Bæjarráð

2502. fundur 04. október 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2858. fundur
04.10.2001 kl. 09:00 - 10:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Þórarinn B. Jónsson
Sigurður J. Sigurðsson
Guðmundur Ómar Guðmundsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Brynja Björk Pálsdóttir, fundarritari


1 Kynningarfundur hjá reikningsskila- og upplýsinganefnd
2001080055
Reikningsskila- og upplýsinganefnd boðar til kynningarfundar í framhaldi af fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga fimmtudaginn 11. október nk. kl. 13:15 í Súlnasal Hótels Sögu.
Lagt fram til kynningar.


2 Staða atvinnuleikhúsa á Íslandi
2001100006
Lagt fram til kynningar erindi dags. 27. september 2001 frá Félagi íslenskra leikara þar sem lýst er áhyggjum af neikvæðri þróun í fjármálum leikhúsa landsins.
Bæjarráð sendir erindið áfram til kynningar í menningarmálanefnd.3 Svæðisskipulag Eyjafjarðar 1998-2018
2001100007
Erindi dags. 24. september 2001 frá samvinnunefnd um svæðisskipulag Eyjafjarðar varðandi tillögu nefndarinnar að svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998-2018. Tillagan er nú send sveitarstjórnum til samþykktar samkvæmt 13. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarráð felur umhverfisdeild að fara yfir tillögurnar að svæðisskipulagi Eyjafjarðar og skila athugasemdum ef einhverjar eru til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar tillögu að svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998-2018 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn 16. október 2001
Bæjarráð 1. nóvember 2001


4 Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur
2001070008
Lagt fram yfirlit um rekstur Bæjarsjóðs Akureyrar janúar - ágúst 2001.
Á fund bæjarráðs mættu frá þjónustusviði Gunnar Frímannsson og Karl Jörundsson og frá fjármálasviði Dagný Harðardóttir og Sigurgeir B. Þórðarson.

5 Fjárhagsáætlun 2002 - þjónustusvið
2001080060
Skorkort þjónustusviðs, rætt um mælikvarða.


6 Fjárhagsáætlun 2002 - fjármálasvið
2001100010
Skorkort fjármálasviðs, rætt um mælikvarða.


7 Önnur mál
a: AKO-Plastos - uppboð.
b: Fundur bæjarráðs fellur niður fimmtudaginn 11. október nk. vegna fjármálaráðstefnu
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
a: Bæjarlögmaður gerði grein fyrir kaupum á eignum AKO-Plastos.

Fundi slitið.