Bæjarráð

3031. fundur 21. mars 2002
2879. fundur
21.03.2002 kl. 09:00 - 11:41
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Þóra Ákadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Brynja B. Pálsdóttir, fundarritari


1 Fundargerð Hafnasamlags Norðurlands dags. 11. mars 2002
2002020034
Fundargerðin er í 7 liðum og er lögð fram til kynningar.


2 Aðalfundur Minjasafnsins á Akureyri 21. mars 2002
2002030080
Erindi dags. 11. mars 2002 þar sem boðað er til aðalfundar Minjasafnsins á Akureyri árið 2002 sem haldinn verður fimmtudaginn 21. mars 2002. Ársreikningur fyrir árið 2001 lagður fram.
Bæjarráð felur Karli Guðmundssyni sviðsstjóra félagssviðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum. Bæjarfulltrúum er jafnframt gefinn kostur á að sækja fundinn eða tilnefna menn í sinn stað.3 Áfengisveitingaleyfi fyrir Hótel Eddu, Akureyri - sumarið 2002
2002030072
Erindi dags. 8. mars 2002 frá Flugleiðahótelum hf. þar sem sótt er um endurnýjun á vínveitingaleyfi fyrir Hótel Eddu, Menntaskólanum á Akureyri, sumarið 2002.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að vínveitingaleyfi verði endurnýjað að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.
Bæjarstjórn 9. apríl 2002


4 Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar
2000080041
Kristín Sigursveinsdóttir verkefnastjóri mætti á fundinn og fjallaði um fjölskyldustefnuna.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.5 Bygging rannsóknarhúss við Háskólann á Akureyri - Lóðamál
2002030092
Lögð fram fundargerð frá fundi með fulltrúum Akureyrarbæjar, Háskólans á Akureyri og bjóðenda dags. 18. mars 2002 um skipulags- og lóðamál við Háskólann á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir framlagða fundargerð og vísar henni til frekari úrvinnslu í umhverfisráði og framkvæmdaráði. Jafnframt samþykkir bæjarráð að gatnagerðargjald fyrir rannsóknarhús
(ekki heimtaugagjöld NO) verði kr. 47.475.000 miðað við byggingavísitölu í mars 2002.

Bæjarstjórn 9. apríl 2002


6 Búseti og Búmenn - Afsláttur af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega í íbúðum í eigu húsnæðissamvinnufélaga
2002030095
Erindi dags. 15. mars 2002 frá húsnæðissamvinnufélögunum Búseta og Búmönnum varðandi afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega í íbúðum í eigu húsnæðissamvinnufélaga.
Bæjarráð felur sviðsstjórum fjármálasviðs og þjónustusviðs að taka saman greinargerð um stöðu málsins og leggja fyrir bæjarráð.7 Afsláttur á fasteignagjöldum hjá öldruðum og örorkulífeyrisþegum
2001110048
Fjármálastjóri lagði fram tillögu um viðbætur og útfærslu á reglum um afslátt af fasteignagjöldum hjá öldruðum og örorkulífeyrisþegum.
Bæjarráð samþykkir reglur um afslátt af fasteignagjöldum.
Bæjarstjórn 9. apríl 2002


8 Erfðafesta í Naustahverfi - uppsagnir vegna skipulags
2001100100
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs um málið.
Bæjarráð samþykkir að vinna áfram að málinu á grundvelli minnisblaðs sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs. Náist ekki samkomulag við lóðarhafa á þeim grundvelli verði dómkvaddir matsmenn látnir skera úr ágreiningi.9 Starfsáætlanir 2002
2001110080
Rætt um starfsáætlanir 2002.
Bæjarráð staðfestir starfsáætlanirnar.
Bæjarstjórn 9. apríl 2002
Fundi slitið.