Bæjarráð

3295. fundur 22. ágúst 2002

2895. fundur
22.08.2002 kl. 09:00 - 11:28
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Hermann Jón Tómasson
Valgerður H. Bjarnadóttir, áheyrnarfulltrúi
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Ása Kristjánsdóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 15. ágúst 2002
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


2 Fundargerð jafnréttis- og fjölskyldunefndar dags. 19. ágúst 2002
Fundargerðin er í 5 liðum.
3. liður: Könnun á launum æðstu stjórnenda hjá Akureyrarbæ.
Bæjarráð mun verða við ósk jafnréttis- og fjölskyldunefndar um að jafnréttisfulltrúi og fulltrúi frá RHA kynni ráðinu niðurstöður könnunarinnar með formlegum hætti og frestar umfjöllun um hana þar til kynningin hefur farið fram.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.3 Fundargerð framkvæmdaráðs dags. 16. ágúst 2002
Fundargerðin er í 11 liðum.
9. liður: Tilboð í Hafnarstræti við Samkomuhús.
Borist hefur bréf dags. 20. ágúst sl. frá Þorsteini Bachmann verðandi leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar þar sem hann fer fram á að fyrirhuguðum gatna- og lagnaframkvæmum verði frestað. Leikfélag Akureyrar hefur nú þegar hafið nýtt leikár og æfingar komnar í gang og því ljóst að um verulega röskun á starfseminni yrði að ræða.
Í ljósi aðstæðna samþykkir bæjarráð að fresta framkvæmdum til næsta vors. Vegna þessara breyttu forsendna hafnar bæjarráð fram komnum tilboðum í verkið og ákveður að það skuli boðið út að nýju í byrjun næsta árs.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.4 Fundargerð skólanefndar dags. 19. ágúst 2002
Fundargerðin er í 6 liðum.
1. liður: Fjárhagsáætlun 2002 - endurskoðun.
Bæjarráð vísar liðnum til endurskoðunar fjárhagsáætlunar ársins.
6. liður: Húsnæðismál Tónlistarskólans.
Bæjarráð vísar liðnum til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.5 Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 20. ágúst 2002
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


6 Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 15. ágúst 2002
Fundargerðin er í 8 liðum.
5. liður: Skinnaiðnaður.
Sjá afgreiðslu bæjarráðs í 7. lið þessarar fundargerðar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.7 Nýtt félag um rekstur skinnaiðnaðar á Akureyri
1999120059
Erindi dags. 15. ágúst 2002 frá Skinnaiðnaði - Akureyri ehf., beiðni til bæjarráðs um hlutafé úr Framkvæmdasjóði Akureyrar í nýtt félag um rekstur skinnaiðnaðar á Akureyri að fjárhæð kr. 15.000.000.
Bæjarráð sem jafnframt er stjórn Framkvæmdasjóðs Akureyrar samþykkir á grundvelli framlagðra upplýsinga og að fenginni umsögn atvinnumálanefndar sem fram kemur í 5. lið fundargerðar nefndarinnar dags. 15. ágúst sl. að Framkvæmdasjóður Akureyrar kaupi hlutafé í nýju félagi um rekstur skinnaiðnaðar á Akureyri, Skinnaiðnaði - Akureyri ehf. að upphæð
kr. 15.000.000.
Fjármálastjóra og bæjarlögmanni er falinn frágangur nauðsynlegra formsatriða varðandi hlutafjárkaupin í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt í bæjarstjórn 3. september 2002.


8 Northern Periphery - verkefnastefnumót
2002040056
Erindi dags. 2. ágúst 2002 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi verkefnastefnumót um "Northern Periphery" verkefnaáætlun ESB, sem halda á í Svartsengi 13.- 14. september nk.
Lagt fram til kynningar.


9 Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 2003
2002080028
Erindi dags. 13. ágúst 2002 frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2003.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2003.


10 Félag eldri borgara - 20 ára afmælishátíð
2002080033
Erindi dags. 14. ágúst 2002 frá Félagi eldri borgara á Akureyri þar sem sótt er um styrk til hátíðahalda 12. október nk. í tilefni af 20 ára afmælis félagsins.
Bæjarráð samþykkir styrk til félagsins að upphæð kr. 200.000. Fjármagnist af styrkjum
bæjarráðs 21.11 Setrið - styrkbeiðni og athugsemdir vegna breytinga á lögreglusamþykkt Akureyrar
2001080005
Erindi dags. 15. ágúst 2002 frá Bernharð Steingrímssyni varðandi styrkbeiðni og breytingu á lögreglusamþykkt Akureyrar nr. 483/1996.
Bæjarráð hafnar erindinu.
Samþykkt í bæjarstjórn 3. september 2002.


12 Veitingahúsið Greifinn ehf. - veitingaleyfi
2002080039
Erindi dags. 15. ágúst 2002 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sigurbjörns Sveinssonar kt. 131169-3539 fyrir hönd Veitingahússins Greifans ehf. kt. 601299-3219 um leyfi til að reka veitingahús/veisluþjónustu/veitingaverslun að Glerárgötu 20, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til að reka veitingahús/veisluþjónustu/veitingaverslun að Glerárgötu 20 verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


13 Innheimta sekta vegna umferðarlagabrota
2002080038
Erindi dags. 14. ágúst 2002 frá Sýslumanninum á Ólafsfirði fyrir hönd lögreglustjóranna á Blönduósi, Hólmavík, Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði og Húsavík þar sem verið er að kanna hvort Bifreiðastæðasjóður Akureyrar geti tekið við innheimtu á sektum vegna umferðarlagabrota skv. 108. gr. umferðarlaga á þessum stöðum.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni og fjármálastjóra að ræða við bréfritara.


14 Standgata 43 - eignarnám
2002080047
Lögð fram greinargerð bæjarlögmanns dags. 20. ágúst 2002 - samþykki bæjarstjórnar um eignarnám á lóðarspildu tilheyrandi Strandgötu 43 vegna deiliskipulags.
Þar sem sýnt þykir að ekki náist samkomulag við lóðarhafa um kaup Bæjarsjóðs á lóðarspildunni samþykkir bæjarráð á grundvelli heimildar í 5. tl. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 73/1997 að fara fram á eignarnám spildunnar. Bæjarlögmanni er falin vinnsla málsins.

Samþykkt í bæjarstjórn 3. september 2002.


15 Sala félagslegra íbúða - 2002
2002070003
Lagt fram kauptilboð í Snægil 15 - íbúð 301.
Bæjarráð samþykkir tilboðið.


16 Innleystar félagslegar íbúðir - 2002
2002060090
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.
Bæjarráð samþykkir að selja íbúð 02-025 á frjálsum markaði.


17 Viðbótarlán - 2002
2002070004
Lagðar fram umsóknir um veitingu viðbótarlána.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 02-113 og 02-115.


18 Starfshópur um uppbyggingu öldrunarþjónustu á Akureyri
2001010054
Erindi dags. 21. ágúst 2002 frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu varðandi tilnefningu fulltrúa í starfshóp ráðuneytisins og Akureyrarbæjar um uppbyggingu öldrunarþjónustu á Akureyri.
Bæjarráð tilnefnir Jakob Björnsson formann félagsmálaráðs og Karl Guðmundsson sviðsstjóra félagssviðs í starfshópinn.


Fundi slitið.