Bæjarráð

3027. fundur 14. mars 2002

2878. fundur
14.03.2002 kl. 09:00 - 12:21
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon, formaður
Þóra Ákadóttir
Þórarinn B. Jónsson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari


1 Kosning varaformanns bæjarráðs
Kosning varaformanns bæjarráðs í stað Sigurðar J. Sigurðssonar.
Formaður bar upp tillögu um að Þórarinn B. Jónsson verði varaformaður bæjarráðs og var hún samþykkt.


2 Erfðafesta í Naustahverfi - uppsagnir vegna skipulags
2001100100
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 11. mars 2002.
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs gerði grein fyrir stöðu mála.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


3 Kaupmannafélag Akureyrar - bílastæði í Miðbæ
2002010089
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 11. mars 2002.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í umhverfisráði.


4 Forkaupsréttur á íbúðum í félagslega kerfinu
2002030071
3. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 11. mars 2002.
Sviðsstjóri fjármálasviðs gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð vísar erindinu til húsnæðisnefndar með ósk um umsögn.5 Útilistaverk á Akureyri
2002020078
4. liður í fundargerð menningarmálanefndar, dags. 21. febrúar sl. sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs á fundi sínum 5. febrúar sl.
"Tillaga til bæjarstjórnar um uppbyggingu útilistaverka á Akureyri.
Menningarmálanefnd samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að settur verið á fót sérstakur sjóður sem geti kostað gerð a.m.k. eins útilistaverks á hverju kjörtímabili eða hún ákveði með öðrum hætti hvernig unnt verði að prýða Akureyri með útilistaverkum á skipulegan hátt á næstu árum."
Bæjarráð felur bæjarstjóra að móta tillögur að útfærslu verkefnisins og leggja fyrir bæjarráð.


6 Eignarhaldsfélag Rangárvalla - fundargerð dags. 5. mars 2002
2002010021
Fundargerðin er í 3 liðum og er lögð fram til kynningar.


7 Frumvarp til laga um verndun hafs og stranda - 492. mál, heildarlög
2002020143
Erindi dags. 27. febrúar 2002 frá umhverfsnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um verndun hafs og stranda, 492. mál, heildarlög.
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að ganga frá umsögn um frumvarpið.


8 Frumvarp til laga um varnir gegn landbroti - 504. mál
2002020097
Erindi dags. 22. febrúar 2002 frá landbúnaðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um varnir gegn landbroti, 504. mál.
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að ganga frá umsögn um frumvarpið.


9 Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða - 562. mál
2002030050
Erindi dags. 7. mars 2002 frá sjávarútvegsnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, 562. mál.
Bæjarráð samþykkir að bjóða hagsmunaaðilum til næsta fundar bæjarráðs til að kynna sín sjónarmið í málinu.10 Glerárgata 3 - hús boðið til kaups
2002030041
Erindi dags. 7. mars frá Grétari Ólafssyni, Glerárgötu 3, þar sem hann býður Akureyrarbæ, f.h. íbúa og eigenda, húsið að Glerárgötu 3 til kaups.
Ekki er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins að ráðist verði í uppkaup á eignum á
viðkomandi reit.
Bæjarstjóra falið að gera bréfritara grein fyrir málinu.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn 19. mars 200211 Baldurshagi - hús boðið til kaups
2002030061
Erindi dags. 7. mars 2002 frá Almennu lögþjónustunni ehf. þar sem húsið Baldurshagi, við Brekkugötu og Þórunnarstæti, er boðið Akureyrarbæ til kaups.
Bæjarráð hafnar erindinu.
Bæjarstjórn 19. mars 200212 Verkmenntaskólinn - Gerð afsteypu af Eyrarlands-Þór
2002030049
Erindi dags. 7. mars 2002 frá skólameistara Verkmenntaskólans þar sem óskað er eftir styrk frá Akureyrarbæ til gerðar höggmyndar - afsteypu af Eyrarlands-Þór.
Bæjarráð samþykkir 500.000 kr. styrk og vísar fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Bæjarstjórn 19. mars 2002

Þegar hér var komið fór Þóra Ákadóttir af fundi kl. 11.10.


13 Starfsemi Myndlistaskóla Arnar Inga og úthlutun styrkja til listastarfs
2001020144
Erindi dags. 6. mars 2002 frá nemendum Myndlistaskóla Arnar Inga, varðandi mismunun á styrkveitingum til myndlistanáms á Akureyri.
Lagt var fram minnisblað frá sviðsstjóra félagssviðs um málið og honum falið að svara erindinu á grundvelli þess.14 Landsvirkjun - Ársfundur 2002
2002030031
Erindi dags. 28. febrúar 2002 frá forstjóra Landsvirkjunar þar sem boðað er til ársfundar Landsvirkjunar 2002, föstudaginn 5. apríl nk. að Háaleitisbraut 68, Reykjavík.
Tilnefningu stjórnarmanna er vísað til bæjarstjórnar og bæjarstjóra falið að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.15 Sjötti samráðsfundur Landsvirkjunar - 6. apríl 2002
2002030037
Erindi dags. 28. febrúar 2002 frá forstjóra Landsvirkjunar þar sem boðað er til sjötta samráðsfundar fyrirtækisins þann 6. apríl nk. í Gullteig á Grand Hótel, Sigtúni 38, Reykjavík
Tilnefningar fulltrúa skulu berast til bæjarstjóra fyrir lok mars.16 Hríseyjargata 7 og 9 - lóðamörk
2002010111
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs gerði grein fyrir stöðu málsins og lagði fram drög að samkomulagi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við lóðarhafa Hríseyjargötu 7 á grundvelli umræðna á fundinum.
Bæjarstjórn 19. mars 200217 Afskriftir krafna
2001050150
Fjármálastjóri lagði fram tillögu um afskriftir krafna samtals að upphæð kr. 9.287.725.
Bæjarráð staðfestir tillöguna.
Bæjarstjórn 19. mars 200218 Áfengisveitingaleyfi - Mongó Sport
2002030052
Með bréfi dags. 8. mars 2002 sækir Árni Sæmundsson, kt. 031144-4859, Hlíðarvegi 69, Ólafsfirði um leyfi til áfengisveitinga á veitingastaðnum Mongó Sport, restaurant, Kaupangi við Mýrarveg, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til áfengisveitinga verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.19 Mongó Sport, restaurant - gisti- og/eða veitingaleyfi
2002030077
Erindi dags. 11. mars 2002 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Árna Sæmundssonar, kt. 031144-4859 fyrir hönd Hönnu ehf., kt. 511292-2479 til að reka veitingahús í Kaupangi við Mýrarveg, A- hluta, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs veitingahúss verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.20 Starfsáætlanir 2002
2001110080
Endurskoðaðar starfsáætlanir sviða, deilda og nefnda fyrir árið 2002 lagðar fram.21 Bygging rannsóknarhúss við Háskólann á Akureyri
2001030096
Erindi dags. 13. mars 2002 frá Háskólanum á Akureyri og bygginganefnd rannsóknarhúss á Akureyri varðandi fasteignaskatta, lóðarsamning og veg.
Bæjarstjóra falið að svara erindi Háskólans á Akureyri þar sem m.a. komi fram að Akureyrarbær muni styrkja Háskólann á Akureyri með kr. 10 milljónum í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir við uppbyggingu á háskólasvæðinu
Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Bæjarstjórn 19. mars 2002

Fundi slitið.