Bæjarráð

2992. fundur 07. mars 2002
2877. fundur
07.03.2002 kl. 09:00 - 10:20
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon, formaður
Þóra Ákadóttir
Páll Tómasson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Ármann Jóhannesson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari1 Gjaldskrárbreyting 2002 - hundaleyfi - búfjárleyfi og leiga landa
2002020108
1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 1. mars 2002.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrárbreytingarnar.2 Gatnagerð á lóð Háskólans á Akureyri
2002020131
3. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 1. mars 2002.
Bæjarráð samþykkir þá afgreiðslu framkvæmdaráðs að hafna beiðni Háskólans á Akureyri um að vegurinn að væntanlegu rannsóknarhúsi verði hluti af gatnakerfi bæjarins.3 Kaup á slökkvibifreið
2002030030
6. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 1. mars 2002.
Bæjarráð samþykkir beiðni framkvæmdaráðs um að keyptur verði notaður körfubíll fyrir Slökkvilið Akureyrar. Áætlaður kostnaður er kr. 3,5 - 4 milljónir. Fjárveitingu er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


4 Fyrirspurnir vegna Kárahnjúkavirkjunar
2001060057
Erindi dags. 27. febrúar 2002 frá Tómasi Gunnarssyni, fyrirspurnir vegna Kárahnjúkavirkjunar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.


5 Eyþing - fundargerðir
2002020024
Fundargerð 128. fundar stjórnar Eyþings dags. 20. febrúar 2002 er í 11 liðum. Fundargerð stjórnar Eyþings með héraðsráðum Eyjafjarðar og Þingeyinga dags. 20. febrúar 2002 er í 7 liðum.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.


6 Globodent
2000050067
Gerð var grein fyrir stöðu málsins.
Formanni bæjarráðs falið að gera stjórnendum Globodent grein fyrir umræðum á fundinum.

Fundi slitið.