Bæjarráð

3017. fundur 28. febrúar 2002
2876. fundur
28.02.2002 kl. 09:00 - 11:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon, formaður
Þóra Ákadóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Steingrímur Birgisson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari1 Kjarnalundur
8. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 25. febrúar 2002.
Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálaráðs og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra félagssviðs að ganga frá framlengingu á samningnum.2 Forgangsröðun barna í leikskóla Akureyrarbæjar
2002010031
2. liður í fundargerð skólanefndar dags. 25. febrúar 2002.
Í samræmi við tillögu skólanefndar tilnefnir bæjarráð Þóru Ákadóttur sem fulltrúa sinn í starfshópi sem fari yfir heildarendurskoðun á gildandi reglum um forgangsröðun og inntöku barna í leikskóla.3 Breytingar á gjaldskrá sundlauga
2002020037
1. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 19. febrúar 2002.
Bæjarráð samþykkir tillögu íþrótta- og tómstundaráðs um breytingar á gjaldskrám sundlauga.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu.
4 Gjaldskrárbreytingar skíðasvæðis
2002020064
2. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 19. febrúar 2002.
Bæjarráð samþykkir tillögu íþrótta- og tómstundaráðs um breytingar á gjaldskrá skíðasvæðis.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu.
5 Styrkbeiðni - Fimleikaráð Akureyrar
2002020036
3. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 19. febrúar 2002.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og vísar til þess að beiðnin verði tekin til afgreiðslu ásamt öðrum óskum sem liggja fyrir til úthlutunar úr sameiginlegum potti.


6 Vetraríþróttamiðstöð Íslands - fundargerð dags. 9. febrúar 2002
2002020065
Fundargerðin er í 3 liðum og er lögð fram til kynningar.


7 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 18. febrúar 2002
2002020093
Fundargerðin er í 5 liðum. Í 2. lið er óskað umsagnar um drög að samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra. Aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.
Bæjarráð vísar 2. lið fundargerðarinnar til umhverfisráðs.


8 "Viltu læra íslensku" - kennsluþættir um íslensku fyrir útlendinga
2002020081
Erindi dags. 20. febrúar 2002 frá Tefra Films þar sem óskað er stuðnings Akureyrarbæjar við gerð kennsluþáttanna " Viltu læra íslensku".
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


9 Fiskeldi Eyjafjarðar - hluthafafundur febrúar 2002
2002020096
Erindi dags 21. febrúar 2002 þar sem boðað er til hluthafafundar í Fiskeldi Eyjafjarðar hf. á Hótel KEA, fimmtudaginn 28. febrúar 2002 kl. 17:00.
Bæjarráð felur fjármálastjóra Höllu Margréti Tryggvadóttur að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


10 Norræn sveitarstjórnarráðstefna í Esbo - Finnlandi, 5.- 7. maí 2002
2002020101
Erindi dags. 20. febrúar 2002 þar sem kynnt er norræn sveitarstjórnarráðstefna sem haldin verður í Esbo, Finnlandi, 5.- 7. maí 2002.
Lagt fram til kynningar.


11 Göng undir Vaðlaheiði
2000050049
Erindi dags. 19. febrúar 2002 frá samgönguráðuneytinu varðandi greinargerðina "Göng undir Vaðlaheiði sem einkaframkvæmd - Frumskoðun".
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Akureyrarbær beiti sér fyrir stofnun undirbúningsfélags sem hafi það að markmiði að kanna til hlítar alla möguleika á að ráðast í jarðgangagerð undir Vaðlaheiði.


12 Starfsáætlanir 2002 - Starfsáætlun þjónustusviðs
2001110080
Lögð fram tillaga að breyttri starfsáætlun þjónustusviðs 2002. Deildar- og verkefnastjórar mættu á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir starfsáætlunina.


13 Þriggja ára áætlun 2003 - 2005
2002010120
Unnið að gerð þriggja ára áætlunar.
Bæjarráð vísar áætluninni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið.