Bæjarráð

2470. fundur 11. janúar 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2823. fundur
11.01.2001 kl. 09:00 - 12:36
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Mötuneyti í grunnskólum
2000030024
3. liður í fundargerð skólanefndar dags. 8. janúar 2001 - lagður fram til kynningar.2 Kaup á tölvubúnaði í grunn- og leikskólum
4. liður í fundargerð skólanefndar dags. 8. janúar 2001.
Bæjarráð samþykkir tillögu skólanefndar um að ganga að tilboði Nýherja um kaupleigu á 96 IBM NETVISTA A20 tölvum.
Bæjarstjórn 16.01.2001


3 Lögheimili
2001010034
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 8. janúar 2001 lagður fram til kynningar.4 Lögheimili
2001010035
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 8. janúar 2001 lagður fram til kynningar.5 Verksamningur um Sögu Akureyrar
2000010069
Lögð fram drög að samningi við Jón Hjaltason, söguritara um ritun og útgáfu á 4. bindi Sögu Akureyrar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við söguritara.
Bæjarstjórn 16.01.2001


6 Lánsumsókn 2001
2001010031
Erindi dags. 4. janúar 2001 frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem minnt er á að sjóðurinn veitir sveitarfélögum lán til fjárfestinga og skuldbreytinga. Umsóknarfrestur er til 31. janúar nk.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að ganga frá lánsumsókn til Lánasjóðs sveitarfélaga.


7 Hafnarstræti, göngugata, Skátagil - endurskoðun
Á fundi bæjarstjórnar 19. desember 2000 var 2. lið í fundargerð umhverfisráðs 6. desember sl. vísað til bæjarráðs.
Rætt var um framkomnar tillögur um endurbætur á Hafnarstræti (göngugötu) og Skátagili.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.


8 Hringsjá - starfsþjálfun fatlaðra
2001010033
Erindi dags. 8. janúar 2001 frá nefnd skipaðri af félagsmálaráðherra sem falið var að koma með tillögur um stöðu Hringsjár, starfsþjálfunar fatlaðra, innan kerfisins.
Einnig lagt fram erindi dags. 8. janúar 2001 frá Hringsjá.
Bæjarráð lýsir sig reiðubúið til viðræðna og þátttöku í starfshópi um málefni Hringsjár, starfsþjálfunar fatlaðra. Ráðið bendir á að nú þegar er nám fyrir hendi í Menntasmiðjunni, sem m.a. hefur nýst sambærilegum hópi og nám Hringsjár er miðað við.
Bæjarráð tilnefnir sviðsstjóra þjónustusviðs og félagssviðs til viðræðna og jafnframt til að svara erindi félagsmálaráðuneytisins.9 Umsókn um veðheimild
2000120051
Tekið fyrir að nýju ódagsett erindi frá Golfklúbbi Akureyrar (móttekið 12. desember 2000), þar sem sótt er um veðheimild vegna lántöku.
Bæjarráð samþykkir að veita Golfklúbbi Akureyrar umbeðna veðheimild, vegna lántöku fyrir allt að kr. 10.000.000.
Bæjarstjórn 16.01.2001


10 Fasteignafélag
2000100094
Rætt um framkomnar hugmyndir um fasteignafélag.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur bæjarstjóra að vinna upp frekari tillögur og leggja fyrir bæjarráð.


11 Gjaldskrá um holræsagjald
Lögð fram tillaga að nýrri gjaldskrá um holræsagjald á Akureyri
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögum að gjaldskrá til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn 16.01.2001


12 Álagning fasteignagjalda 2001
2001010038
Álagning fasteignagjalda 2001.
Bæjarráð leggur til að á árinu 2001 verði eftirtalin gjöld lögð á fasteignir á Akureyri:
a) Fasteignaskattur samkvæmt a-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum, 0,36% af álagningarstofni.
b) Fasteignaskattur samkvæmt b-lið 3. greinar sömu laga 1,65% af álagningarstofni.
c) Vatnsgjald 0,13% af álagningarstofni, sbr. gjaldskrá Norðurorku.
d) Holræsagjald 0,21% af álagningarstofni, sbr. gjaldskrá um holræsagjald á Akureyri.
e) Sorphreinsigjald af íbúðarhúsnæði kr. 4.000 á hverja íbúð.
Bæjarstjórn 16.01.2001


13 Gjalddagar fasteignagjalda 2001
Gjalddagar fasteignagjalda 2001.
Bæjarráð leggur til að gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2001 verði átta, 1. dagur hvers mánaðar frá febrúar til september.
Bæjarstjórn 16.01.2001


14 Lækkun fasteignaskatts hjá öldruðum og örorkulífeyrisþegum
Lækkun fasteignaskatts hjá öldruðum og örorkulífeyrisþegum.
Bæjarráð leggur til að fasteignaskattur af eigin íbúðum þeirra, sem verða 70 ára og eldri á árinu 2001 verði lækkaður um allt að kr. 20.000 af hverri íbúð sem nýtt er til eigin nota sbr. heimild í
5. grein laga um tekjustofna sveitarfélaga.
Jafnframt er lagt til að fasteignaskattur af eigin íbúðum örorkulífeyrisþega (75% örorka) verði lækkaður um sömu upphæð hjá:
a) Einstaklingum með tekjur allt að kr. 1.200.000.
b) Hjónum eða fólki í sambúð með tekjur allt að kr. 1.650.000.
Bæjarstjórn 16.01.2001


15 Önnur mál
Aðalfundur Skinnaiðnaðar hf. verður haldinn mánudaginn 15. janúar n.k.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.Fundi slitið kl. 12.36.