Bæjarráð

1912. fundur 17. maí 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2838. fundur
17.05.2001 kl. 09:00 - 12:24
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Húsnæðismál
2001050084
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 14. maí 2001 varðandi hægagang við úthlutun leiguíbúða.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu húsnæðisdeildar.


2 Niðurgreiðsla á dvöl barna hjá dagmæðrum
2001050085
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 14. maí 2001 þar sem fulltrúar foreldra barna hjá dagmæðrum afhentu undirskriftarlista með 192 undirskriftum og þeim óskum að Akureyrarbær niðurgreiði þjónustugjöld dagmæðra líkt og gert er í öðrum sveitarfélögum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla nákvæmra upplýsinga um fjölda þeirra barna sem eru í gæslu hjá dagmæðrum og leggja tillögu að afgreiðslu málsins fyrir fund bæjarráðs.


3 Brú á Glerá
2001050087
3. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 14. maí 2001 þar sem kvartað er yfir ástandi brúar yfir Glerá sem staðsett er vestan Vegagerðarinnar.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu framkvæmdaráðs.


4 Skólagarðar
2001050088
4. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 14. maí 2001 varðandi rekstur skólagarða Akureyrarbæjar.
Lagt fram til kynningar.


5 Karlakór Akureyrar Geysir - styrkbeiðni vegna húsnæðismála
2001030160
1. liður í fundargerð menningarmálanefndar dags. 10. maí 2001 varðandi styrkbeiðni Karlakórs Akureyrar - Geysis.
Bæjarráð samþykkir að árlegt framlag til Karlakórsins skv. samningi við menningarmálanefnd hækki um kr. 200.000 og vísar fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


6 Leikskólinn Hlíðarból - umsókn um fjárhagsstyrk
2001040047
1. liður í fundargerð skólanefndar dags. 14. maí 2001 þar sem óskað er eftir fjárhagsstyrk vegna leikskólans Hlíðarbóls.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við rekstraraðila Hlíðarbóls um breytingar á samningum um fjárhagsstyrk bæjarins vegna rekstrar leikskólans.


7 Héraðsráð Eyjafjarðar fundargerð dags. 2. maí 2001
2001050067
Fundargerðin er í 8 liðum og er lögð fram til kynningar.


8 Fundur Héraðsnefndar Eyjafjarðar 6. júní 2001
2001050058
Erindi dags. 9. febrúar 2001 (mótt. 10. maí 2001) frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar þar sem boðað er til fundar Héraðsnefndar Eyjafjarðar þann 6. júní 2001. (Drög að dagskrá fundarins fylgja með.) Einnig er bent á að svæðisskipulag Eyjafjarðar liggur nú frammi almenningi til sýnis og er gefinn frestur til 9. júní nk. til að gera athugasemdir.


9 Eignarhaldsfélagið Rangárvellir - fundargerð dags. 9. maí 2001
2001020048
Fundargerðin er í 2 liðum og er lögð fram til kynningar.


10 Vetraríþróttamiðstöð Íslands fundargerð dags. 7. maí 2001
2001020086
Fundargerðin er í 5 liðum og er lögð fram til kynningar.


11 Starfshópur um skuldastöðu íþróttafélaganna á Akureyri
2001050089
Greinargerð og tillögur starfshópsins teknar fyrir.
Eiríkur Björn Björgvinsson og fulltrúar hópsins Steingrímur Birgisson og Sigrún Stefánsdóttur mættu á fund bæjarráðs.
Bæjarráð frestar afgreiðslu tillagnanna til næsta fundar.


12 Áfengisveitingaleyfi - Venus
2001050078
Með bréfi dags. 14. maí 2001 sækir Birgir Þór Karlsson, kt. 230269-4329 um leyfi til áfengisveitinga á næturklúbbnum Venusi, Ráðhústorgi 7.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til áfengisveitinga verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum og gildandi reglum um afgreiðslutíma.


13 Málefni Punktsins
2001050044
Erindi dags. 6. maí 2001 frá Ómari Torfasyni, sjúkraþjálfara, þar sem hann átelur skerðingu á starfsemi Punktsins og æskir svara við fyrirspurn. Lagt fram svarbréf starfshóps um málefni Punktsins.
Erindi Ómars hefur verið svarað með bréfi starfshóps um málefni Punktsins dags. 22. apríl sl.


14 Samstarfsverkefni sveitarfélaga
2001010158
Lagðar fram til kynningar tillögur nefndar um samstarfsverkefni Akureyrarbæjar með sveitarfélögum í Eyjafirði.
Bæjarráð óskar eftir að nefndin vinni frekari tillögur um Atvinnuþróunarfélagið og atvinnumál, sorpmál, Eyþing og Héraðsnefnd.15 Skuldastaða Melgerðismela
2001050056
Erindi dags. 2. maí 2001 frá Hestamannafélögunum Létti og Funa þar sem þau sækja um styrk til bæjarstjórnar vegna erfiðrar fjárhagsstöðu Hestamannafélaganna vegna uppbyggingar að Melgerðismelum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar og bréfritara og afla frekari upplýsinga um stöðu málsins.
Bæjarráð 22. júní 200116 Umleitun til Akureyrarbæjar um hlutafélagsrekstur Menntasmiðjunnar
2001050057
Erindi dags. 20. apríl 2001 frá Reyni-ráðgjafastofu varðandi yfirtöku á rekstri Menntasmiðjunnar. Fyrirtækið hefur áhuga á að stofna hlutafélag um Menntasmiðjuna sem sjálfstætt fyrirtæki.
Minnisblað sviðsstjóra þjónustusviðs vegna Menntasmiðjunnar lagt fram.
Bæjarráð felur sviðsstjóra þjónustusviðs og bæjarlögmanni að ganga til viðræðna við bréfritara um nánari útfærslu á hugmynd þeirra.17 Nýtt upplýsingakerfi fyrir bókasöfn
2001050073
Erindi dags. 9. maí 2001 frá menntamálaráðuneytinu þar sem greint er frá því að samningur hafi verið undirritaður þann 3. maí sl. um kaup á nýju upplýsingakerfi (Aleph 500) fyrir bókasöfn. Stefnt er að því að stofna hlutafélag um rekstur þess með aðild ríkis og sveitarfélaga. Æskilegt er að afstaða sveitarfélagsins til að gerast stofnaðili liggi fyrir í síðasta lagi þann 6. júní nk.
Bæjarráð samþykkir að Akureyrarbær taki þátt í verkefninu og telur æskilegt að Samband íslenskra sveitarfélaga semji fyrir hönd sveitarfélaganna við ríkið um kostnaðarskiptingu aðila vegna verkefnisins.
Bæjarstjórn 22.05.2001


18 Staðsetning fyrir Iðnaðarsafn
2001050080
Erindi dags. 13. maí 2001 frá Minjasafninu á Akureyri þar sem kynntir eru kostir varðandi hugsanlega staðsetningu Iðnaðarsafnsins í framtíðinni.
Bæjarráð felur sviðsstjórum félagssviðs og tækni- og umhverfissviðs að skoða málið.19 Fjárhús á Naustum III
2001050081
Erindi dags. 13. maí 2001 frá Minjasafninu á Akureyri þar sem Minjasafnið fer þess á leit að það fái til afnota fjárhús á Naustum, sem Akureyrarbær hefur umráð yfir.
Bæjarráð samþykkir að Minjasafnið fái tímabundin afnot af umræddum húsum.
Bæjarstjórn 22.05.200120 Leigugjald fyrir beitarhólf
2001020134
Erindi dags. 12. maí 2001 frá Hestamannafélaginu Létti þar sem óskað er eftir formlegum viðræðum við bæjaryfirvöld um beitarhólf í bæjarlandinu og hugsanlega yfirtöku félagsins á þessum löndum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp formlegar viðræður við Hestamannafélagið Létti um hugsanlega aðkomu félagsins að rekstri eða umsjón beitarhólfa í bæjarlandinu frá og með árinu 2002. Ennfremur taki fyrirhugaðar viðræður til endurnýjunar á samningi um hesthúsahverfin og önnur samskiptamál Hestamannafélagsins Léttis og Akureyrarbæjar.
Bæjarráð getur ekki orðið við þeirri ósk Hestamannafélagsins Léttis að innheimtu gjalda fyrir beitarhólf verði frestað þar til niðurstaða viðræðna liggur fyrir.
Bæjarstjórn 22.05.2001


21 Amtsbókasafn - tilboð í viðbyggingu og breytingar
2001020166
3. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar 15. maí sl.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar á málinu.

Fundi slitið.