Bæjarráð

3408. fundur 17. október 2002

2900. fundur
17.10.2002 kl. 09:00 - 10:27
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Þórarinn B. Jónsson, varaformaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Gerður Jónsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Skólamötuneyti
2002080035
2. liður í fundargerð skólanefndar dags. 14. október 2002.
Bæjarráð samþykkir liðinn.


2 Framtíðaráherslur í atvinnumálum Akureyrarbæjar
2001100029
1. liður í fundargerð atvinnumálanefndar dags. 7. október 2002.
Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn skipi 5 manna starfshóp sem skili tillögum sínum til bæjarráðs fyrir 1. desember nk.
Samþykkt í bæjarstjórn 22. október 2002

3 Nefnd um framtíðaruppbyggingu, þróun og skipulag FSA
2000100095
Erindi dags. 8. október 2002 frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu varðandi nýja tilnefningu Akureyrarbæjar í nefnd um framtíðaruppbyggingu, þróun og skipulag Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Bæjarráð vísar tilnefningu nýs fulltrúa í nefndina til bæjarstjórnar.
Samþykkt í bæjarstjórn 22. október 2002

4 Prókúruumboð 2002
2002100051
Bæjarstjóri lagði fram tillögu um prókúruumboð.
Með vísan í 3. mgr. 55. greinar sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 heimilar bæjarráð bæjarstjóra að veita eftirtöldum starfsmönnum Akureyrarbæjar prókúruumboð:
Bæjarlögmanni Ingu Þöll Þórgnýsdóttur
Sviðsstjóra fjármálasviðs Dan Brynjarssyni
Sviðsstjóra félagssviðs Karli Guðmundssyni
Sviðsstjóra þjónustusviðs Sigríði Stefánsdóttur
Sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs Ármanni Jóhannessyni

Umboðið nær til að undirrita skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir, svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki bæjarráðs og/eða bæjarstjórnar þarf til.
Bæjarráð samþykkir að framangreindum aðilum verði veitt prókúruumboð í samræmi við 55. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Umboðin gilda meðan viðkomandi gegnir tilteknu starfi fyrir Akureyrarbæ þó ekki lengur en til loka núverandi kjörtímabils bæjarstjórnar. Jafnframt eru eldri umboð úr gildi fallin.

Samþykkt í bæjarstjórn 22. október 2002

5 Viðtalstímar bæjarfulltrúa
2001100054
Lögð fram tillaga um viðtalstíma bæjarfulltrúa veturinn 2002-2003.
Bæjarráð samþykkir að viðtalstímar bæjarfulltrúa verði í vetur tvo mánudaga í mánuði frá
kl. 17.00 til 19.00.
Fyrsti viðtalstíminn verður 28. október nk.


Þegar hér var komið mætti Halla Margrét Tryggvadóttir verkefnisstjóri á fund bæjarráðs undir 6.- 10. lið.

6 Forkaupsréttur á íbúðum í félagslega kerfinu
2002030071
Kynnt var samþykkt bæjarráðs frá 16. maí 2002 varðandi forkaupsrétt á íbúðum í félagslega kerfinu.
Samþykkt í bæjarstjórn 22. október 2002

7 Hjallalundur - forkaupsréttur
2002090081
Erindi dags. 30. september 2002 frá Kristlaugu Svavarsdóttur, kt. 230160-4739 þar sem hún óskar eftir því að Akureyrarbær falli frá forkaupsrétti vegna íbúðarinnar að Hjallalundi 9D, Akureyri.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu og vísar til gildandi samþykkta. Höllu Margréti Tryggvadóttur falið að svara bréfritara.
Samþykkt í bæjarstjórn 22. október 2002

8 Sala félagslegra íbúða - 2002
2002070003
Lagt fram kauptilboð í Snægil 24 - 202.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.
Samþykkt í bæjarstjórn 22. október 2002

9 Innleystar félagslegar íbúðir - 2002
2002060090
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 02-033 verði seld á frjálsum markaði.
Samþykkt í bæjarstjórn 22. október 2002

10 Viðbótarlán - 2002
2002070004
Lagðar fram umsóknir um veitingu viðbótarlána.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 02-140 og 02-144, en synjar umsókn nr. 02-146 vegna hámarkskaupverðs.
Samþykkt í bæjarstjórn 22. október 2002
Fundi slitið.