Bæjarráð

2493. fundur 01. febrúar 2001
Bæjarráð - Fundargerð
2826. fundur
01.02.2001 kl. 09:00 - 11:37
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Varaformaður bæjarráðs, Þórarinn B. Jónsson, stýrði fundi undir liðum 1.- 5.1 Flugsafnið á Akureyri - styrkbeiðni
2000110014
4. liður í fundargerð menningarmálanefndar dags. 25. janúar 2001.
Bæjarráð samþykkir að veita kr. 3.000.000 sem stofnstyrk til kaupa á húsnæði og vísar fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Bæjarstjóra er falið að ganga frá samningi um greiðslur bæjarsjóðs til félagsins.
Bæjarstjórn 6. 2. 2001


2 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 15. janúar 2001
2001010126
Fundargerðin er í 8 liðum og er lögð fram til kynnningar.


3 Samþykkt um hundahald á Akureyri
2001010143
Erindi dags. 26. janúar 2001 frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra þar sem kynntar eru tillögur nefndarinnar að breytingum á Samþykkt um hundahald á Akureyri.
Bæjarráð vísar breytingartillögum í samþykktinni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.


4 Eyþing - fundargerð dags. 11. desember 2000
2001010131
Fundargerðin er í 7 liðum og er lögð fram til kynningar.5 Kynning á námi í stjórnun
2001010125
Erindi dags. 22. janúar 2001 frá Eyþingi þar sem kynnt er nám í stjórnun sem áformað er að koma á fót við Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri.
Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar til umfjöllunar.

Þegar hér var komið mætti formaður bæjarráðs, Ásgeir Magnússon, til fundarins og tók við fundarstjórn.


6 Snorraverkefnið 2001 - styrkbeiðni
2001010128
Erindi dags. 23. janúar 2001 frá verkefnisstjóra Snorraverkefnisins árið 2001 þar sem óskað er stuðnings frá Akureyrarbæ til að starfrækja ungmennaskiptaverkefnið.
Þjónustusvið mun annast um framkvæmd þessa verkefnis f.h. bæjarins.


7 Söngferðalag Kórs Akureyrakirkju 2001
2001010132
Erindi dags. 20. janúar 2001 frá Kór Akureyrarkirkju þar sem óskað er eftir styrk vegna söngferðalags kórsins til Frakklands og Þýskalands í júní 2001.
Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar.


8 Samningur um félagsþjónustu og barnavernd
2001010130
Erindi dags. 21. janúar 2001 frá oddvita Hálshrepps, þar sem óskað er eftir samningi við Akureyrarbæ um félagsþjónustu og barnavernd á sambærilegum grunni og sveitarfélögin í Eyjafirði hafa gert.
Bæjarráð felur sviðsstjóra félagssviðs að eiga viðræður við bréfritara um erindið.


9 Gjafabréf vegna lóðar fyrir Menntaskólann á Akureyri
2001010129
Erindi dags. 25. janúar 2001 frá skólameistara Menntaskólans á Akureyri þar sem óskað er eftir að bæjarstjórn Akureyrar gefi út formlegt gjafabréf þar sem skólanum er afhent land það sem takmarkast af Hrafnagilsstræti að norðan, Þórunnarstræti að vestan og að sunnan af Lystigarðinum, eins og segir í bókun bæjarstjórnar frá 9. október 1928.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni og bæjarverkfræðingi að taka saman greinargerð um málið og leggja fyrir bæjarráð.


10 Vélsleðaakstur innanbæjar - umsögn um ákvæði lögreglusamþykktar
2001010080
Lagt fram svarbréf dags. 30. janúar sl. frá bæjarlögmanni til umboðsmanns Alþingis við erindi dags. 15. janúar 2001, þar sem óskað var eftir afstöðu bæjarstjórnar Akureyrar til 21. gr. lögreglusamþykktar fyrir Akureyri nr. 483/1996, þ.e. hvort greinin fái samrýmst ákvæðum umferðarlaga nr. 50/1987.
Bæjarráð vísar breytingatillögunni "Umferð torfærutækja s.s. vélsleða, snjóbíla o.þ.h., innan lögsagnarumdæmis Akureyrar, skal háð fyrirmælum umferðarlaga." til fyrri umræðu í bæjarstjórn.


11 Fasteignafélag
2000100094
Rætt um framkomnar hugmyndir um fasteignafélag.
Bæjarfulltrúi Jakob Björnsson óskar eftir frestun á afgreiðslu málsins.12 Málefni Myndlistaskólans á Akureyri
2000090019
Tillaga um nefndarskipun.
Bæjarráð samþykkir að skipa 3ja manna nefnd sem fái það verkefni að fara yfir alla þætti er varða aðkomu bæjarins að myndlistamenntun í bæjarfélaginu. Sérstaklega verði farið yfir alla þætti í starfsemi Myndlistaskólans og aðkomu Akureyrarbæjar að þeim rekstri.
Nefndin skili tillögum sínum til bæjarráðs fyrir lok mars 2001. Fjárveiting til verkefnisins verði allt að kr. 350.000. Færast greiðslur fyrir nefndarstörfin á lið 01-103 Ýmsar nefndir, annar kostnaður sem af starfi nefndarinnar gæti leitt færist á lið 15-609 Ýmis kostnaður.
Tilnefningu í nefndina vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn 6. 2. 2001


13 Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði
1999060028
Lögð fram til kynningar fundargerð samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði dags. 29. janúar sl.14 Samstarfsverkefni sveitarfélaga
2001010158
Tillaga um nefndarskipun.
Bæjarráð samþykkir að skipa 5 manna nefnd bæjarfulltrúa sem hafi eftirfarandi verkefni:
Nefndarmönnum er ætlað að fjalla um og meta áhrif af þátttöku bæjarins í samstarfsverkefnum með öðrum sveitarfélögum. Nefndinni er ætlað að leggja mat á þann ávinning sem samstarfið kann að hafa í för með sér fyrir bæjarbúa og ennfremur ber nefndinni að meta fjárhagslegar forsendur fyrir þátttöku bæjarsjóðs Akureyrar í þeim verkefnum sem hér um ræðir.
Markmiðið með þeirri vinnu sem hér er lagt af stað með er það að bæjarstjórn Akureyrar geti á grundvelli vinnu nefndarinnar metið að nýju og í heild sinni þátttöku Akureyrarbæjar í einstökum byggðasamlögum eða öðrum samningsbundnum verkefnum sveitarfélaga sem Akureyrarbær á aðild að.
Nefndinni er ætlað að skila tillögum sínum til bæjarráðs fyrir lok mars 2001. Fjárveiting til þessa verkefnis er allt að kr. 500.000. Færast greiðslur fyrir nefndarstörf á lið 01-103 Ýmsar nefndir, en annar kostnaður sem af starfi nefndarinnar gæti leitt færist á lið 15-609 Ýmis kostnaður.
Tilnefningu í nefndina er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn 6. 2. 2001


15 Önnur mál
Lagður var fram "Dómur í máli nr. E-463/2000: Ragnhildur Vigfúsdóttur (Lára V. Júlíusdóttir hrl.) gegn Akureyrarbæ (Hákon Stefánsson hdl.)", sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra 30. janúar 2001.
Bæjarlögmaður fór yfir niðurstöður dómsins.
Fundi slitið kl. 11.37.