Bæjarráð

2497. fundur 22. júní 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2842. fundur
22.06.2001 kl. 09:00 - 12:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Vilborg Gunnarsdóttir varaformaður
Þórarinn B. Jónsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


Í upphafi fundar minntust bæjarráðsmenn Valgerðar Hrólfsdóttur bæjarfulltrúa, sem lést í gær, 21. júní.


1 Atvinnumálanefnd - fundargerð dags. 12. júní 2001
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


2 Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - fundargerð dags. 5. júní 2001
Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


3 Menningarmálanefnd - fundargerð dags. 7. júní 2001
Fundargerðin er í 13 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


4 Framkvæmdaráð - fundargerð dags. 11. júní 2001
Fundargerðin er í 8 liðum.
1. liður hefur þegar hlotið afgreiðslu í bæjarráði.
7. liður: Naustahverfi - uppsögn erfðafestulanda.
Bæjarráð samþykkir bókun framkvæmdaráðs.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.5 Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - fundargerð dags. 11. júní 2001
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.6 Félagsmálaráð - fundargerð dags. 11. júní 2001
Fundargerðin er í 9 liðum.
2. liður: Öldrunarmál - Hrafnista.
Bæjarráð tekur undir bókun félagsmálaráðs.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
7 Stjórn Norðurorku - fundargerð dags. 15. júní 2001
Fundargerðin er í 4 liðum.
1. liður: Hækkun gjaldskrár rafveitu.
2. liður: Netorka.
Bæjarráð samþykkir bókanir stjórnar Norðurorku við 1. og 2. lið.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.8 Skólanefnd - fundargerðir dags. 11. og 18. júní 2001
Fundargerðin frá 11. júní er í 9 liðum.
Fundargerðin frá 18. júní er í 11 liðum.
Hvorug fundargerðin gefur tilefni til ályktunar.


9 Áfengis- og vímuvarnanefnd - fundargerð dags. 12. júní 2001
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


10 Húsnæðisnefnd - fundargerð dags. 13. júní 2001
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


11 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð dags. 11. júní 2001
2001010126
Fundargerðin er í 5 liðum og er lögð fram til kynningar.


12 Hafnasamlag Norðurlands - fundargerð dags. 7. júní 2001
2001010025
Fundargerðin er í 7 liðum og er lögð fram til kynningar.13 Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli
2001060002
Tekinn fyrir að nýju 1. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 5. júní sl., sem bæjarráð frestaði afgreiðslu á 14. júní sl.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi og forstöðumaður Skíðastaða mættu á fund bæjarráðs.
Bæjarráð heimilar að leitað verði tilboða í nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli. Áður en endanleg ákvörðun verður tekin um framkvæmdir óskar bæjarráð þess að nákvæm kostnaðar- og verkáætlun verði lögð fyrir ráðið.


14 Aðalfundur Eyþings 2001
2001060037
Lagt fram til kynningar erindi dags. 6. júní 2001 frá Eyþingi þar sem tilkynnt er um aðalfund Eyþings 2001, sem haldinn verður 31. ágúst og 1. september nk. í Hrísey.


15 Háskólinn á Akureyri - deiliskipulag og álagning gjalda
2001030096
Erindi dags. 13. júní 2001 frá Háskólanum á Akureyri með beiðni um að Akureyrarbær skilgreini fyrirhugaðan veg um háskólasvæðið sem hluta af gatnakerfi Akureyrarbæjar. Ennfremur er óskað eftir að bæjaryfirvöld gefi út yfirlýsingu um hvernig gjaldtöku opinberra gjalda s.s. fasteigna- og gatnagerðargjalda verður hagað í tengslum við byggingu rannsóknahúss.
Bæjarráð samþykkir að gjaldtaka opinberra gjalda s.s. fasteigna-, gatnagerðar- og annara gjalda verði hagað í samræmi við gildandi lög og reglur.
Ákvörðun um aðkomu Bæjarsjóðs að gatnagerð á svæðinu er frestað.
16 Melgerðismelar
2001050056
Erindi dags. 2. maí 2001 frá Hestamannafélögunum Létti og Funa varðandi styrkbeiðni. Áður á dagskrá bæjarráðs 17. maí sl.
Fjármálastjóri lagði fram minnisblað um málið.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.


17 Menntasmiðjan
2001050057
Sviðsstjóri þjónustusviðs lagði fram tillögu um áframhaldandi rekstur.
Bæjarráð samþykkir að Menntasmiðjunni verði tryggt rekstrarfjármagn til áramóta.
Bæjarráð samþykkir að félagsmálaráði verði falin umráð Menntasmiðjunnar og fjárhags- og starfsemisáætlun fyrir árið 2002 verði lögð fram í byrjun september nk., um leið og önnur fjárhagsáætlun fyrir árið 2002.18 Þjónustugjaldskrár
2001060063
Fjármálastjóri lagði fram skýrslu "Þjónustugjöld Akureyrarbæjar - staða, samanburður og úttekt á nýtni afsláttar" sem unnin er af Rekstri og Ráðgjöf Norðurlandi ehf.
Rætt um breytingar á þjónustugjaldskrám vegna verðlagshækkana.
Svo unnt sé að mæta að hluta þeim kostnaðarhækkunum sem orðið hafa í rekstri Bæjarsjóðs samþykkir bæjarráð að þjónustugjaldskrár bæjarins hækki um 10% frá og með 1. júlí nk. og felur nefndum að útfæra gjaldskrárnar.
Fundi slitið.