Bæjarráð

3277. fundur 15. ágúst 2002

2894. fundur
15.08.2002 kl. 09:00 - 09:43
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Þóra Ákadóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Hermann Jón Tómasson
Jón Erlendsson, áheyrnarfulltrúi
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Sigrún Birna Sigtryggsdóttir, fundarritari
1 Fundargerð Eyþings - dags. 21. júní 2002
2002020024
Fundargerðin er í 3 liðum og er lögð fram til kynningar.2 Fundargerð skólanefndar dags. 6. ágúst 2002
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


3 Fundargerð félagsmálaráðs dags. 12. ágúst 2002
Fundargerðin er í 11 liðum.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.


4 Fundargerð áfengis- og vímuvarnanefndar dags. 17. júlí 2002
Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


5 Afmælisverkefni Norræna félagsins - boð um þátttöku
2002080002
Erindi dags. 30. júlí 2002 frá Norræna félaginu varðandi boð um þátttöku í afmælisverkefni Norræna félagsins, 24.-29. september nk.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu og bendir á að nýlega tók hópur ungmenna þátt í vinabæjaviku í Randers í Danmörku.


6 Lóðir á Oddeyrartanga
2002080009
Erindi dags. 11. ágúst 2002 frá Ellen Sverrisdóttur þar sem hún býður Akureyrarbæ til kaups sinn hluta í þremur lóðum á Oddeyrartanga.
Bæjarlögmaður gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð felur bæjarlögmanni að kanna málið frekar.


7 Viðbótarlán - 2002
2002070004
Lagðar fram umsóknir um veitingu viðbótarlána.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 02-109 og 02-099.


Fundi slitið.