Bæjarráð

3005. fundur 21. febrúar 2002
2875. fundur
21.02.2002 kl. 09:00 - 10:50
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon, formaður
Þóra Ákadóttir
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari1 Ljósleiðari
2002020061
1. liður í fundargerð stjórnar Norðurorku dags. 7. desember 2001 sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs á fundi sínum þann 18. desember sl.
Franz Árnason framkvæmdastjóri Norðurorku og Páll Tómasson formaður stjórnar Norðurorku mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir stöðu mála.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að áform Norðurorku um þátttöku í stofnun hlutafélags um gagnaflutninganet verði staðfest.
Bæjarstjórn 5. mars 2002


2 Framkvæmdaáætlun 2002
2001110044
1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 15. febrúar 2002.
Bæjarráð samþykkir áætlunina.

Þegar hér var komið mætti Sigurður J. Sigurðsson til fundarins kl. 09:15.


3 Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar
2000080041
6. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 11. febrúar 2002.
Lögð fram drög að fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu fjölskyldustefnunnar.


4 Hafnasamlag Norðurlands - fundargerð dags. 11. febrúar 2002
2002020034
Fundargerðin er í 7 liðum og er lögð fram til kynningar.


5 Endurnýjun á gisti- og veitingaleyfi - Íbúðahótel Geislagötu 10
2002020041
Erindi dags. 13. febrúar 2002 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Magnúsar Sigurbjörnssonar, kt. 061260-5799 fyrir hönd Geislagötu ehf., kt. 510794-2069 til að reka gistiheimili (íbúðahótel) að Geislagötu 10, Akureyri. Um endurnýjun er að ræða.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til að reka gistiheimili (íbúðahótel) verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


6 Veisluþjónusta kokkanna ehf. - veitingaleyfi
2002020058
Erindi dags. 14. febrúar 2002 frá Sýslumanninum á Akureyri þar sem óskað er umsagnar um umsókn Júlíusar Jónssonar, kt. 180861-5059 f.h. Veisluþjónustu kokkanna ehf., kt. 470202-2460 til að reka veisluþjónustu að Laufásgötu 9, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til að reka veisluþjónustu verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


7 Áfengisveitingaleyfi - Setrið, Sunnuhlíð 12
2001100104
Tekið fyrir erindi dags. 29. október 2001 frá Sigurbjörgu Steindórsdóttur, kt. 180950-4279 þar sem hún sækir um áfengisveitingaleyfi fyrir Setrið, Sunnuhlíð 12, Akureyri.
Umsögn áfengis- og vímuvarnarnefndar frá 19. febrúar 2002 lögð fram.
Bæjarráð tekur fram að það er stefna bæjarstjórnar að takmarka eða banna starfsemi næturklúbba í framtíðinni. Bæjarráð hefur falið umhverfisráði að leggja fram tillögur um á hvern hátt slíkt sé framkvæmanlegt.
Bæjarráð leggst ekki gegn framkomnu erindi að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum, en vekur athygli umsækjanda og sýslumanns á þessari stefnumörkun.
8 "Kontaktmandsmøde og 700 års jubilæum i Randers" 7.- 9. mars 2002
2002010102
Erindi dags. 16. janúar og 11. febrúar 2002 frá borgarstjóranum í Randers þar sem boðað er til "kontaktsmands" fundar í tengslum við 700 ára afmæli borgarinnar þann 8. mars 2002.
Bæjarráð tilnefnir bæjarstjóra og frú ásamt sviðsstjóra þjónustusviðs sem fulltrúa Akureyrarbæjar.
Bæjarstjórn 5. mars 20029 Lífafl ehf. - fjárhagsstaða
2000120104
Erindi dags. 12. febrúar 2002 frá Lífafli ehf. varðandi óformlega nauðasamninga vegna fjárhagsstöðu Lífafls ehf.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn 5. mars 200210 Ytri Skjaldarvík - breyting á ábúðarsamningi
2000080039
Á fundi bæjarstjórnar 5. febrúar 2002 var 9. lið í fundargerð bæjarráðs dags. 17. janúar sl. "Ytri Skjaldarvík - breyting á ábúðarsamningi" vísað aftur til bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir fyrri afgreiðslu sína á málinu.
Bæjarstjórn 5. mars 2002


11 Hesjuvellir
2000040075
Erindi dags. 27. janúar 2002 frá Sigríði Höskuldsdóttur, Hesjuvöllum, þar sem hún óskar eftir samþykki bæjarstjórnar Akureyrar til að leysa 17,75 ha spildu úr landi jarðarinnar úr landbúnaðarnotkun.
Bæjarráð vísar því til umhverfisráðs hvort íbúðabyggð komi til greina á umræddu svæði.12 Krafa um endurskoðun á skipulagi íbúabyggðar á Eyrarlandsholti
2001050145
Lögð fram greinargerð frá sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs og bæjarlögmanni.
Með vísan til greinargerðar bæjarlögmanns og sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs, sem send verður hagsmunafélagi húseigenda og íbúa við Melateig 1-41, er framkomnum kröfum hafnað enda álítur bæjarráð að kröfugerðin beinist að seljanda íbúðanna.
Bæjarstjórn 5. mars 200213 Bílastæði í Miðbæ
2002010089
Tekinn fyrir að nýju 10. liður í fundargerð umhverfisráðs dags. 16. janúar 2002.
Umhverfisráð leggur til við bæjarráð að öll bílastæði austan Skipagötu og Hofsbótar, norðan Kaupvangsstrætis og sunnan Strandgötu verði gerð gjaldskyld. Umhverfisráð fól framkvæmdadeild að kanna möguleika á notkun svokallaðrar "framrúðuklukku".
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs.
Bæjarráð leggur til að bílastæði vestan Túngötu verði gjaldfrjáls en að öll bílastæði austan Skipagötu og sunnan Hofsbótar verði gjaldskyld og einnig verði bílastæði austan við Landsbankann gjaldskyld og þar komið fyrir stöðumælum.
Bæjarstjórn 5. mars 2002


14 Þriggja ára áætlun 2003 - 2005
2002010120
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar.

Fundi slitið.