Bæjarráð

2501. fundur 08. febrúar 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2827. fundur
08.02.2001 kl. 09:00 - 10:58
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Íbúðalánasjóður - Lán til leiguíbúða á árinu 2001
2001010091
1. liður í fundargerð húsnæðisnefndar dags. 24. janúar 2001 lagður fram til kynningar.


2 Hafnasamlag Norðurlands - fundargerð dags. 1. febrúar 2001
2001010025
Fundargerðin er í 6 liðum og er lögð fram til kynningar.3 Eyþing - fundargerð dags. 24. janúar 2001
2001010131
Fundargerðin er í 9 liðum og er lögð fram til kynningar.4 Ráðning slökkviliðsmanna - kvörtun
1999110027
Erindi dags. 31. janúar 2001 frá Tryggva Gunnarssyni, umboðsmanni Alþingis, þar sem hann sendir álit sitt í tilefni kvörtunar.
Bæjarráð sendir álitið áfram til umhverfisráðs og slökkviliðsstjóra.


5 Grænhóll - frágangur á erfðafestulandi o.fl.
2001020040
Erindi dags. 22. janúar 2001 (móttekið 5. febrúar sl.) frá Víkingi Guðmundssyni, Grænhóli, varðandi landspildu sem hann hefur til umráða og umferðarmál.
Bæjarráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs afgreiðslu málsins.


6 Launamál nema í fjarnámi í leikskólafræðum
2001010074
Erindi dags. 10. janúar 2001 frá 11 nemendum í fjarnámi í leikskólafræðum við Háskólann á Akureyri þar sem þeir óska þess að fá greidd full laun á meðan á náminu stendur.
Einnig lögð fram minnisblöð skóladeildar varðandi málið.
Bæjarráð óskar eftir því að skólanefnd taki erindið til umfjöllunar og felur sviðsstjóra að afla upplýsinga um umfang og áhrif slíkra beiðna á starfsemi leikskóla bæjarins.7 Fasteignafélag
2000100094
Tekin fyrir að nýju drög að Samþykkt um fasteignafélag, sem frestað var á fundi bæjarráðs
1. febrúar sl.
Bæjarráð samþykkir drögin með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.
Bæjarstjórn 20. 2. 2001Fundi slitið kl. 10.58.