Bæjarráð

2990. fundur 07. febrúar 2002
2873. fundur
07.02.2002 kl. 09:00 - 11:20
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Þóra Ákadóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari


1 Eignarhaldsfélagið Rangárvellir - fundargerð dags. 29. janúar 2002
2002010021
Fundargerðin er í 1 lið og er lögð fram til kynningar.


2 Frumvörp til laga um samgönguáætlun 384. og 385. mál
2002010126
Erindi dags. 30. janúar sl. frá samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um samgönguáætlun 384. mál og lagaákvæði er varða samgönguáætlun 385. mál.
Sjá heimasíðu Alþingis: www.althingi.is/altext/127/s/0625.html og www.althingi.is/altext/127/s/0639.html
Lagt fram til kynningar og sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs falið að yfirfara frumvörpin fyrir næsta fund bæjarráðs.3 Hákólinn á Akureyri - Euronews, kynningarþáttur
2002010128
Erindi dags. 1. febrúar 2002 frá Háskólanum á Akureyri þar sem sótt er um styrk til að gera kynningarþátt um skólann sem sýndur verður á sjónvarpsstöðinni Euronews.
Bæjarráð minnir á að í gildi er samningur milli Akureyrarbæjar og Háskólans á Akureyri um stuðning bæjarins að upphæð kr. 1.000.000 á þessu ári sem ætlað er að koma í stað fjölda smærri styrkja sem bærinn hefur veitt Háskólanum á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir að styrkja gerð þessa kynningarþáttar með kr. 500.000. Færist af liðnum styrkir bæjarráðs á málaflokk 13.

Bæjarstjórn 19. febrúar 2002


4 Héraðsnefnd Eyjafjarðar - fundargerð dags. 12. desember 2001
2001110028
Fundargerðin er í 14 liðum og er lögð fram til kynningar.


5 Leyfi til að reka gistiaðstöðu - Þórunnarstræti 93 og Klettastígur 6
2002020006
Erindi dags. 1. febrúar 2002 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Erlings Aðalsteinssonar, kt. 210446-3709 fyrir hönd Gistihótels ehf., kt. 430102-4510 um leyfi til að reka gistiaðstöðu á einkaheimili að Þórunnarstræti 93 og að Klettastíg 6, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs gistiaðstöðu verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.6 Útboð á eldsneyti fyrir Akureyrarbæ
2002020011
Útboð Akureyrarbæjar vegna eldsneytiskaupa. Lagt fram minnisblað frá innkaupastjóra.
Fjögur tilboð bárust frá eftirtöldum:
árleg viðmiðunarupphæð m.v. 2-5 ár
ESSO kr. 120.678.316
ESSO - frávikstilboð kr. 119.020.316
Olís kr. 127.273.688
Skeljungur kr. 123.819.800

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við ESSO á grundvelli frávikstilboðs þeirra.
Bæjarstjórn 19. febrúar 2002


7 Krafa um endurskoðun á skipulagi íbúabyggðar á Eyrarlandsholti
2001050145
Erindi dags. 2. febrúar 2002 frá Hagsmunafélagi íbúa og húseigenda við Melateig 1- 41 varðandi skipulag íbúabyggðar á Eyrarlandsholti.
Á fundi bæjarstjórnar 18. desember 2001 var gerð svohljóðandi bókun:
"Vegna 10. liðar í fundargerð bæjarráðs dags. 6. desember 2001 bar bæjarfulltrúi Oktavía Jóhannesdóttir fram svohljóðandi tillögu:
"Bæjarverkfræðingi er falið að funda með íbúum við Melateig 1- 41 og kynna þeim rök bæjarins í þessu máli."
Tillagan var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum."
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs gerði grein fyrir fundi sem haldinn var með íbúum við Melateig. Jafnframt var greint frá því að fram væri komin krafa frá verktaka svæðisins um endurgreiðslu gatnagerðargjalda.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni og sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að fara yfir framkomnar kröfugerðir og leggja greinargerð um málið fyrir bæjarráð sem grundvöll ákvörðunar.

Fundi slitið.