Bæjarráð

3320. fundur 04. september 2002

2896. fundur
04.09.2002 kl. 16:00 - 19:02
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri
Nefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir, áheyrnarfulltrúi
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir, fundarritari
1 Skipulagsskrá Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands
3. liður í fundargerð menningarmálanefndar dags. 14. ágúst 2002 sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs á fundi sínum 20. ágúst 2002.
Bæjarráð staðfestir breytingartillögurnar.
Samþykkt í bæjarstjórn 17. sept. 2002

2 Hafnasamlag Norðurlands - fundargerðir dags. 24. júní og 19. ágúst 2002
2002020034
Fundargerðin frá 24. júní er í 4 liðum og fundargerðin frá 19. ágúst er í 6 liðum.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.


3 Eignarhaldsfélag Rangárvalla - fundargerð dags. 27. ágúst 2002
2002010021
Fundargerðin er í 3 liðum og er lögð fram til kynningar.


4 Héraðsnefnd Eyjafjarðar - fundargerð dags. 3. júlí 2002
2002060008
Fundargerðin er í 18 liðum og er lögð fram til kynningar.


5 Búfjáreftirlitssvæði og framkvæmd eftirlits - reglugerð
2002080054
Erindi dags. 22. ágúst 2002 frá landbúnaðarráðuneytinu varðandi reglugerð um búfjáreftirlitssvæði og framkvæmd eftirlits.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við reglugerðardrögin.


6 Samband íslenskra sveitarfélaga - tillögur að breytingum á lögum sambandsins
2002060106
Erindi dags. 22. ágúst 2002 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga - XVII landsþing, tillögur að breytingum á lögum sambandsins.
Lagt fram til kynningar.


7 Athugasemdir við veitingastaðina "Við Pollinn" og "Odd-vitann"
2002080062
Ódagsett erindi frá Eiríki Kristvinssyni og Önnu Dóru Gunnarsdóttur, Strandgötu 45, Akureyri þar sem þau gera athugasemdir við ýmis atriði er varða veitingastaðina "Við Pollinn" og "Odd-vitann".
Bæjarráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að svara bréfritara.


8 Innleystar félagslegar íbúðir - 2002
2002060090
Lögð fram tillaga að ráðstöfun innleystra félagslegra íbúða.
Bæjarráð samþykkir að selja íbúðir nr. 02-026, 02-027, 02-028 og 02-029 á frjálsum markaði.

Samþykkt í bæjarstjórn 17. sept. 2002


9 Viðbótarlán - 2002
2002070004
Lagðar fram umsóknir um veitingu viðbótarlána.
Bæjarráð samþykkir umsóknir nr. 02-116, 02-118, 02-119 og 02-121.

Samþykkt í bæjarstjórn 17. sept. 2002


10 Gatnagerðargjöld - stjórnsýslukæra
2001050145
Erindi dags. 28. ágúst 2002 frá félagsmálaráðuneytinu varðandi frávísunarkröfu Akureyrarbæjar við stjórnsýslukæru Helga Birgissonar hdl. f.h. Hagsmunafélags húseigenda og íbúa við Melateig á Akureyri.
Félagsmálaráðuneytið féllst á frávísunarkröfu Akureyrarbæjar vegna aðildarskorts kærenda og var stjórnsýslukæru íbúa við Melateig á hendur Akureyrarbæ vísað frá með úrskurði ráðuneytisins dags. 28. ágúst 2002.
Engu að síður taldi ráðuneytið að erindi kærenda varðaði svo mikilvægt álitamál um skyldur sveitarfélaga gagnvart íbúum sínum að ástæða væri til að taka málið til frekari skoðunar á grundvelli eftirlitshlutverks ráðuneytisins skv. 102. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Í framhaldi af því ákvað ráðuneytið að leita umsagnar Skipulagsstofnunar varðandi þann lið kærunnar sem fjallaði um skipulagsmál, enda er ráðuneytinu heimilt skv. 102. gr. að láta til sín taka málefni sem falla utan úrskurðarvalds þess. Jafnframt mun ráðuneytið taka afstöðu til þess hvort álagning gatnagerðargjalds hafi verið í samræmi við lög um gatnagerðargjald nr. 17/1996.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við málsmeðferð ráðuneytisins en áskilur sér rétt til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við meðferð málsins með sama hætti og um stjórnsýslukæru væri að ræða.


11 Globodent - samningar
2000050067
Fjárfestingarsamningur og hluthafasamkomulag Framkvæmdasjóðs Akureyrar og Globodent B.V. dags. 30. ágúst 2002 kynnt.


12 Könnun á launum æðstu stjórnenda hjá Akureyrarbæ
2002060078
3. liður í fundargerð jafnréttis- og fjölskyldunefndar dags. 19. ágúst 2002.
Fulltrúi RHA Kjartan Ólafsson og jafnréttisfulltrúi Elín S. Antonsdóttir mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir og skýrðu niðurstöður könnunarinnar.
Einnig mættu á fundinn undir þessum lið bæjarfulltrúarnir Þóra Ákadóttir, Gerður Jónsdóttir og Jóhannes G. Bjarnason.
Tillögur um afgreiðslu málsins verða lagðar fram á næsta fundi bæjarráðs.


Fundi slitið.