Bæjarráð

2487. fundur 25. janúar 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2825. fundur
25.01.2001 kl. 09:00 - 10:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon, formaður
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Ingveldur Tryggvadóttir, fundarritari


1 Umhverfismál
Liður 4.2 í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 22. janúar 2001.
4.2 Gjaldskrár.
Bæjarráð samþykkir að vísa framkominni gjaldskrá til afgreiðslu bæjarstjórnar.2 Vextir viðbótarlána og af lánum til leiguíbúða 2001
2001010011
1. liður í fundargerð húsnæðisnefndar dags. 10. janúar 2001 sem bæjarstjórn 16. janúar 2001 vísaði til bæjarráðs.
Fjármálastjóri gerði grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa að undanförnu á vöxtum viðbótarlána og lána til leiguíbúða og afleiðingum þessara vaxtahækkana á greiðslubyrði kaupenda og leiguverð.
Bæjarráð Akureyrar tekur undir mótmæli húsnæðisnefndar og félagsmálaráðs varðandi framkomna ákvörðun stjórnar Íbúðalánasjóðs um hækkun vaxta viðbótarlána og lána til kaupa á leiguíbúðum.
Bæjarstjórn 6. 2. 2001


3 Staðardagskrá 21
2000030023
2. liður í fundargerð náttúruverndarnefndar dags. 11. janúar 2001.
Umhverfisstefna - framkvæmdaáætlun, seinni hluti, var tekin til umræðu.
Bæjarráð samþykkir að áfram verði unnið að mótun umhverfisstefnu Akureyrar á grundvelli framkominna draga að framkvæmdaáætlun. Bæjarráð óskar eftir að lögð verði fram kostnaðaráætlun vegna framkvæmdaráætlunarinnar.


4 Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - fundagerðir
2001010073
Lagðar fram til kynningar fundagerðir Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar dags. 20. desember 2000 og 8. janúar 2001.5 Þátttaka í norrænu samstarfsverkefni menntaskóla
2001010092
Erindi dags. 15. janúar 2001 frá skólameistara Menntaskólans á Akureyri þar sem hann sækir um styrk til þátttöku í norrænu samstarfsverkefni menntaskóla.
Bæjarráð samþykkir 200.000 kr. styrk til verkefnisins.


6 Vélsleðaakstur innanbæjar - umsögn um ákvæði lögreglusamþykktar
2001010080
Erindi dags. 15. janúar 2001 frá umboðsmanni Alþingis þar sem óskað er eftir að bæjarstjórn Akureyrar lýsi viðhorfi sínu til ákvæðis í lögreglusamþykkt fyrir Akureyri varðandi umferð torfærutækja innan þéttbýlis.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að svara umboðsmanni Alþingis.7 Skrá um störf sem verkfallsheimild nær ekki til
2001010108
Lögð fram skrá Akureyrarbæjar skv. 2. mgr. 19. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 eins og þeim hefur verið breytt með lögum nr. 70/1996.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta fullvinna fyrirliggjandi skrá og auglýsa.
Bæjarstjórn 6. 2. 2001


8 Bókhald og reikningsskil sveitarfélaga
2001010104
Erindi dags. 22. janúar 2001 frá KPMG Endurskoðun Akureyri hf. þar sem boðið er til kynningarfundar um reglugerð um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga, mánudaginn 29. janúar nk. kl. 13 - 16.30 á Hótel KEA, Akureyri.
Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að mæta á kynningarfundinn.


9 Strandgata 11
1999110054
Lagt fram minnisblað frá bæjarlögmanni varðandi hugsanleg kaup á eignarlóðinni Strandgötu 11.
Með vísan til stöðu málsins og fyrri ákvarðana Akureyrarbæjar um uppkaup á lóðum næstu húsa vegna skipulags samþykkir bæjarráð að kaupa umrædda lóð. Kaupverð miðist við fasteignamatsverð 1. desember 1999.
Bæjarstjórn 6. 2. 200110 Kjarnorkuvopnalaust sveitarfélag
2001010107
Lögð fram yfirlýsing um kjarnorkuvopnalaust sveitarfélag.
Bæjarráð samþykkir að vísa þessari tillögu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn 6. 2. 2001


11 Kjarasamningar ljósmæðra við Akureyrarbæ
2000120079
Erindi dags. 13. desember 2000 frá Ljósmæðrafélagi Íslands þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær geri kjarasamning á milli félagsins og bæjarins.
Bæjarráð samþykkir að veita Launanefnd sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar við Ljósmæðrafélag Íslands vegna starfsmanna á Heilsugæslustöð Akureyrar.
Bæjarstjórn 6. 2. 2001Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 10.15.