Bæjarráð

1904. fundur 10. maí 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2837. fundur
10.05.2001 kl. 09:00 - 10:56
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Vilborg Gunnarsdóttir
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Stækkun og endurbætur á leikskólanum Sunnubóli
2001020063
8. liður í fundargerð skólanefndar dags. 7. maí 2001 þar sem skólanefnd óskar eftir viðbótarfjárveitingu vegna stækkunar og endurbóta á leikskólanum Sunnubóli.
Bæjarráð samþykkir tillögu skólanefndar og vísar fjármögnun að upphæð kr. 710.000 vegna rekstrar og kr. 340.000 í stofnbúnað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.2 Framkvæmdir í Hlíðarfjalli sumarið 2001
2001040058
1. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 25. apríl 2001.
Bæjarráð tekur undir það sjónarmið sem fram kemur í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs, að ráðist verði strax í endurbyggingu á veginum upp í Hlíðarfjall og hann lagður bundnu slitlagi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að þrýsta á Samgönguráðuneytið og Vegagerðina um tafarlausar úrbætur.
Bæjarstjórn 22.05.2001


3 Styrkbeiðni - Leikklúbburinn Saga
2001040009
5. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 25. apríl 2001.
Bæjarráð felur bæjarstjóra afgreiðslu málsins.4 Fitness 2001 og Þrekmeistaramót Íslands
2001040001
6. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 25. apríl 2001.
Bæjarráð samþykkir að styrkja þetta framtak með fjárframlagi sem nemur húsaleigu í Íþróttahöllinni.
Bæjarstjórn 22.05.2001


5 Eignarhaldsfélagið Rangárvellir fundargerð dags. 26. apríl 2001
2001020048
Fundargerðin er í 1 lið og er lögð fram til kynningar.6 Eyþing - fundur með þingmönnum Norðurlands eystra 8. febrúar 2001
2001010131
Fundargerðin er í 6 liðum og er lögð fram til kynningar.7 Eyþing - fundargerð dags. 21. mars 2001
2001010131
Fundargerðin er í 9 liðum og er lögð fram til kynningar.8 Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - tillaga stjórnar fyrir aðalfund vegna ársins 2000
2001040065
Tillaga stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar bs. um framlög sveitarfélaga á árinu 2002.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.


9 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 23. apríl 2001
2001010126
Fundargerðin er í 7 liðum og er lögð fram til kynningar.10 Hafnasamlag Norðurlands - fundargerð dags. 3. maí 2001
2001010025
Fundargerðin er í 2 liðum og er lögð fram til kynningar.11 Aðalfundur Hafnasamlags Norðurlands fyrir árið 2000
2001050041
Aðalfundur Hafnasamlags Norðurlands fyrir árið 2000 verður haldinn 17. maí 2001 kl. 15.00 á Fosshóteli KEA. Fulltrúar í sveitarstjórnum sameigenda eiga rétt til fundarsetu.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri fari með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


12 Veitingaleyfi - veitingastaður Geislagötu 7
2001050018
Með bréfi dags. 30. apríl 2001 sendir Sýslumaðurinn á Akureyri til umsagnar umsókn Óla Guðmarssonar, kt. 010951-4539, f.h. K.S. Völlur ehf., kt. 550799-2519 um leyfi til að reka veitingahús að Geislagötu 7.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs veitingahúss verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


13 Veitingaleyfi - Golfskálinn að Jaðri og utandyra við Hafnarstræti 104
2001050031
Með bréfi dagsettu 4. maí 2001 sendir Sýslumaðurinn á Akureyri til umsagnar umsókn Margrétar Dóru Eðvarðsdóttur, kt. 030263-3409 um leyfi til að reka veitingastofu að Jaðri, svo og veitingastofu að Hafnarstræti 104, þar sem veitingar yrðu eingöngu framreiddar utandyra.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs veitingastofu verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


14 Áfengisveitingaleyfi vegna Golfskálans
2001040089
Með bréfi dags. 22. apríl 2001 sækir Margrét Dóra Eðvarðsdóttir, kt. 030263-3409 um leyfi til áfengisveitinga í Golfskálanum að Jaðri tímabilið 1. maí til 31. september 2001.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til áfengisveitinga verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum og gildandi reglum um afgreiðslutíma.


15 Aðalfundur Íþróttafélagsins Þórs - þrjár tillögur og ályktun
2001050019
Fram lagt til kynningar erindi dags. 30. apríl 2001 frá Íþróttafélaginu Þór - þrjár tillögur og ályktun sem samþykktar voru á aðalfundi félagsins 29. apríl 2001.16 Leikfélag Akureyrar - ársreikningur fyrir starfsárið 1999-2000
2001050036
Lagður fram til kynningar ársreikningur Leikfélags Akureyrar fyrir tímabilið ágúst 1999 til júlí 2000.17 Sprengingar í Krossanesi
2001030161
Lagt fram bréf frá Vinnueftirliti ríkisins varðandi kvartanir vegna sprenginga í Krossanesi.
18 Kísiliðjan hf. - innlausn hlutabréfa
2001050002
Erindi dags. 30. apríl 2001 frá Allied Efa hf. þar sem kynnt er sú ákvörðun Allied Efa hf. og stjórnar Kísiliðjunnar hf. að Allied Efa hf. leysi til sín hlut annarra hluthafa í Kísiliðjunni hf. á 2,5 földu nafnverði.
Bæjarráð samþykkir að selja Allied Efa hf. hlut bæjarins í Kísiliðjunni hf.
Bæjarstjórn 22.05.2001


19 Drög að samstarfssamningi um brunavarnir
2000060036
Lögð fram drög að samstarfssamningi um brunavarnir milli Akureyrarbæjar annars vegar og Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðsstrandarhrepps, Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar hins vegar.
Bæjarráð veitir bæjarstjóra umboð til að ganga frá samningnum með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.


20 Íbúðarhús að Botni - beiðni um breytta eignaraðild
2001050025
Erindi dags. 6. maí 2001, þar sem Þroskahjálp á Norðurlandi eystra fer fram á að íbúðarhúsið að Botni, Eyjafjarðarsveit, verði fært Þroskahjálp til eignar.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra félagssviðs að kanna með hvaða hætti hægt er að verða við erindinu.


21 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2002
2001050043
Fjármálastjóri lagði fram gögn vegna tekjuáætlunar ársins 2002.22 Ársfundur Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar árið 2001
2001050054
Lagt fram erindi dags. 7. maí 2001 frá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar þar sem tilkynnt er um ársfund Símeyjar, sem haldinn verður miðvikudaginn 16. maí nk. kl. 15.00-17.00 á Fiðlaranum, Skilagötu 14.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


23 Önnur mál
Landssíminn - breiðband.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla upplýsinga um stöðu mála hjá Landssímanum í lagningu breiðbands í hús á Akureyri.

Fundi slitið.