Bæjarráð

2985. fundur 31. janúar 2002
2872. fundur
31.01.2002 kl. 09:00 - 11:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon, formaður
Sigurður J. Sigurðsson
Þórarinn B. Jónsson
Oddur Helgi Halldórsson
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari


1 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2002
2001050043
Rætt var um fjárhagsáætlun ársins 2002, sem var til fyrri umræðu í bæjarstjórn 15. janúar sl.
Lagt var fram nýtt frumvarp með þeim breytingum sem gerðar hafa verið milli umræðna.
Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:


1 Samstæðureikningur Akureyrarbæjar
2 Aðalsjóður
3 Samstæðureikningur A-hluti
4 Fyrirtæki A-hluti:
Fasteignir Akureyrarbæjar
Framkvæmdamiðstöð
Eignasjóður gatna o.fl.
Húsverndarsjóður
Menningarsjóður
5 Samstæðureikningur B-hluti
6 Fyrirtæki B-hluti:
Félagslegar íbúðir
Fráveita Akureyrar
Strætisvagnar Akureyrar
Dvalarheimili aldraðra
Framkvæmdasjóður Akureyrar
Norðurorka
Eignarhaldsfélagið Rangárvellir
Bifreiðastæðasjóður Akureyrar
Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar
Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur
Hafnasamlag Norðurlands

Frumvarpið er í samræmi við reglugerð nr. 944/2000 um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga, sem sett er skv. ákvæðum 67. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.a) Starfsáætlanir
Í bæjarráði 10. janúar sl. var gerð svohljóðandi bókun:
"Bæjarráð felur nefndum og ráðum að yfirfara starfsáætlanir í samráði við stjórnendur og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar eru með tilliti til fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar. Stefnt skal að því að ljúka yfirferðinni fyrir miðjan febrúar. Bæjarráð og bæjarstjórn munu þá taka áætlanirnar til umræðu og samþykktar."
Bæjarráð framlengir áður umræddan frest til loka febrúar nk.b) Gjaldskrár
Til þess að mæta áhrifum verðlagshækkana í rekstri Akureyrarbæjar hefðu þjónustugjaldskrár bæjarstofnana þurft að hækka um 30 m.kr. á árinu 2002. Auk þeirra ákvarðana um gjaldskrárlækkanir sem þegar hafa verið teknar af bæjarstjórn leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að Akureyrarbær leggi enn frekar sitt af mörkum til þess að halda aftur af verðlagshækkunum í landinu með eftirfarandi hætti:
Í fyrirliggjandi frumvarpi að fjárhagsáætlun eru tillögur frá nefndum um gjaldskrárbreytingar sem nema um 30 m.kr. Lagt er til að ekki verði hækkuð gjöld í leikskólum, skólaþjónustu og heimaþjónustu Akureyrarbæjar á árinu 2002. Aðrar tillögur nefnda um gjaldskrárbreytingar haldi sér.
Fjárhagsleg áhrif þessarar tillögu eru þau að fyrirhugaðar hækkanir lækka um 23 m.kr. og eru útgjöld vegna þessa færð til gjalda undir viðkomandi málaflokkum.c) Kaup á vörum og þjónustu
Ítrekuð er sú meginstefna að tilboða sé leitað í framkvæmdir og kaup á vörum og þjónustu á vegum Akureyrarbæjar.


d) Fyrirvari vegna reynslusveitarfélagsverkefna
Fjárhagsáætlunin er sett fram með þeim fyrirvara að enn er óljóst með framhald þeirra reynslusveitarfélagsverkefna sem Akureyrarbær hefur haft á hendi.
Í áætluninni er gert ráð fyrir að greiðslur frá ríkissjóði standi undir kostnaði við verkefni á sviði öldrunarmála og í málefnum fatlaðra.
Rekstur Heilsugæslustöðvar er ekki inni í áætluninni.
Þegar niðurstaða um framhald verkefnanna liggur fyrir þarf að breyta áætluninni í samræmi við hana.e) Framkvæmdir
Lögð fram tillaga að framkvæmdum skv. meðfylgjandi lista, samtals að upphæð
kr. 1.338.820.000.Bæjarráð vísar frumvarpinu ásamt framangreindum tillögum til bæjarstjórnar til síðari umræðu
og afgreiðslu.
Bæjarráð lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar, sem borist hafa frá nefndum og utanaðkomandi aðilum og vísað hefir verið til gerðar fjárhagsáætlunar.
2 Lækkun fasteignaskatts hjá öldruðum
2001110048
16. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 10. janúar 2002. Við afgreiðslu bæjarstjórnar 15. janúar sl. kom fram tillaga frá fulltrúum Framsóknarflokksins um að afsláttur á fasteignaskatti miðist við 67 ára aldur í stað 70 ára.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 24. janúar sl. að vísa tillögunni til afgreiðslu með fjárhagsáætlun við síðari umræðu í bæjarstjórn.


3 Þriggja ára áætlun 2003 - 2005
2002010120
Bæjarstjóri lagði fram drög að þriggja ára áætlun um framkvæmdir á árunum 2003 - 2005.


4 Fræðslunefnd - fundargerðir
Fundargerð dags. 14. nóvember 2001 er í 4 liðum. Fundargerð dags. 21. janúar 2002 er í 3 liðum. Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.


5 Lífafl ehf. - Hluthafafundur
2002010114
Erindi dags. 25. janúar 2002 þar sem boðað er til hluthafafundar í Lífafli ehf. þriðjudaginn
5. febrúar 2002.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að sækja hluthafafundinn.


6 Aðstaða fyrir tómstundir og félagsstarf eldri borgara
2002010108
Ódags. erindi og undirskriftalistar frá 77 íbúum í Lindasíðu 2- 4 varðandi aðstöðu fyrir tómstundir og félagsstarf eldri borgara í húsnæði bæjarins að Bjargi.
Bæjarráð vísar til afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2002 þar sem gert er ráð fyrir fjárveitingu til bættrar aðstöðu fyrir tómstunda- og félagsstarf eldri borgara.7 Bandalag íslenskra skáta - Landsmót skáta 2002
2001110055
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 13. nóvember 2001 frá Bandalagi íslenskra skáta varðandi Landsmót skáta 2002 sem haldið verður að Hömrum við Akureyri dagana 16.- 23. júlí 2002. Lagt fram minnisblað frá sviðstjóra félagssviðs og íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Bæjarráð samþykkir að veita 1 millj. kr. styrk til mótshaldsins, sem greiddur verði út í samráði við íþrótta- og tómstundafulltrúa Akureyrarbæjar. Styrkurinn greiðist út af málaflokki 06.
Bæjarstjórn 5. febrúar 2002


8 Hafnarstræti 104 - kaup á eignarlóð
2000030069
Erindi dags. 28. janúar 2002 frá Erling Ingvasyni varðandi eignarlóðina að Hafnarstræti 104.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


9 Vikudagur - Auglýsingamál
2002010056
Erindi dags. 29. janúar 2002 frá Hjörleifi Hallgríms f.h. Vikudags varðandi afgreiðslu bæjarráðs á fyrra erindi.
Bæjarráð vísar til fyrri afgreiðslu á erindi Vikudags sem sent hefur verið öllum deildum bæjarins.


10 Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur
2001070008
Lagt fram yfirlit um rekstur Bæjarsjóðs Akureyrar janúar - desember 2001.
Lagt fram með fyrirvara um að ekki er um endanlegt uppgjör að ræða.


11 Önnur mál
a) Bæjarverkfræðingur og bæjarlögmaður gerðu grein fyrir fundi með íbúum Teigahverfis sbr. samþykkt bæjarstjórnar 18. desember sl.

b) Þar sem bæjarlögmaður Hákon Stefánsson hverfur senn til annarra starfa vill bæjarráð færa honum bestu þakkir fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Fundi slitið.