Bæjarráð

2955. fundur 10. janúar 2002
2869. fundur
10.01.2002 kl. 09:00 - 12:27
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari


1 Helgamagrastræti 29-41 - Nýting lóðar
2002010018
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 7. janúar 2002.
Bæjarráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að svara erindinu.


2 Hafnarstræti 37 - Endurbætur á húsnæði
2002010019
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 7. janúar 2002 þar sem spurst er fyrir um opinbera styrki til orkusparandi aðgerða á gömlu húsi.
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra Norðurorku að svara erindinu.3 Framkvæmdaráð - Framkvæmdaáætlun 2002
2001110044
1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 4. janúar 2002.
Bæjarráð vísar framkvæmdaáætluninni til gerðar fjárhagsáætlunar.4 Skólanefnd - Fjárhagsáætlun 2002
2002010010
5. liður í fundargerð skólanefndar dags. 7. janúar 2002.
Bæjarráð vísar beiðni um hækkun ramma til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.5 Reynslusveitarfélög - Mat á árangri
2001120060
1. liður í fundargerð reynslusveitarfélagsnefndar dags. 7. janúar 2002.
Bæjarráð samþykkir að senda fundargerð nefndarinnar til verkefnisstjórnar reynslusveitarfélaga og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Bæjarstjórn 15. janúar 2002


6 Sóknarnefnd Akureyrarkirkju - Móttaka ferðamanna við Akureyrarkirkju
2002010004
Erindi dags 2. janúar 2002 frá sóknarnefnd Akureyrarkirkju þar sem óskað er eftir viðræðum vegna móttöku ferðamanna við kirkjuna.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.7 Landsvirkjun - Stýring áhættu vegna gengis, vaxta og álverðs
2000010072
Erindi dags. 28. desember 2001 frá Landsvirkjun varðandi stýringu áhættu vegna gengis, vaxta og álverðs.
Bæjarráð samþykkir framkomna beiðni Landsvirkjunar.
Bæjarstjórn 15. janúar 2002


8 Atvinnumálanefnd - Ósk um aukið framlag til nefndarinnar
2002010002
Erindi dags. 27. desember 2001 frá atvinnumálanefnd Akureyrar um framlög til nefndarinnar.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.


9 Atvinnumálanefnd - Fjárhagsáætlun 2002
2001090042
Erindi dags. 28. desember 2001 frá atvinnumálanefnd varðandi flutning eftirstöðva framlags Framkvæmdasjóðs til verkefnisins "markaðs- og kynningarátak" yfir á fjárhagsáætlun Framkvæmdasjóðs árið 2002 ásamt ósk um aukið framlag.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.10 Neytendasamtökin - Styrkbeiðni vegna ársins 2002
2002010003
Erindi dags. 27. desember 2001 frá Neytendasamtökunum með ósk um styrkveitingu til samtakanna á árinu 2002.
Bæjarráð samþykkir að styrkja starfsemi Neytendasamtakanna á árinu 2002 með framlagi að upphæð kr. 200.000.
Bæjarstjórn 15. janúar 2002


11 Samband íslenskra sveitarfélaga - EES-samningurinn og íslensk sveitarfélög
2002010012
Erindi dags. 2. janúar 2002 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi ráðstefnu sambandsins og utanríkisráðuneytisins 8. febrúar 2002 um áhrif EES-samningins á íslensk sveitarfélög.
Lagt fram til kynningar.


12 Yfirlýsing um ýmis samskiptamál ríkis og sveitarfélaga
2002010016
Erindi dags. 2. janúar 2002. Yfirlýsing félagsmálaráðherra, fjármálaráðherra og formanns og framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga um ýmis samskiptamál ríkis og sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.


13 Nökkvi - Uppbygging við Höepfnersbryggju
2001020115
Erindi dags. 21. desember 2001 frá Siglingaklúbbnum Nökkva þar sem óskað er eftir viðræðum við Akureyrarbæ um uppbyggingu útivistarsvæðis og félagsaðstöðu Nökkva við Höepfnersbryggju.
Bæjarráð felur sviðsstjórum tækni- og umhverfissviðs og félagssviðs að ræða við forsvarsmenn Nökkva um framtíðaruppbyggingu félagsins við Höepfnersbryggju.


14 Globodent
2000050067
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu á grundvelli umræðna á fundinum.15 Starfsáætlanir 2002
2001110080
Rætt um starfsáætlanir sviða og nefnda.
Bæjarráð felur nefndum og ráðum að yfirfara starfsáætlanir í samráði við stjórnendur og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar eru með tilliti til fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar. Stefnt skal að því að ljúka yfirferðinni fyrir miðjan febrúar. Bæjarráð og bæjarstjórn munu þá taka áætlanirnar til umræðu og samþykktar.
Bæjarstjórn 15. janúar 200216 Lækkun fasteignaskatts hjá öldruðum og örorkulífeyrisþegum
2001110048
Lögð fram tillaga um lækkun fasteignaskatts hjá öldruðum og örorkulífeyrisþegum.
Fjármálastjóri leggur til að fasteignaskattur af eigin íbúðum þeirra, sem verða 70 ára og eldri á árinu 2002 verði lækkaður um allt að kr. 21.500 af hverri íbúð sem nýtt er til eigin nota sbr. heimild í 5. grein laga um tekjustofna sveitarfélaga.
Jafnframt er lagt til að fasteignaskattur af eigin íbúðum örorkulífeyrisþega (75% örorka) verði lækkaður um sömu upphæð hjá:
a) Einstaklingum með tekjur allt að kr. 1.300.000.
b) Hjónum eða fólki í sambúð með tekjur allt að kr. 1.780.000.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunum til afgreiðslu bæjarstjórnar, en felur fjármálastjóra að leggja nánari útfærslu á afslætti fasteignagjalda til öryrkja fyrir bæjarráð.
Bæjarstjórn 15. janúar 2002
Bæjarráð 31. janúar 2002


17 Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur
2001070008
Lagt fram yfirlit um rekstur Bæjarsjóðs Akureyrar janúar - nóvember 2001.18 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2002
2001050043
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Til fundar við bæjarráð mættu frá KPMG Endurskoðun Akureyri þeir Arnar Árnason, Þorsteinn Þorsteinsson og Magnús Kristjánsson ásamt Jóni Braga Gunnarssyni verkefnastjóra á fjármálasviði.
Samþykkt að vísa til fyrri umræðu í bæjarstjórn frumvarpi að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar. Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:
1 Aðalsjóður
2 Fyrirtæki A-hluti:
Fasteignir Akureyrarbæjar
Framkvæmdamiðstöð
Eignasjóður gatna
Húsverndarsjóður
Menningarsjóður
3 Fyrirtæki B-hluti:
Félagslegar íbúðir
Fráveita
SVA
Dvalarheimili
Framkvæmdasjóður
Norðurorka
Rangárvellir
Bifreiðastæðasjóður
Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar
Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur
Hafnasamlag Norðurlands.

Hér er um breytt reikningshald að ræða sem byggir á reglugerð nr. 944/2000 um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga, sem sett er skv. ákvæðum 67. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
Fundi slitið.