Bæjarráð

1934. fundur 07. júní 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2840. fundur
07.06.2001 kl. 09:00 - 10:54
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Þórarinn B. Jónsson varaformaður
Sigurður J. Sigurðsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar bs. - fundargerð aðalfundar dags. 10. maí 2001
2001040065
Fundargerðin er í 6 liðum og er lögð fram til kynningar.


2 Vetraríþróttamiðstöð Íslands - fundargerð dags. 25. maí 2001
2001020086
Fundargerðin er í 4 liðum og er lögð fram til kynningar.


3 Tækifæri hf. - fundarboð á aðalfund
2001060006
Erindi dags. 31. maí 2001 þar sem boðað er til aðalfundar fjárfestingasjóðsins Tækifæris hf. þann 13. júní nk. á Hótel KEA.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.


4 Framkvæmdir á Rangárvöllum - hús 2, 6 og 7
2001050120
Fram lagt til kynningar afrit af bréfi dags. 16. maí 2001 frá Félagi rafverktaka á Norðurlandi til Eignarhaldsfélagsins Rangárvalla, þar sem óskað er eftir útskýringum á vali rafverktaka vegna framkvæmda á Rangárvöllum. Einnig lagt fram svarbréf Kristjáns Baldurssonar dags. 21. maí 2001.


5 Námskeið í Danmörku
2001050121
Lagt fram til kynningar bréf dags. 17. maí 2001 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi námskeið fyrir íslenska sveitarstjórnarmenn sem haldið verður í Grenå á Jótlandi dagana
19.- 21. nóvember nk., ef næg þátttaka fæst. Drög að dagskrá fyrir námskeiðið fylgja með.6 Taflfélag Akureyrar 100 ára
2001050174
Erindi dags. 30. maí 2001 frá stjórn Skákfélags Akureyrar þar sem óskað er eftir 150.000 kr. framlagi frá Akureyrarbæ vegna útgáfu bókar í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá stofnun Taflfélags Akureyrar, forvera Skákfélags Akureyrar.
Bæjarráð samþykkir að styrkja útgáfuna um kr. 150.000.
Bæjarstjórn 12. júní 2001


7 Ólympíuleikarnir í eðlisfræði
2001060001
Erindi dags. 31. maí 2001 frá Kristjáni Friðriki Alexanderssyni og Sigurði Erni Stefánssyni nemendum í Menntaskólanum á Akureyri þar sem þeir sækja um styrk til þátttöku á Ólympíuleikunum í eðlisfræði sem haldnir verða í Tyrklandi.
Bæjarráð samþykkir að styrkja hvorn aðila um kr. 50.000.
Bæjarstjórn 12. júní 2001


8 Samningur um veghald þjóðvega á Akureyri
2001060004
Erindi dags. 31. maí 2001 frá Vegagerðinni á Akureyri þar sem nýr samningur um veghald þjóðvega á Akureyri er sendur til undirritunar.
Bæjarráð staðfestir samninginn.
Bæjarstjórn 12. júní 2001


9 Endurskoðun á reglugerð um stæðiskort
2001060011
Erindi dags. 30. maí 2001 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sambandið áframsendir bréf Sjálfsbjargar Landssambands fatlaðra og Öryrkjabandalags Íslands, dags. 21. maí 2001 ásamt ljósriti af bréfi til dóms- og kirkjumálaráðherra varðandi óskir um endurskoðun á reglugerð um stæðiskort.
Bæjarráð er meðmælt reglugerðarbreytingunni sem fram kemur í bréfinu.
Bæjarstjórn 12. júní 2001


10 Forkaupsréttur á M/B Sæþóri EA-101
2001060010
Erindi dags. 30. maí 2001 frá Samherja hf. þar sem þess er farið á leit að bæjarstjórn taki afstöðu til þess hvort Akureyrarbær hyggist neyta forkaupsréttar á M/B Sæþóri EA-101 skv. 11. gr. 3. mgr. l. nr. 38/1990.
Bæjarráð ákveður að nýta forkaupsrétt á M/B Sæþóri EA-101 og felur bæjarlögmanni að ljúka málinu, þ.m.t. að annast sölu skipsins.
Bæjarstjórn 12. júní 2001


11 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2001
2000090002
Lögð fram vinnugögn varðandi upplýsingar um áhrif kjarasamninga á launagreiðslur Bæjarsjóðs.
Vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.12 Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2002
2001050043
Lagðar fram reglur um fjárhagsáætlanaferli og tillaga að fjárhagsrömmum.
Bæjarráð vísar reglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn 12. júní 2001


13 Önnur mál
a) Reikningsyfirlit Bæjarsjóðs Akureyrar janúar - apríl 2001 lagt fram.
b) Kynnt var tillaga stjórnar Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar um málmeðferð við niðurfærslu hlutafjár félagsins.
b) Bæjarráð samþykkir erindið.

Fundi slitið.