Bæjarráð

3037. fundur 02. maí 2002
Bæjarráð - Fundargerð
2883. fundur
02.05.2002 kl. 09:00 - 11:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Þóra Ákadóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Halla M. Tryggvadóttir
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari


Jakob Björnsson tilkynnti veikindi og varamaður hans Guðmundur Ómar Guðmundsson var fjarverandi.


1 Deildarstjóri búsetu- og öldrunardeildar
1. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 29. apríl 2002.
Lagt fram til kynningar.2 Friðlýsing Krossanesborga
2002030113
1. liður í fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 18. apríl 2002.
Lagt fram til kynningar.3 Fræðslunefnd - fundargerðir
Fundargerð dags. 18. apríl 2002 er í 4 liðum. Fundargerð dags. 30. apríl 2002 er í 3 liðum.
2. liður í fundargerð 30. apríl er afgreiddur með 4. lið hér á eftir, fundargerðirnar eru að öðru leyti lagðar fram til kynningar.4 Reglur um símenntun bæjarstarfsmanna
2001110002
2. liður í fundargerð fræðslunefndar dags. 30. apríl 2002.
Rætt um reglurnar, en afgreiðslu frestað.5 Hafnasamlag Norðurlands fundargerð dags. 8. apríl 2002
2002020034
Fundargerðin er í 5 liðum og er lögð fram til kynningar.6 Aðalfundur Hafnasamlags Norðurlands fyrir árið 2001
2002040064
Aðalfundur Hafnasamlags Norðurlands fyrir árið 2001 verður haldinn 22. maí nk. kl. 15.00 á Fosshótel KEA. Fulltrúar í sveitarstjórnum sameigenda eiga rétt til fundarsetu. Einnig lagt fram erindi dags. 15. apríl 2002 varðandi breytingar á stofnsamningi Hafnasamlags Norðurlands bs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð bæjarins á fundinum.7 Bæjarstjórnarkosningar 25. maí 2002
2001060016
Erindi dags. 23. apríl 2002 frá yfirkjörstjórn varðandi tillögur um kjörstað og kjördeildir.
Bæjarráð samþykkir tillögu yfirkjörstjórnar um að kjörfundur verði í Oddeyrarskóla og að kjördeildir verði 9.
Bæjarstjórn 7. maí 20028 Undirkjörstjórnir við bæjarstjórnarkosningarnar 25. maí 2002
2001060016
Kosning 27 aðalmanna og 27 varamanna í undirkjörstjórnir við bæjarstjórnarkosningarnar 25. maí nk.
Tilnefningar stjórnmálaflokka berist á bæjarstjórnarfund 7. maí nk.
Bæjarstjórn 7. maí 20029 Nefnd um famtíðaruppbyggingu, þróun og skipulag FSA
2000100095
Erindi dags. 19. apríl 2002 frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti þar sem óskað er tilnefningar í nefnd sem fjalla á um framtíðaruppbyggingu, þróun og skipulag Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, FSA.
Bæjarráð tilnefnir Ásgeir Magnússon sem fulltrúa sinn í nefndina.
Bæjarstjórn 7. maí 200210 Samningur um veghald þjóðvega í þéttbýli - 2002
2002040094
Erindi dags. 23 apríl 2002 frá Vegagerðinni varðandi samninga um veghald þjóðvega í þéttbýli.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs til afgreiðslu.11 Víðilundur 24 - bílastæði
2001110081
Erindi dags 18. apríl 2002 frá Þorgerði Guðmundsdóttur varðandi bílastæðavanda við Víðilund 24.
Bæjarráð vísar erindinu til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.12 Búseti og Búmenn - afsláttur af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega í íbúðum í eigu húsnæðissamvinnufélaga
2002030095
Erindi dags. 24. apríl 2002 frá húsnæðissamvinnufélögunum Búseta og Búmönnum varðandi afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega í íbúðum í eigu húsnæðissamvinnufélaga.
Bæjarráð samþykkir ósk Búseta og Búmanna um afslátt á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega í íbúðum félagsins og felur sviðsstjóra fjármálasviðs útfærslu á afgreiðslu samkvæmt gildandi reglum.
Bæjarstjórn 7. maí 200213 Aðalfundur Lífafls ehf. - 2002
2002040098
Erindi dags. 23. apríl 2002 frá Lífafli ehf. þar sem boðað er til aðalfundar félagsins miðvikudaginn
8. maí 2002 hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, Suðurlandsbraut 4, Reykjavík.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð bæjarins á fundinum.14 Unglingavinna 2002 - laun
2002040100
Lögð fram tillaga varðandi laun 14 og 15 ára unglinga sumarið 2002.
Laun 16 ára unglinga eru ákveðin í kjarasamningi Einingar-Iðju við Akureyrarbæ.
Laun fyrir 14 og 15 ára hafa undanfarin ár tekið sömu hækkunum og laun 16 ára.
Samkvæmt því er lagt til að laun þeirra hækki um 3% frá síðasta ári og verði:
14 ára kr. 293,62 (orlof innifalið) - var árið 2001 kr. 285,06
15 ára kr. 335,57 (orlof innifalið) - var árið 2001 kr. 325,79.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
Bæjarstjórn 7. maí 200215 Afþreyingarsetur Íslands
2002040012
Erindi dags. 18. apríl 2002 frá Tryggva Sveinbjörnssyni varðandi "Afþreyingarsetur Íslands".
Málið er til umfjöllunar í atvinnumálanefnd.
Bæjarráð bendir á að þær framkvæmdir sem bréfritari fer fram á að Akureyrarbær ráðist í eru ekki nema að litlu leyti á framkvæmdaáætlun þessa árs.
16 Þingsályktunartillaga um vestnorrænt samstarf og íslenska nærsvæðastefnu - 49. mál
2002040105
Erindi dags. 26. apríl 2002 frá utanríkismálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um þingsályktunartillögu um vestnorrænt samstarf og íslenska nærsvæðastefnu, 49. mál.
Bæjarráð Akureyrar styður framkomna þingsályktunartillögu og lýsir sig reiðubúið til samstarfs um að miðstöð slíkrar starfsemi verði á Akureyri.
Bæjarstjórn 7. maí 200217 Brekkusíða 9 - kaupsamningur
2000100030
Lagður fram kaupsamningur dags. 30. apríl 2002 vegna Brekkusíðu 9.
Bæjarráð samþykkir kaupsamninginn.
Bæjarstjórn 7. maí 200218 Lögreglusamþykkt fyrir Akureyri
2001080005
Lögreglusamþykkt fyrir Akureyri.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarlögmanni að hefja endurskoðun á lögreglusamþykkt sveitarfélagsins með vísan til nýlegs álits ríkislögmanns á starfsemi nektardansstaða.
Bæjarstjórn 7. maí 2002Fundi slitið.