshreppur - samningar við landeigendur
2002040007
2. liður í fundargerð stjórnar Norðurorku dags. 2. apríl 2002.
Samningurinn lagður fram til kynningar.


6 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 11. mars 2002
2002020093
Fundargerðin er í 6 liðum og er lögð fram til kynningar, ásamt ársreikningi 2001.


7 Sumarleyfi í leikskólum
2002020023
Erindi dags. 20. mars 2002 frá leikskólastjórum við leikskóla Akureyrarbæjar varðandi fyrirkomulag á sumarstarfi í leikskólum bæjarins. Einnig lagðir fram undirskriftalistar frá starfsmönnum í leikskólunum Árholti, Lundarseli, Iðavöllum, Pálmholti og Krógabóli um sama efni.
Varðandi framangreinda undirskriftalista vill bæjarráð taka fram að sú breyting sem gerð var á síðasta fundi bæjarstjórnar á áður ákveðnum opnunartíma leikskóla bæjarins í sumar var samþykkt með öllum 11 greiddum atkvæðum í bæjarstjórn. Tillagan var fram borin vegna mikillar óánægju foreldra og forsvarsmanna fyrirtækja í bænum með fyrri ákvörðun bæjarstjórnar.


8 Markaðs- og kynningarátak
2001060108
Fulltrúar úr stýrihópi um markaðssetningu Akureyrar þau Valur Knútsson formaður, Guðmundur Ómar Guðmundsson og Helena Karlsdóttir mættu á fund bæjarráðs ásamt Benedikt Guðmundssyni starfsmanni atvinnumálanefndar og ráðgjöfunum Jóni Birgi Guðmundssyni og Sigríði Margréti Oddsdóttur frá IMG og kynntu lokaskýrslu starfshópsins.
Einnig sat fundinn undir þessum lið Ragnar Hólm Ragnarsson verkefnisstjóri kynningar- og markaðsmála hjá Akureyrarbæ.
Beiðni um frekari fjármögnun verður tekin fyrir á næsta fundi.9 Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar
2000080041
Fjallað um fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar.
Bæjarráð samþykkir fjölskyldustefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarráð telur eðlilegt að kostnarmatið sé fylgiskjal með stefnunni til upplýsinga. Varðandi kostnað við einstaka þætti fjölskyldustefnunnar hefur bæjarráð venjulega fyrirvara um fjármögnun í fjárhagsáætlun hvers árs. Þar sem sum atriði í fjölskyldustefnunni tengjast annarri stefnumótun hjá Akureyrarbæ felur bæjarráð sviðsstjórum að fylgjast með því að ekki verði um tvíverknað að ræða við útfærslu hennar.
Bæjarstjórn 9. apríl 200210 Svæðisbundið samstarf í norðri - Northern Forum
2002030104
Erindi dags. 18. mars 2002 frá stofnun Vilhjálms Stefánssonar varðandi aðild Akureyrarbæjar að "Svæðisbundnu samstarfi í norðri" - The Northern Forum Region-to-Region Cooperation.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Akureyrarbær sæki um aðild að Northern Forum Region-to-Region Cooperation.
Bæjarstjórn 9. apríl 2002


11 Lífafl ehf. - ósk um endurskoðun vegna óformlegra nauðasamninga
2000120104
Erindi dags. 15. mars 2002 frá Lífafli ehf. varðandi óformlega nauðasamninga, þar sem óskað er eftir því að bæjarráð Akureyrar taki málið til endurskoðunar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.12 Gistihúsið Gilið ehf. - gistiheimili
2002030124
Erindi dags. 19. mars 2002 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Bjarna Hallgrímssonar kt. 050661-5989 f.h. Gistihússins Gilsins ehf. kt. 511101-2190 um leyfi til að leigja út tvær íbúðir að Kaupvangstræti 19, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.
Bæjarstjórn 9. apríl 200213 Bæjarstjórnarkosningar 2002 - Styrkur vegna framboða
2002040001
Lögð fram eftirfarandi tilllaga um stuðning við framboð til bæjarstjórnarkosninga 2002:
"Bæjarráð leggur til að varið verði úr bæjarsjóði kr. 1.000.000 til stuðnings við framboð til bæjarstjórnarkosninga 2002. Upphæðinni skal skipta jafnt á milli þeirra sem skila gildum framboðslistum til kjörstjórnar og skal heimilt að greiða forsvarsmönnum listanna sinn hluta upphæðarinnar, þegar kjörstjórn hefur úrskurðað framboðslista gilda.
Með greiðslu á framangreindu framlagi fylgir að Akureyrarbær og stofnanir hans munu ekki greiða sérstaklega fyrir auglýsingar frá bænum, sem kunna að birtast í blöðum útgefnum af stuðningsmönnum framboðslistanna.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
Færist á gjaldlið 21 - Styrkir bæjarráðs.

Bæjarstjórn 9. apríl 2002

14 Tillaga til þingsályktunar um landgræðsluáætlun 2003-2014, 555. mál
2002030132
Erindi dags. 18. mars 2002 frá Landbúnaðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um þingsályktunartillögu um landgræðsluáætlun 2003-2014, 555. mál.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við þingsályktunartillöguna.


15 Frumvarp til laga um landgræðslu, 584. mál, heildarlög
2002030133
Erindi dags. 18. mars 2002 frá Landbúnaðarnefnd Alþingis, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um landgræðslu, 584. mál, heildarlög.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.


16 Frumvarp til laga um afréttarmálefni - fjallskil ofl., 593. mál
2002030134
Erindi dags. 18. mars 2002 frá Landbúnaðarnefnd Alþingis, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um afréttarmálefni - fjallskil ofl., 593. mál.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.17 Starfsáætlanir 2002
2001110080
Lagðar fram starfsáætlanir náttúruverndarnefndar og Fasteigna Akureyrabæjar fyrir árið 2002.
Bæjarráð leggur til að þeim áherslum í starfsáætlun náttúruverndarnefndar sem fjalla um "hækkað verndunarstig Krossanesborga og Glerárdals" verði breytt í "athugun á breytingum á verndunarstigi Krossanesborga og Glerárdals".
Bæjarstjórn 9. apríl 2002


18 Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2001
2002030103
Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2001 lagður fram.
Þorsteinn Þorsteinsson endurskoðandi mætti á fund bæjarráðs og fóru yfir helstu stærðir í ársreikningi.
Að loknum umræðum vísaði bæjarráð ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið.