Bæjarráð

2394. fundur 14. júní 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2841. fundur
14.06.2001 kl. 09:00 - 11:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs
Á fundi bæjarstjórnar 12. júní sl. voru eftirtaldir kosnir aðalmenn og varamenn í bæjarráði til eins árs:
Aðalmenn:Varamenn:
Þórarinn B. Jónsson Sigurður J. Sigurðsson
Vilborg GunnarsdóttirValgerður Hrólfsdóttir
Ásgeir MagnússonOktavía Jóhannesdóttir
Jakob BjörnssonGuðmundur Ómar Guðmundsson
Oddur Helgi HalldórssonMarsibil Fjóla Snæbjarnardóttir

Bæjarráð skipti þannig með sér verkum að Ásgeir Magnússon var kjörinn formaður og Vilborg Gunnarsdóttir varaformaður bæjarráðs.


2 Hafnasamlag Norðurlands - fundargerð aðalfundar dags. 17. maí 2001
2001050041
Fundargerðin er í 6 liðum og er lögð fram til kynningar.


3 Lífeyrissjóður Norðurlands - fundargerð ársfundar dags. 30. maí 2001
2001050107
Fundargerðin er í 12 liðum og er lögð fram til kynningar.


4 Ársfundur Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar - yfirlit
2001050054
Lagt fram til kynningar ódags. bréf sent til stofnaðila Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar - Símey varðandi ársfund Símeyjar sem haldinn var á Fiðlaranum 16. maí s.l. Jafnframt liggja fyrir ársreikningar 2000 og fjárhagsáætlun 2001.


5 Fræðslunefnd - fundargerðir dags. 6. apríl og 7. júní 2001
Fundargerðirnar eru hvor um sig í 3 liðum og lagðar fram til kynningar.


6 Sveitarstjórnarkosningar 25. maí 2002
2001060016
Erindi dags. 16. maí 2001 frá félagsmálaráðuneytinu þar sem minnt er á að almennar kosningar til sveitarstjórna verða laugardaginn 25. maí 2002, í samræmi við 1. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998. Ennfremur er minnt á mikilvægi þess að sveitarstjórnir kjósi yfir- og undirkjörstjórnir í samræmi við ákvæði V. kafla laga nr. 5/1998.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara yfir stöðu þessara mála í bæjarfélaginu.


7 Rekstur veitingaverslunar/veisluþjónustu að Strandgötu 6
2001050158
Með bréfi dags. 25. maí 2001 sendir Sýslumaðurinn á Akureyri til umsagnar umsókn Jóhanns Hólm Ólafssonar, kt. 160561-2899, um leyfi til að reka veitingaverslun/veisluþjónustu að Strandgötu 6, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til veitingaverslunar/veisluþjónustu verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


8 Starfræksla gistiaðstöðu að Byggðavegi 97
2001060033
Með bréfi dags. 11. júní 2001 sendir Sýslumaðurinn á Akureyri til umsagnar umsókn Erlu Völu Elísdóttur, kt. 260471-3929, um leyfi til að starfrækja gistiaðstöðu á einkaheimili að Byggðavegi 97, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til að starfrækja gistiaðstöðu verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


9 Innkaupastjórnun
2001050151
Tekið fyrir að nýju minnisblað fjármálastjóra. Áður á dagskrá bæjarráðs 31. maí sl. og framkvæmdaráðs 11. júní sl.
Bæjarráð vísar til afgreiðslu framkvæmdaráðs og samþykkir að unnið verði áfram að málinu á grundvelli fyrirliggjandi tillagna.
Kostnaðaráætlun verði lögð fyrir bæjarráð.10 Menntasmiðjan
2001050057
Minnisblað sviðsstjóra þjónustusviðs tekið fyrir. Rætt um stöðu mála.


11 Þjónustugjaldskrár
Rætt um breytingar á þjónustugjaldskrám vegna verðlagshækkana.
Meiri hluti bæjarráð samþykkir að taka þjónustugjaldskrár bæjarins til endurskoðunar með tilliti til þeirra verðlagsbreytinga og hækkunar kjarasamninga sem orðið hafa að undanförnu.


12 Sumarstörf 2001
2001050105
Sviðsstjóri þjónustusviðs lagði fram niðurstöðu úr könnun sem gerð var á því hve margt skólafólk 17 ára og eldra er enn án vinnu. 47 einstaklingar eru skráðir.
Bæjarráð samþykkir að gefa þeim einstaklingum sem um ræðir kost á 6 vikna vinnu. Áætlaður kostnaður ef allir þeir sem skráðir eru nýta það tilboð er 7,2 millj. kr. Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


13 Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli
2001060002
1. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 5. júní sl., sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs á fundi sínum 12. júní sl.
Bæjarráð óskar eftir greinargerð um málið frá forstöðumanni Skíðastaða og frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Fundi slitið.