Bæjarráð

2512. fundur 15. febrúar 2001

Bæjarráð - Fundargerð
2828. fundur
15.02.2001 kl. 09:00 - 10:55
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Ásgeir Magnússon formaður
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Stefánsdóttir
Ármann Jóhannesson
Dan Jens Brynjarsson
Karl Guðmundsson
Hákon Stefánsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari


1 Framkvæmdir við Amtsbókasafn
2001020095
1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 12. febrúar 2001.
Bæjarráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að svara erindinu.


2 Göngustígur
2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 12. febrúar 2001.
Bæjarráð felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að svara erindinu.


3 Giljaskóli - 2. áfangi
2001020100
1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 12. febrúar 2001.
Bæjarráð staðfestir tillögu framkvæmdaráðs um útboð framkvæmda við 2. áfanga Giljaskóla.


4 Amtsbókasafn
2001020099
2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 12. febrúar 2001.
Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmdaráðs um verkáfanga vegna viðbyggingar við Amtsbókasafnið og að framkvæmdin verði boðin út í einu lagi.


5 Fjárveiting til forvarnafulltrúa
2000060001
7. liður í fundargerð áfengis- og vímuvarnanefndar dags. 9. janúar 2001 sem bæjarstjórn 6. febrúar sl. vísaði til bæjarráðs.
Upplýst er að ekki er um neitt ráðstöfunarfé hjá nefndinni að ræða frá fyrra ári.


6 Vélsleðaakstur innanbæjar - umsögn um ákvæði lögreglusamþykktar
2001010080
Fyrri umræða fór fram í bæjarstjórn 6. febrúar sl.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til síðari umræðu í bæjarstjórn.


7 Samþykkt um hundahald á Akureyri
2001010143
Fyrri umræða fór fram í bæjarstjórn 6. febrúar sl.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til síðari umræðu í bæjarstjórn.


8 Fræðslunefnd - fundargerð dags. 2. febrúar 2001
Fundargerðin er í 4 liðum og er lögð fram til kynningar.9 Ný Samþykkt um námsstyrkjasjóð
2000100101
Lögð fram ný tillaga að Samþykkt um námsstyrkjasjóð þar sem leitast hefur verið við að taka tillit til athugasemda sem fram hafa komið.
Bæjarráð vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn 20. 2. 2001

10 Eignarhaldsfélagið Rangárvellir - fundargerð dags. 7. febrúar 2001
2001020048
Fundargerðin er í 2 liðum og er lögð fram til kynningar.


11 Héraðsnefnd Eyjafjarðar - fundargerðir
2001020082
Lagðar fram til kynningar fundargerðir Héraðsráðs Eyjafjarðar dags. 31. janúar 2001, stjórnar Minjasafnsins á Akureyri dags. 12. desember 2000 og fjárhagsáætlun Héraðsnefndar Eyjafjarðar leiðrétt m.t.t. íbúafjölda.


12 Vetraríþróttamiðstöð Íslands - fundargerð dags. 23. janúar 2001
2001020086
Fundargerðin er í 5 liðum og er lögð fram til kynningar.13 FSA - Fjárlagaerindi 2001
2000100075
Erindi dags. 7. febrúar 2001 frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þar sem óskað er eftir því að Akureyrarbær greiði viðbótarframlag vegna stofnkostnaðar 2000, viðbótarframlag vegna fjáraukalaga ársins 1998 sem allra fyrst, en framlag vegna stofnkostnaðar og meiriháttar viðhalds ársins 2001 með jöfnum mánaðarlegum greiðslum.
Bæjarráð samþykkir greiðslu mótframlags vegna þátttöku í stofnkostnaði FSA samkvæmt fjáraukalögum fyrir árið 2000, enda liggi fyrir gögn sem staðfesta útgjöld vegna stofnkostnaðar. Með vísan til bréfaskrifta bæjarstjóra og heilbrigðisráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins, þar sem farið er fram á að Akureyrarbær verði leystur undan greiðsluskyldu mótframlags vegna stofnkostnaðar líkt og ráðuneytin hafa gert gagnvart Reykjavíkurborg hafnar bæjarráð að svo stöddu greiðslu mótframlags vegna stofnkostnaðar og meiriháttar viðhalds ársins 2001.
Ennfremur er hafnað ósk FSA um greiðslu mótframlags Akureyrarbæjar vegna fjárveitingar til FSA í tilefni afmælis þess, sem ákveðin var á fjáraukalögum ríkissjóðs vegna ársins 1998.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að afla gagna um stofnkostnað, tækjakaup og meiriháttar viðhald sjúkrahússins, sem bærinn hefur tekið þátt í sl. 4 ár.
Bæjarstjórn 20. 2. 2001


14 Skrá um störf sem verkfallsheimild nær ekki til
2001010108
Lagt fram erindi dags. 7. febrúar 2001 frá Sjúkraliðafélagi Íslands þar sem félagið mótmælir skrám Akureyrarbæjar og telur þær ófullnægjandi og óskar eftir frekara samráði um gerð þeirra.


15 Sumarnámskeið og vinnuskóli
2000120098
Lögð fram greinargerð, undirrituð af sviðsstjóra félagssviðs og sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs, varðandi sumarnámskeið og vinnuskóla.
Bæjarráð samþykkir að vísa greinargerðinni til íþrótta- og tómstundaráðs og framkvæmdaráðs og einnig að hún verði send Sambandi íslenskra sveitarfélaga.


16 Leiðrétting launamismununar
2001020101
Erindi dags. 11. febrúar 2001 frá Valgerði H. Bjarnadóttur þar sem hún fer fram á leiðréttingu launamismununar sem hún telur sig hafa orðið fyrir sem jafnréttis- og fræðslufulltrúi á árunum 1991-1995.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarlögmanni að taka saman greinargerð um málið sem verði lögð fyrir næsta fund bæjarráðs.

Fundi slitið kl. 10.55.