Bæjarráð

3428. fundur 24. október 2002

2901. fundur
24.10.2002 kl. 09:00 - 10:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Jón Erlendsson, varaáheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerðir dags. 1. og 14. október 2002
2002020093
Fundargerð frá 1. október er í 5 liðum og fundargerð frá 14. október er í 8 liðum.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.


2 Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 2003
2002080028
Erindi dags. 16. október 2002 frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, ósk um samþykki Akureyrarbæjar á fjárhagsáætlun eftirlitsins fyrir árið 2003.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlitsins fyrir árið 2003.


3 Héraðsnefnd Eyjafjarðar - vetrarfundur 4. desember 2002
2002100065
Erindi dags. 16. október 2002 þar sem boðað er til vetrarfundar Héraðsnefndar Eyjafjarðar
á Akureyri miðvikudaginn 4. desember nk.
Lagt fram til kynningar.


4 Fluguborg 14 - ósk um styrk til framkvæmda vegna reiðskemmu fatlaðra
2002100063
Erindi dags. 16. október 2002 frá handhöfum lóðarinnar Fluguborgar 14 þeim Jónsteini Aðalsteinssyni og Áslaugu Kristjánsdóttur varðandi jarðvegsskipti á byggingarreitnum Fluguborg 14 sem ætlaður er undir reiðskemmu fatlaðra.
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins og felur sviðsstjórum félagssviðs og tækni- og umhverfissviðs að leggja fram tillögu um afgreiðslu málsins í samræmi við umræður á fundinum.


5 Synjun umsóknar um húsaleigubætur
2002100066
Erindi dags. 16. október 2002 frá félagsmálaráðuneytinu varðandi kæru Arnars Gauta Finnssonar, kt. 070879-3609 vegna synjunar húsnæðisdeildar Akureyrarbæjar á umsókn hans um húsaleigubætur.
Umsóknin stenst ekki þær reglur sem um húsaleigubætur gilda og hafa verið settar af félagsmálaráðuneytinu og telst því úrskurður húsnæðisdeildar í málinu lögformlega réttur. Bæjarráð telur réttlætismál að þessum reglum verði breytt þegar í stað með tilliti til þeirra aðstæðna sem gilda í þessu máli og öðrum sambærilegum og hvetur félagsmálaráðuneytið til breytinga og felur bæjarlögmanni að knýja á um þær.


6 Hluthafafundur Tækifæris hf. 7. nóvember 2002
2002100072
Erindi dags. 16. október 2002 frá Tækifæri hf. þar sem boðað er til hluthafafundar 7. nóvember nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


7 Náttúruverndarsamtök Íslands - Kárahnjúkavirkjun og Norðlingaölduveita
2002100083
Erindi dags. 30. september 2002 (móttekið 18. október) frá Náttúruverndarsamtökum Íslands þar sem óskað er eftir fundi með fulltrúum Akureyrarbæjar varðandi Kárahnjúkavirkjun og afstöðu bæjarstjórnar til þeirra framkvæmda og Norðlingaölduveitu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara.


8 Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 7.- 8. nóvember 2002
2002090056
Erindi dags. 19. október 2002 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt eru dagskrárdrög fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður á Radison SAS Hótel Sögu, Reykjavík, dagana 7. og 8. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.


9 Melateigur 1-41 - erindi frá Hagsmunafélagi húseigenda og íbúa
2002100090
Erindi dags. 20. október 2002 frá Hagsmunafélagi húseigenda og íbúa við Melateig 1-41 þar sem krafist er afgreiðslu og svara við bréfi sem sent var byggingarfulltrúa 15. maí sl. Jafnframt er óskað eftir gögnum varðandi gatnagerðargjöld.
Bæjarráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að svara erindinu.


10 Innleystar félagslegar íbúðir - 2002
2002060090
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystrar félagslegrar íbúðar.
Bæjarráð samþykkir að íbúð nr. 02-020 verði seld á frjálsum markaði.


11 Viðbótarlán - 2002
2002070004
Lögð fram tillaga varðandi veitingu viðbótarlána.
Bæjarráð synjar umsóknum nr. 02-146 og nr. 02-149 vegna hámarkskaupverðs.


12 Fundur með þingmönnum Norðurlandskjördæmis eystra - október 2002
2002100087
Í lok fundar mættu eftirtaldir þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra til viðræðu við bæjarráð:
Árni Steinar Jóhannsson, Halldór Blöndal, Steingrímur J. Sigfússon, Tómas Ingi Olrich, Valgerður Sverrisdóttir og Örlygur Hnefill Jónsson varaþingmaður.

Fundi slitið.