Bæjarráð

2962. fundur 17. janúar 2002
2870. fundur
17.01.2002 kl. 09:00 - 11:41
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon, formaður
Sigurður J. Sigurðsson
Þórarinn B. Jónsson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari


1 Eignarhaldsfélagið Rangárvellir - fundargerð dags. 3. janúar 2002
2002010021
Fundargerðin er í 3 liðum og er lögð fram til kynningar.2 Hafnarstræti 98
2001030133
Erindi dags. 9. janúar 2002 frá Lögmannsstofunni ehf. þar sem Akureyrarbæ er á ný boðin til kaups fasteignin Hafnarstræti 98, 2. og 3. hæð ásamt kjallara.
Bæjarráð hafnar því að kaupskylda Akureyrarbæjar hvíli á umræddri fasteign og hafnar því boði um kaup á Hafnarstræti 98.
Bæjarstjórn 5. febrúar 20023 Stúdentaráð Háskóla Íslands - rannsóknir stúdenta við Háskóla Íslands á landsbyggðinni
2001120092
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 18. desember 2002 frá Stúdentaráði Háskóla Íslands varðandi stofnun styrktarsjóðs fyrir stúdenta við Háskóla Íslands til að vinna að rannsóknar- og þróunarverkefnum á landsbyggðinni. Lagðar fram viðbótarupplýsingar frá Stúdentaráði.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í umræddu verkefni árið 2002 með framlagi að upphæð
kr. 200.000 sem færast til gjalda á málaflokk 04 Fræðslumál.

Bæjarstjórn 5. febrúar 2002


4 Vikudagur - Auglýsingamál
2002010056
Erindi dags. 14. janúar 2002 frá Hjörleifi Hallgríms f.h. Vikudags varðandi auglýsingamál.
Með vísan til umrædds bréfs vill bæjarráð taka fram að það er á valdi hverrar stofnunar og rekstrareiningar Akureyrarbæjar að ákveða hvar og hvernig auglýst er. Bæjarráð bendir á að Vikudagur er mjög stór viðskiptaaðili Akureyrarbæjar á sviði auglýsinga.5 Málefni Myndlistaskólans á Akureyri
2000090019
Lögð fram drög að samningi milli Akureyrarbæjar og Myndlistaskólans á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum.
Bæjarstjórn 5. febrúar 2002


6 Lindin/Esso-stöðinni við Leiruveg - endurnýjun veitingaleyfis
2002010058
Erindi dags. 14. janúar 2002 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Vilhelms Ágústssonar kt. 301037-3259 f.h. Höldurs ehf. kt. 651174-0239 um endurnýjun á leyfi til að reka veitingastofu í Esso-stöðinni við Leiruveg, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs veitingastofu verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


7 Sjallinn ehf.- Endurnýjun á áfengisveitingaleyfi
2001100048
Erindi dags. 12. október 2001 frá Ottó Sverrissyni kt. 020665-4409 varðandi endurnýjun áfengisveitingaleyfis fyrir Sjallann ehf. kt. 690200-3250 og viðbótarleyfis vegna aukins húsnæðis.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til áfengisveitinga og viðbótarleyfi vegna aukins húsnæðis verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


8 Áfengisveitingaleyfi - Setrið, Sunnuhlíð 12
2001080047
Úrskurður frá úrskurðarnefnd um áfengismál dags. 10. janúar 2002 lagður fram til kynningar.9 Ytri Skjaldarvík - breyting á ábúðarsamningi
2000080039
Erindi dags. 15. janúar 2002 frá Ásbirni Á. Valgeirssyni, Hörpu Hrafnsdóttur og Brynjólfi Snorrasyni varðandi breytingar á ábúðarsamningi fyrir jörðina Ytri Skjaldarvík, Hörgárbyggð.
Bæjarráð samþykkir ekki ósk ábúenda Ásbjörns Valgeirssonar og Hörpu Hrafnsdóttur um að losa þau undan ákvæðum samningsins frá og með 15. janúar 2002, en gerir ekki athugasemd við framleigu þeirra á íbúðarhúsinu út samningstímann sem er til 31. maí 2002.
Bæjarstjórn 5. febrúar 2002


10 Globodent
2000050067
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.


11 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2002
2001050043
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Fundi slitið.