Bæjarráð

2462. fundur 04. janúar 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2822. fundur
04.01.2001 kl. 09:00 - 11:26
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Þórarinn B. Jónsson
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Í upphafi fundar óskaði formaður bæjarráðs Ásgeir Magnússon bæjarráðsmönnum og starfsmönnum Akureyrarbæjar gleðilegs nýárs og þakkaði samstarfið á liðnu ári.
Tilkynnt var um forföll annars fulltrúa Sjálfstæðisflokks og varamanna.

1 Punkturinn
2000120047
1. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 19. desember 2000.
Lagt fram til kynningar, en málið er enn í vinnslu bæjarráðs.


2 Rekstrarstyrkur vegna knattspyrnuliðs kvenna Þórs/KA
2000110061
2. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 19. desember 2000.
Bæjarráð frestar afgreiðslu á beiðni íþrótta- og tómstundaráðs um styrk til Þórs/KA, þar sem fjárhagsstaða íþróttafélaganna er til sérstakrar skoðunar.


3 Hafnasamlag Norðurlands - fundargerð dags. 21. desember 2000
1999120015
Fundargerðin er í 4 liðum og er lögð fram til kynningar.4 Héraðsnefnd Eyjafjarðar - fundargerðir
2001010007
Lagðar fram til kynningar fundargerðir Héraðsnefndar Eyjafjarðar dags. 6. desember 2000 og Héraðsráðs Eyjafjarðar dags. 13. desember 2000. Einnig lagðar fram fjárhagsáætlanir Héraðsnefndar Eyjafjarðar og Sorpeyðingar Eyjafjarðar fyrir árið 2001.


5 Sumarnámskeið og vinnuskóli
2000120098
Erindi dags. 20. desember 2000 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarfélög eru hvött til að setja reglur um sumarnámskeið og vinnuskóla á vegum sveitarfélagsins. Óskar Sambandið eftir því að fá send afrit af þeim reglum sem sveitarfélögin hafa þegar sett eða koma til með að setja sér um umædda starfsemi.
Bæjarráð óskar eftir því að sviðsstjóri félagssviðs og sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs fari yfir málið og skili um það stuttri greinargerð til bæjarráðs.


6 Gránufélagsgata 6
1999120032
Erindi dags. 12. desember 2000 frá Ragnari Sverrissyni og Jóni M. Jónssyni þar sem þeir óska upplýsinga um afgreiðslu erindis sem þeir sendu bæjarráði fyrir tæpu ári síðan.
Bæjarráð lýsir vilja sínum til þess að byggt verði á umræddri lóð og vísar erindinu til afgreiðslu umhverfisráðs.


7 Veitingaleyfi - Menning
2001010002
Með bréfi dags. 28. desember 2000 sendir Sýslumaðurinn á Akureyri til umsagnar umsókn Jóhannesar Björnssonar, kt. 230957-2079 um leyfi til að reka veitinga- og skemmtistað í Strandgötu 13 undir nafninu Menning.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til reksturs veitinga- og skemmtistaðar verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


8 AFS - umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2001
2000120118
Erindi dags. 22. desember 2000 frá framkvæmdastjóra Alþjóðlegrar fræðslu og samskipta (AFS) þar sem sótt er um rekstrarstyrk frá Akureyrarbæ fyrir árið 2001 að upphæð 300.000 kr.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.9 Samningur milli Akureyrarbæjar og Gilfélagsins
2000120121
Lagt fram bréf dags. 30. desember 2000 frá stjórn Gilfélagsins þar sem samningi milli Akureyrarbæjar og Gilfélagsins er sagt upp með árs fyrirvara eins og segir til um í samningnum.10 Húsaleigusamningur - Skjaldarvík
2000120104
Lagður fram leigusamningur dags 22. desember 2000 milli Bæjarsjóðs Akureyrar og Lífafls ehf. um hluta fasteignar í Skjaldarvík (áður dvalarheimili). Samningurinn er undirritaður af bæjarstjóra með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir samninginn.
Þórarinn B. Jónsson óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu.
Bæjarstjórn 16.01.2001


11 Menntasmiðja kvenna
2000090074
Sviðsstjóri þjónustusviðs lagði fram minnisblað vegna starfsemi Menntasmiðju kvenna á vorönn.
Elín Antonsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að Menntasmiðjan verði starfrækt á vorönn og felur sviðsstjóra þjónustusviðs að vinna áfram að fjármögnun verkefnisins m.a. með viðræðum við Símey, nágrannasveitarfélögin o.fl.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu.
Bæjarstjórn 16.01.2001Fundi slitið kl. 11.26.