Bæjarráð

3218. fundur 25. júlí 2002

2892. fundur
25.07.2002 kl. 09:00 - 11:10
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Þóra Ákadóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Framkvæmdaráð - fundargerð dags. 19. júlí 2002
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


2 Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - fundargerð dags. 19. júlí 2002
Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.

Þegar hér var komið mætti Oddur Helgi Halldórsson á fundinn.


3 Heilsugæslu- og öldrunarþjónusta auk fötlunar- og félagsþjónustu við Þingeyjarsveit
2002070060
Erindi dags. 17. júlí 2002 þar sem sveitarstjórn Þingeyjarsveitar óskar eftir því við bæjarstjórn Akureyrar að þeir íbúar sveitarfélagsins sem áður tilheyrðu Hálshreppi haldi að fullu þeirri þjónustu sem þeir hafa notið hvað varðar heilsugæslu og þjónustu við aldraða auk þess sem sveitarstjórnin óskar eftir viðræðum um þjónustu við fatlaða og félagsþjónustu sem samningur gildir um til
1. ágúst nk.
Bæjarráð felur sviðsstjóra félagssviðs og formanni félagsmálaráðs að taka upp viðræður við fulltrúa Þingeyjarsveitar.


4 "Ein með öllu" - verslunarmannahelgin 2002
2002070059
Lagt fram erindi dags.19. júlí 2002 undirritað af Sigurbirni Sveinssyni f.h. "Vina Akureyrar" þar sem óskað er margháttaðs stuðnings og fyrirgreiðslu við fjölskylduhátíðina "Ein með öllu".
Bæjarráð samþykkir að styrkja "Vini Akureyrar" um kr. 1.000.000 vegna fjölskylduhátíðarhalda um verslunarmannahelgina.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að "Vinir Akureyrar" hafi umráðarétt yfir lausum sölubásum í göngugötunni og á Ráðhústorgi um verslunarmannahelgina, nánar tiltekið frá hádegi á fimmtudegi og til mánudagskvölds. Framkvæmd málsins er vísað til deildarstjóra umhverfisdeildar.
Ragnari Hólm Ragnarssyni verkefnisstjóra er falið að vera tengiliður Akureyrarbæjar við aðstendendur hátíðarinnar og innan bæjarkerfisins. Honum er jafnframt falið að fjalla um og afgreiða aðrar óskir sem fram koma í bréfinu í samráði og samstarfi við þá sem bera ábyrgð á viðkomandi málum hjá bænum.5 Lyf og heilsa, Hrísalundi - breyttur opnunartími
2002070063
Erindi dags. 23. júní 2002 frá Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar um erindi Jóhönnu Baldvinsdóttur varðandi breyttan opnunartíma í apótekinu Lyf og heilsa, Hrísalundi 5, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við breyttan afgreiðslutíma.


6 Dómur í máli Guðrúnar Ólafíu Sigurðardóttur
2001040079
Lagður fram dómur í máli Guðrúnar Ólafíu Sigurðardóttur gegn Akureyrarbæ sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra 19. júlí 2002.
Bæjarráð samþykkir með 4 atkvæðum gegn atkvæði Oktavía Jóhannesdóttur að áfrýja dómi Héraðsdóms til Hæstaréttar.
Oktavía óskar bókað að hún telur nauðsynlegt að fá lögfræðiálit á dómi Héraðsdóms og forsendum hans áður en ákvörðun um frekari málarekstur er tekin.
Valgerður H. Bjarnadóttir tók ekki þátt í umræðu þessa máls, þar sem hún kom að undirbúningi þess á fyrri stigum þegar hún gegndi starfi jafnréttis- og fræðslufulltrúa Akureyrarbæjar.
Valgerður óskar eftirfarandi bókunar um afstöðu hennar til málsins:
"Nú hafa dómstólar úrskurðað í þremur málum gegn Akureyrarbæ, þar sem staðfest hefur verið að konur í stjórnunarstöðum fá lægri laun en karlar í sambærilegum stöðum. Það er sjálfsögð krafa að tryggt verði að slík staða komi ekki upp aftur, að þess sé vandlega gætt að konum og körlum sé aldrei mismunað í launum hjá Akureyrarbæ."7 Viðbótarlán - 2002
2002070004
Lagðar fram umsóknir um veitingu viðbótarlána.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 02-091 og nr. 02-093, en hafnar umsókn nr. 02-096 vegna hámarkskaupverðs.Fundi slitið.