Bæjarráð

2998. fundur 14. febrúar 2002
2874. fundur
14.02.2002 kl. 09:00 - 12:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari


1 Æfingasvæði fyrir Bílaklúbb Akureyrar
2002020030
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 11. febrúar 2002.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisráðs og íþrótta- og tómstundaráðs.


2 Helgamagrastræti 29-41 - nýting lóðar
2002010018
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 11. febrúar 2002.
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs hefur þegar svarað erindinu.


3 Eyþing - fundargerð dags. 16. janúar 2002
2002020024
Fundargerðin er í 10 liðum og er lögð fram til kynningar.4 Hverfisnefndir
2001110052
Á fundi bæjarstjórnar 5. febrúar 2002 var eftirfarandi bókað við 3. lið í fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 17. janúar 2002:
"Við afgreiðslu á 3. lið kom fram eftirfarandi tillaga frá bæjarfulltrúa Ásgeiri Magnússyni:
"Í samræmi við tillögu náttúruverndarnefndar samþykkir bæjarstjórn að stofna hverfisnefnd á Oddeyri og felur bæjarráði nánari útfærslu verkefnisins."
Tillagan var samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum og þar með fullnaðarafgreiðsla á liðnum."
Fram voru lögð drög að lýsingu á störfum hverfisnefndar.
Bæjarráð samþykkir drögin með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og felur bæjarstjóra að boða til fundar í nafni bæjarráðs með íbúum á Oddeyri, þar sem verkefninu verði hrint í framkvæmd.
Bæjarstjórn 19. febrúar 20025 Hafnarstræti 104 - kaup á eignarlóð
2000030069
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 28. janúar 2002 frá Erling Ingvasyni varðandi eignarlóðina að Hafnarstræti 104, áður á dagskrá bæjarráðs 31. janúar sl.
Bæjarráð hafnar erindinu og vísar til fyrri ákvörðunar um sama erindi.
Þórarinn B. Jónsson óskar bókað að hann tók ekki þátt í afgreiðslu.
Jakob Björnsson og Oddur Helgi Halldórsson óska bókað að þeir sitja hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn 19. febrúar 2002


6 Styrkur Akureyrarbæjar til Háskólans á Akureyri 2001-2002
2001020122
Erindi dags. 12. febrúar 2002 frá Háskólanum á Akureyri, skýrsla stjórnar Akureyrarsjóðs varðandi úthlutanir úr sjóðnum árið 2001.
Lagt fram til kynningar.


7 Hríseyjargata 7 og 9 - lóðamörk
2002010111
Lögð fram erindi dags. 24. janúar og 4. febrúar sl. frá Jóni Magnússyni hæstaréttarlögmanni og erindi dags. 8. febrúar 2002 frá Lúðvíki Jónssyni varðandi lóðamörk Hríseyjargötu 7 og 9.
Bæjarráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að leita allra leiða til að ná samkomulagi við lóðarhafa að Hríseyjargötu nr. 7 og nr. 9 í þessu máli.


8 Frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga - 378. mál
2002010127
Lagt fram erindi framkvæmdastjóra Norðurorku dags. 5. febrúar sl. varðandi athugasemdir við frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga.
Bæjarráð tekur undir framkomnar athugasemdir framkvæmdastjóra Norðurorku og samþykkir að senda umsögnina til félagsmálanefndar Alþingis.


9 Reynslusveitarfélagsverkefni
1999060017
Lagt fram afrit af bréfi til félagsmálaráðherra dags. 6. febrúar 2002 varðandi samninga milli Akureyrarbæjar og félagsmálaráðuneytisins um þjónustu við fatlaða. Bréfið er undirritað af forstöðumönnum og ráðgjöfum sem starfa við málaflokkinn á Akureyri. Þeir telja að ekki eigi að flytja málaflokkinn aftur til ríkisins og skora á samningsaðila að taka upp viðræður og ljúka málinu hið fyrsta.
Lagt fram til upplýsinga.10 Upplýsingakerfi - þarfagreining
2001090048
Fjármálastjóri gerði grein fyrir stöðu mála.
Bæjarráð frestar vinnu við þarfagreiningu vegna upplýsingakerfa og hafnar þar af leiðandi fyrirliggjandi tilboðum.
Bæjarstjórn 19. febrúar 2002


11 Uppgjör Jöfnunarsjóðs 2001 - áætlun 2002
2002020029
Erindi dags. 6. febrúar 2002 frá félagsmálaráðuneytinu varðandi uppgjör Jöfnunarsjóðs fyrir árið 2001 og áætlun fyrir árið 2002.
Lagt fram til kynningar.


12 Þriggja ára áætlun 2003 - 2005
2002010120
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar.
Bæjarráð samþykkir að vísa áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.


13 Frumvörp til laga um samgönguáætlun, 384. og 385. mál
2002010126
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs fjallaði um frumvarp til laga að samgönguáætlun og gerði grein fyrir viðræðum sínum við fulltrúa Vegagerðar, Flugmálastjórnar og Hafnasamlags Norðurlands.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi umsögn:
Lögum um samgönguáætlun ber að fagna, þar sem í fyrsta sinn er litið á samgöngumál sem eina heild, sem getur ekki orðið annað en til farsældar fyrir alla landsmenn. Með henni er verið að auka samþættingu mismunandi samgöngumáta og nýta fjármagnið sem fer í þá á sem hagkvæmastan hátt eftir því sem þróunin í flutningamáta og leiðum fleygir fram og kröfur um atvinnu- og búsetuhætti breytast.
14 Byggðaáætlun 2002-2005
2001120089
Lögð fram tillaga til þingsályktunar um stefnu í byggðamálum fyrir árin 2002-2005.
Bæjarráð tekur undir meginatriði tillögunnar og lýsir yfir ánægju með þær áherslur sem lagðar eru til eflingar Akureyrar og Eyjafjarðarsvæðisins.
Bæjarstjórn 19. febrúar 2002

Fundi slitið.