Bæjarráð

2478. fundur 18. janúar 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2824. fundur
18.01.2001 kl. 09:00 - 11:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Ármann Jóhannesson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Ólafsvíkuryfirlýsingin
2000100045
1. liður í fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 11. janúar 2001.
Bæjarráð tekur undir tillögu náttúruverndarnefndar og leggur til við bæjarstjórn að Akureyrarbær gerist aðili að Ólafsvíkuryfirlýsingunni með undirritun hennar.


2 Staðardagskrá 21
2000030023
2. liður í fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 11. janúar 2001.
Umhverfisstefna - framkvæmdaáætlun, seinni hluti var tekin til umræðu.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar. Athugasemdir, ef einhverjar eru, óskast sendar til bæjarstjóra.


3 Áfengisveitingaleyfi - Sjallinn
2000120107
3. liður í fundargerð áfengis- og vímuvarnanefndar dags. 9. janúar 2001 - erindi dags.
11. desember 2000 frá Ottó Sverrissyni, kt.: 020665-4409, Lyngholti 4, Akureyri, þar sem sótt er um vínveitingaleyfi fyrir skemmtistaðinn Sjallann, Glerárgötu 14, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til áfengisveitinga verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


4 Áfengisveitingaleyfi - Menning
2000120109
4. liður í fundargerð áfengis- og vímuvarnanefndar dags. 9. janúar 2001 - erindi dags.
27. desember 2000 frá Jóhannesi K. Björnssyni, kt.: 230957-2079, Dalbraut 8, Dalvík, þar sem sótt er um vínveitingaleyfi fyrir skemmtistaðinn Menningu, Strandgötu 13, Akureyri.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfi til áfengisveitinga verði veitt að uppfylltum öðrum lögboðnum skilyrðum.


5 Nations in Bloom - hamingjuóskir
2000070041
Lagt fram bréf dags. 11. janúar 2001 frá stjórn SUNN, Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi, þar sem hún óskar Akureyrarbæ til hamingju með að hafa komist í úrslit í keppninni Nations in Bloom.
6 Landsvirkjun - skuldaskipti og valréttir
2001010055
Erindi dags. 8. janúar 2001 frá Landsvirkjun þar sem fyrirtækið fer m.a. þess á leit við Akureyrarbæ að hann veiti samþykki sitt fyrir því að Landsvirkjun geri samninga um skuldaskipti (vaxtaskipti og/eða gjaldmiðlaskipti) eða beiti valrétti til skuldbreytinga vegna eins eða fleiri lána Landsvirkjunar.
Bæjarráð samþykkir framkomna beiðni frá Landsvirkjun, enda fari samningar ekki umfram kr. 400 milljónir Bandaríkjadollara eða jafnvirði þeirra að samanlögðum höfuðstól.
Bæjarstjórn 6. 2. 2001


7 Hafnarstræti, göngugata, Skátagil - endurskoðun
Á fundi bæjarstjórnar 19. desember 2000 var 2. lið í fundargerð umhverfisráðs 6. desember sl. vísað til bæjarráðs.
Rætt um framkomnar tillögur um endurbætur á Hafnarstræti (göngugötu) og Skátagili.
Bæjarráð samþykkir að beina því til framkvæmdaráðs að áfram verði unnið að hönnun á endurbótum á Miðbænum á grundvelli framkominna tillagna.
Bæjarráð leggur til að framkvæmdir í Hafnarstræti hafi forgang í þessu verki og að áfangaskipting verði með þeim hætti að sem minnst rask verði á starfsemi Miðbæjarins.
Þá er því beint til umhverfisráðs að sem fyrst verði gengið frá tillögum um fyrirkomulag takmarkaðrar umferðar um Hafnarstræti og Ráðhústorg.
Bæjarfulltrúi Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu.
Bæjarstjórn 6. 2. 2001


8 Málefni Menntasmiðjunnar
2000090074
Sigríður Stefánsdóttir sviðsstjóri þjónustusviðs gaf upplýsingar um málefni Menntasmiðjunnar.
Einnig var farið yfir drög að samstarfssamningum vegna samstarfs Svæðisvinnumiðlunar Norðurlands eystra og Menntasmiðjunnar um dagskóla Menntasmiðju kvenna og vinnuklúbb - námskeið í atvinnuleit.
Bæjarráð heimilar sviðsstjóra þjónustusviðs að undirrita samningana að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem fram komu á fundinum.
Bæjarstjórn 6. 2. 2001


9 Flugsafnið á Akureyri - styrkbeiðni
2000110014
Lögð fram styrkbeiðni frá Flugsafninu á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til menningarmálanefndar.


10 Launamálaráðstefna á Hótel Sögu 19. janúar 2001
2001010081
Lagt fram fundarboð frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem boðað er til launamálaráðstefnu á Hótel Sögu föstudaginn 19. janúar n.k.
Fundi slitið kl. 11.55.