Bæjarráð

3336. fundur 12. september 2002

2897. fundur
12.09.2002 kl. 08:15 - 11:32
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnardóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Miðbær - bílastæðamál
2002010089
5. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 28. ágúst 2002 sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs á fundi sínum 3. september sl. - varðandi tilnefningu í starfshóp.
Bæjarráð tilnefnir Sigrúnu B. Jakobsdóttur í starfshópinn.


2 Líflegur miðbær
2002090029
Erindi dags. 2. september 2002 frá Brynhildi Pétursdóttur áhugamanneskju um mósaík, þar sem hún leggur til að lífgað verði upp á miðbæ Akureyrar með því að setja mósaík á steypuker og kúlur.
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdaráðs til skoðunar.


3 Lóðaleiga FSA
2002080053
Erindi dags. 21. ágúst 2002 frá framkvæmdastjóra fjármála og reksturs hjá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri varðandi fasteignamat og hækkun á lóðaleigu FSA.
Bæjarlögmaður gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.


4 Umræða um ráðningu deildarstjóra íþrótta- og tómstundadeildar
2002070024
Erindi dags. 9. september 2002 frá framkvæmdastjóra IMG á Akureyri varðandi umræðu um ráðningu deildarstjóra íþrótta- og tómstundadeildar.
Erindið er lagt fram til kynningar. Bæjarráð vill þó taka fram að ekkert sem fram hefur komið í umræðu um þá ráðningu sem fjallað er um í erindinu hefur rýrt traust þess á fyrirtækinu og þeirri þjónustu sem það veitir.
Oktavía Jóhannesdóttir óskar bókað að hún situr hjá.5 Ráðning deildarstjóra íþrótta- og tómstundadeildar
2002070024
Erindi dags. 4. september 2002 frá Kristínu Rögnu Pálsdóttur kt. 300364-5009 varðandi ráðningu deildarstjóra íþrótta- og tómstundadeildar.
Lagt fram til kynningar.


6 Könnun á launum æðstu stjórnenda hjá Akureyrarbæ
2002060078
Tekin fyrir að nýju könnun á launum æðstu stjórnenda hjá Akureyrarbæ.
Bæjarstjóri lagði fram greinargerð um launamun kynja meðal embættismanna Akureyrarbæjar.
Í tilefni af fyrirliggjandi upplýsingum um laun æðstu stjórnenda bæjarins ályktar bæjarráð eftirfarandi:

1. Bæjarstjóra er falið að færa alla embættismenn bæjarins á embættismannasamning skv. heimild í lögum. Jafnframt er bæjarstjóra falið að skipa starfshóp til að gera tillögur um lagfæringar á reglum um embættismannasamninga svo og um samræmingu á launakjörum annarra stjórnenda og starfsmanna hjá Akureyrarbæ.

2. Bæjarstjóri, sviðsstjórar, framkvæmdastjórar bæjarfyrirtækja svo og aðrir stjórnendur bæjarins eru hvattir til að gera ráðstafanir til að halda yfirvinnu stjórnenda og almennra starfsmanna innan hóflegra marka sem samræmast starfsmanna- og fjölskyldustefnu bæjarstjórnar.

3. Hvatt er til að fylgst verði skipulega og faglega með þróun grunnlauna og aukagreiðslna til allra karla og kvenna sem starfa hjá Akureyrarbæ.

4. Allir sem koma að ráðningu embættismanna eru hvattir til að hafa í huga að það er stefna bæjarstjórnar að jafna hlutfall karla og kvenna meðal stjórnenda bæjarins. Af gefnu tilefni er minnt á að bæjarstjórn ræður bæjarstjóra, sviðsstjóra og framkvæmdastjóra bæjarfyrirtækja en ráðningar annarra stjórnenda eru á ábyrgð viðkomandi nefnda samkvæmt reglum um ábyrgðarmörk stjórnenda og pólitískra fulltrúa sem bæjarstjórn samþykkti 15. júní 1999.

Samþykkt í bæjarstjórn 17. sept. 2002. 3. lið vísað til bæjarráðs.

Þegar hér var komið vék Valgerður H. Bjarnadóttir af fundi kl. 10.45.


7 Sala félagslegra íbúða - 2002
2002070003
Lagt fram kauptilboð í Arnarsíðu 12 B, Akureyri.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.

Samþykkt í bæjarstjórn 17. sept. 2002


8 Viðbótarlán - 2002
2002070004
Umsóknir um veitingu viðbótarlána lagðar fram.
Bæjarráð samþykkir umsókn nr. 02-127, en synjar umsókn nr. 02-120.

Samþykkt í bæjarstjórn 17. sept. 2002


9 Endurskoðun fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar 2002
2001050043
Lögð fram tillaga að endurskoðun fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar 2002.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Samþykkt í bæjarstjórn 17. sept. 2002


Þegar hér var komið vék Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir af fundi kl. 11.05.


10 Sameiginlegur fundur bæjarráða Siglufjarðar og Akureyrar
2002090034
Erindi dags 9. september 2002 frá bæjarstjóranum á Siglufirði þar sem farið er fram á sameiginlegan fund bæjarráða Akureyrar og Siglufjarðar þar sem rædd yrðu sameiginleg hagsmunamál, s.s. samgöngumál, jarðgöng, sameining og samstarf sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu, atvinnumál, byggðamál o.fl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að undirbúa sameiginlegan fund bæjarráðanna.


11 Stofnun fræðaseturs við Háskólann á Akureyri
2002090039
Lagt fram minnisblað varðandi stofnun fræðaseturs við Háskólann á Akureyri.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga á grundvelli minnisblaðsins.


Fundi slitið.