Bæjarráð

2948. fundur 03. janúar 2002
Bæjarráð - Fundargerð
2868. fundur
03.01.2002 kl. 09:00 - 11:36
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon, formaður
Sigurður J. Sigurðsson
Þórarinn B. Jónsson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari1 Námskeiðsdagur 2002
2001120030
5. liður í fundargerð skólanefndar dags. 10. desember 2001 sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs á fundi sínum 18. desember sl.
Bæjarráð samþykkir að haldinn verði námskeiðsdagur sem tengist endur- og símenntun daginn fyrir skírdag þ.e. 27. mars 2002, en telur eðlilegt að ákvörðun um tilhögun starfsdaga í framtíðinni verði tekin í tengslum við gerð endur- og símenntunaráætlana fyrir starfsfólk leikskóla bæjarins.
Bæjarstjórn 15. janúar 20022 Leigutilboð vegna húsnæðis fyrir Tónlistarskólann á Akureyri
2001120033
8. liður í fundargerð skólanefndar dags. 10. desember 2001 sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs á fundi sínum 18. desember sl.
Bæjarráð bendir á vinnu nefndar sem er að störfum um málefni Tónlistarskólans og vísar erindinu til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.
Fasteignir Akureyrar 4. janúar 2002

3 Fundargerðir Eyþings
2001010131
Fundargerðir dags. 27. og 31. ágúst, 19. september og 5. nóvember 2001. Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.


4 Hafnasamlag Norðurlands - fundargerð dags. 17. desember 2001
2001010025
Fundargerðin er í 4 liðum og er lögð fram til kynningar.5 Fjárhagsáætlun Hafnasamlags Norðurlands 2002
2001120084
Lögð fram fjárhagsáætlun Hafnasamlags Norðurlands fyrir árið 2002.
Bæjarráð gerir þá athugasemd við fjárhagsáætlunina að í henni er ekki gert ráð fyrir greiðslu á þjónustu Akureyrarbæjar við Hafnasamlagið.


6 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 10. desember 2001
2001010126
Fundargerðin er í 6 liðum og er lögð fram til kynningar.7 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - matvælaeftirlit - Matvælastofa
2001120086
Erindi dags. 19. desember 2001 frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra varðandi hugsanlega stofnun Matvælastofu (ríkisins).
Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í bréfi heilbrigðisfulltrúa og samþykkir að senda bréfið til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.


8 Björgunarsveitin Súlur - húsnæðismál
2001100032
Erindi dags. 21. desember 2001 frá Björgunarsveitinni Súlum varðandi kostnað við breytingar á nýju húsnæði sveitarinnar og styrkbeiðni vegna áramótabrennu.
Lagt fram til frekari upplýsinga.


9 Stúdentaráð Háskóla Íslands - rannsóknir stúdenta við Háskóla Íslands á landsbyggðinni
2001120092
Erindi dags. 18. desember 2001 frá Stúdentaráði Háskóla Íslands varðandi stofnun styrktarsjóðs fyrir stúdenta við Háskóla Íslands til að vinna að rannsóknar- og þróunarverkefnum á landsbyggðinni.
Bæjarráð felur sviðsstjóra þjónustusviðs að afla frekari upplýsinga um verkefnið.10 Ferðaskrifstofan Nonni - markaðsmál
2001060108
Erindi dags. 20. desember 2001 frá Ferðaskrifstofunni Nonna varðandi markaðsmál.
Bæjarráð vísar bréfinu til þeirrar nefndar sem falið var að fjalla um hugsanlegt samstarf Akureyrarbæjar og Ferðaskrifstofu Akureyrar um kynningarmál.


11 Reynslusveitarfélagaverkefni
1999060017
Erindi dags. 20. desember 2001 frá Félagsmálaráðuneyti og Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti varðandi þjónustusamninga ráðuneytanna og Akureyrarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að halda áfram viðræðum við ráðuneytin, en getur ekki fallist á þær upphæðir sem fram koma í bréfi ráðherranna.

Oddur Helgi Halldórsson vék af fundi kl. 10.50.

12 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2002
2001050043
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.13 Önnur mál
a) Afhent var bókargjöf frá Skákfélagi Akureyrar "Skák í hundrað ár" sem gefin er út í tilefni 100 ára afmæli Skákfélags Akureyrar.
b) Starf bæjarlögmanns.
b) Bæjarráð samþykkir að framlengja frest til umsóknar um starf bæjarlögmanns.Fundi slitið.