Bæjarráð

1931. fundur 31. maí 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2839. fundur
31.05.2001 kl. 09:00 - 12:06
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Þórarinn B. Jónsson
Jakob Björnsson
Sigurður J. Sigurðsson (vék af fundi kl. 11.00)
Oddur Helgi Halldórsson (vék af fundi kl. 9.50 - 10.30)
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir fundarrritari


1 Iðnaðarsafnið á Akureyri - staðsetning
2001050080
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 28. maí 2001.
Málið hefur þegar verið tekið til umfjöllunar í bæjarráði og er til skoðunar hjá sviðsstjórum félagssviðs og tækni- og umhverfissviðs.


2 Uppsögn leigu hesthúsalóða í Búðargili
2001050147
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 28. maí 2001.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.


3 Nektarstaðir
2001050148
3. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 28. maí 2001 varðandi starfsemi nektardansstaða í bæjarfélaginu og ósk um að málefni þessara staða yrðu tekin fyrir að nýju í bæjarráði.
Unnið er að endurskoðun deiliskipulags Miðbæjarins og í tengslum við þá vinnu er þessi starfsemi til skoðunar.


4 Skólagarðar
2001050149
4. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 28. maí 2001 varðandi kvörtun yfir því að ákveðið hefði verið að hætta starfsemi skólagarða á vegum bæjarins og að lítið framboð væri á afþreyingu fyrir þennan aldur.
Lagt fram til kynningar.


5 Stefnumótun í málefnum nýbúa
2001010050
2. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 21. maí 2001 þar sem óskað er eftir fjárveitingu til verkefnisins frá bæjarráði.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


6 Vinnuskóli
2001050153
7. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 28. maí 2001 vegna aukins kostnaðar við rekstur vinnuskóla árið 2001.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu framkvæmdaráðs.7 Unglingavinna 2001 - laun
2001050154
Lögð fram tillaga varðandi laun 14 og 15 ára unglinga sumarið 2001.
Laun 16 ára unglinga eru ákveðin í kjarasamningi Einingar-Iðju við Akureyrarbæ.
Laun fyrir 14 og 15 ára hafa undanfarin ár tekið sömu hækkunum og laun 16 ára.
Samkvæmt því samþykkir bæjarráð að laun þeirra hækki um 11,26% frá síðasta ári og verði:
14 ára kr. 285,06 (orlof innifalið) - var árið 2000 kr. 256,21
15 ára kr. 325,79 (orlof innifalið) - var árið 2000 kr. 292,81.
Bæjarstjórn 12. júní 2001


8 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 14. maí 2001
2001010126
Fundargerðin er í 11 liðum og er lögð fram til kynningar.


9 Eyþing - fundargerð dags. 11. maí 2001
2001010131
Fundargerðin er í 8 liðum og er lögð fram til kynningar.


10 Lífeyrissjóður Norðurlands - ársfundur 2001
2001050107
Erindi dags. 14. maí 2001 frá Lífeyrissjóði Norðurlands þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins
30. maí 2001 að Skipagötu 14, Akureyri. Fundarboðinu fylgja tillögur til breytinga á samþykktum Lífeyrissjóðs Norðurlands og tillögur um samruna Lífeyrissjóðs Norðurlands, Lífeyrissjóðs KEA og Lífeyrissjóðs verkalýðsfélaga á Norðurlandi vestra.
Bæjarstjóri mætti til fundarins.


11 Málræktarsjóður 2001 - aðalfundur
2001050104
Erindi dags. 15. maí 2001 frá framkvæmdastjóra Málræktarsjóðs. Aðalfundur Málræktarsjóðs verður haldinn 8. júní nk. og á Akureyrarbær rétt á að tilnefna mann í fulltrúaráð. Tilnefningar þurfa að berast skriflega eigi síðar en 31. maí 2001.
Bæjarráð tilnefnir Erling Sigurðarson í fulltrúaráðið og Ingólf Ármannsson til vara.


12 Ályktun kennarafundar í Tónlistarskólanum 16. maí 2001
2001050106
Lagt fram erindi dags. 17. maí 2001 frá skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri ásamt ályktun kennarafundar í Tónlistarskólanum 16. maí 2001.


13 Vínveitingaleyfi - Hafnarstræti 104
2001040090
4. liður í fundargerð áfengis- og vímuvarnanefndar dags. 15. maí 2001 vegna umsóknar um vínveitingaleyfi fyrir Hafnarstræti 104 fyrir tímabilið frá 15. maí til 31. september 2001.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna á þessum stað að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


14 Rekstur gistiskála að Þingvallastræti 14
2001050118
Með bréfi dags. 18. maí 2001 sendir Sýslumaðurinn á Akureyri til umsagnar umsókn Guðmundar Árnasonar, kt. 020353-5709, um leyfi til að reka gistiskála að Þingvallastræti 14.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs gistiskála verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


15 Gistiaðstaða á einkaheimili
2001050086
Með bréfi dags. 14. maí 2001 sendir Sýslumaðurinn á Akureyri til umsagnar umsókn Þorbjargar Þóroddsdóttur, kt. 230838-3809, Lindarflöt 45, Garðabæ, um leyfi til að starfrækja gistiaðstöðu á einkaheimili að Hamarstíg 6, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til að starftækja gistiaðstöðu verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.16 Málefni Myndlistaskólans á Akureyri
2000090019
Lögð fram skýrsla starfshóps um málefni Myndlistaskólans á Akureyri dags. 21. maí 2001.
Fulltrúar starfshópsins Þröstur Ásmundsson, Gunnar Ragnars og Ingólfur Ármannsson menningarfulltrúi mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir skýrsluna.
Bæjarráð fellst á niðurstöður skýrsluhöfunda og felur bæjarstjóra að ganga frá drögum að samkomulagi við hlutaðeigandi varðandi aðkomu bæjarins að myndlistanámi í bæjarfélaginu sem lagt verður fyrir bæjarráð til samþykktar.
Bæjarstjórn 12. júní 2001


17 Tölvukerfi - rekstur
2001050074
Endurskoðun samninga um rekstur tölvukerfa og notendaþjónustu fyrir Akureyrarbæ.
Gunnar Frímannsson mætti á fund bæjarráðs og fór yfir stöðu mála.
Bæjarráð samþykkir að unnið verði að gerð útboðs á rekstri tölvukerfa og notendaþjónustu sem miði að því að nýr samningur um tölvuþjónustu taki gildi 1. janúar 2002.18 Lánsumsókn 2001
2001010031
Á fundi Lánasjóðs sveitarfélaga 9. maí sl. var samþykkt að veita Akureyrarbæ lán af eigin fé sjóðsins að fjárhæð kr. 110.000.000 vegna skóla.
Bæjarráð samþykkir lántökuna.
Bæjarstjórn 12. júní 2001


19 Yfirfærsla á málefnum fatlaðra til sveitarfélaganna
2001050127
Fram lagt til kynningar erindi dags. 18. maí 2001 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt eru viðbrögð formanns Sambands ísl. sveitarfélaga við yfirlýsingum félagsmálaráðherra varðandi þá ákvörðun ráðherra að draga til baka frumvarp til nýrra félagsþjónustulaga og önnur frumvörp er tengjast málinu.20 Starfshópur um skuldastöðu íþróttafélaganna á Akureyri
2001050089
Teknar fyrir að nýju tilögur starfshóps, sem bæjarráð frestaði afgreiðslu á 17. maí sl.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka upp samningaviðræður við íþróttafélögin á grundvelli tillagna starfshópsins.
Bæjarstjórn 12. júní 2001


21 Starfshópur v/Bröttuhlíðarskóla og starfsdeildar
2001020018
1. liður í fundargerð skólanefndar dags. 7. maí 2001 sem bæjarstjórn 22. maí 2001 vísaði til bæjarráðs.
Bæjarráð frestar afgreiðslu þar sem málið er í skoðun og vísar til 1. liðs fundargerðarinnar hér að framan.22 Byggingarlistastefna Akureyrarbæjar
2000010044
Tekin fyrir að nýju greinargerð starfshóps dags. 20. desember 2000 varðandi tillögu að byggingarlistastefnu Akureyrarbæjar. Einnig lögð fram bókun menningarmálanefndar, 4. liður í fundargerð 10. maí 2001.
Bæjarráð vísar tillögu að byggingarlistastefnu Akureyrarbæjar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn 12. júní 2001


23 Hlutafélagsrekstur Menntasmiðjunnar
2001050057
Erindi dags. 20. apríl 2001 frá Reyni-ráðgjafastofu, áður á dagskrá bæjarráðs 17. maí sl.
Sviðsstjóri þjónustusviðs og bæjarlögmaður gerðu bæjarráði grein fyrir hugmyndum Reynis-ráðgjafastofu að rekstri Menntasmiðjunnar.


24 Kontaktmannamötet í Lahti
2001030056
Tilnefning fulltrúa á kontaktmannafund í Lahti 14.- 17. júní nk.
Bæjarráð tilnefnir Kristján Þór Júlíusson og Ingólf Ármannsson, ásamt mökum, sem fulltrúa Akureyrarbæjar á kontaktmannafundinn.


25 Afskrift krafna
2001050150
Fjármálastjóri lagði fram tillögur um afskrift krafna samtals kr. 1.968.519.
Bæjarráð samþykkir að afskrifa kröfurnar samkvæmt tillögunni.


26 Innkaupastjórnun
2001050151
Lagt fram minnisblað frá fjármálastjóra varðandi innkaupastjórnun.
Bæjarráð vísar minnisblaðinu til umfjöllunar í framkvæmdaráði.


27 Niðurgreiðsla á dvöl barna hjá dagmæðrum
2001050085
Sviðsstjóri félagssviðs lagði fram tillögu varðandi gjöld til dagmæðra.
Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu og vísar fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Fundi slitið.